Vinstri grænum svelgist á áfengismálum Jóns Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2023 07:00 Jón Gunnarsson kemst hvorki lönd né strönd með tvö frumvörp sem ganga út á að hreinsa til í lögum sem snúa að áfengi, fornaldarlegum. Annað frumvarpið situr fast í ríkisstjórninni og hitt í þingflokki Vinstri grænna. Jón segir flokka Sigurðar Inga Jóhannssonar og Katrínar Jakobsdóttur, samstarfsflokkanna í ríkisstjórninni, ekki hafa hinn minnsta áhuga á að hreyfa við þessum málum. vísir/vilhelm/samsett Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra telur ekki ósennilegt að tekið hafi sig upp afdalamennska og gömul forræðishyggja meðal samstarfsflokka Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórninni. Samkvæmt þingmálaskrá stóð til að Jón legði fram tvö frumvörp sem snúa að áfengi á þessu löggjafarþingi. Eftirgrennslan Vísis leiðir í ljós að í fyrsta lagi sé um að ræða vefverslunarfrumvarp sem miðar að því að vefverslun á áfengi verði gerð heimil. Og í öðru lagi er um að ræða frumvarp sem heimilar heimabruggun áfengis. Hvorugt frumvarpið hefur skilað sér inn til þingsins og situr fast í ríkisstjórn og þingflokkum. Vísir náði tali af ráðherra til að spyrja hann um hvað dvelji Orminn langa, en samkvæmt heimildum virðist sem tekið hafi sig upp gömul og góð forræðishyggja og jafnvel afdalamennska meðal Vinstri grænna sem standi málinu fyrir þrifum? „Já, það má orða það þannig,“ segir Jón og kímir. Hann útskýrir að frumvarp varðandi netverslun á áfengi hafi verið hugsað til að ná utan um og mæta nútíma verslunarháttum í þessum efnum sem tíðakast hefur um langt skeið. Virðist ekki nokkur leið að hreinsa til í lögum „Nú er þetta eins og villta vestrið. Ég lagði það frumvarp inn í ríkisstjórn í desember og þar hefur það setið fast vegna andstöðu samstarfsflokka okkar. Og mun ekki nást inn á þingið núna.“ Að sögn Jóns hafa báðir þeir þingflokkar lýst yfir andstöðu við það mál án þess þó að komið hafi fram tillögur um aðrar útfærslur. Og andstaðan er reyndar ekki einungis bundin við stjórnarflokkana. „Hvað þá að það eigi þá að banna þessa vefverslun. Málið er því enn í þessu limbói sem verið hefur.“ Jón segir að um sé að ræða grátt svæði en engar rannsóknir eru fyrirliggjandi hjá lögreglu, samkvæmt hans upplýsingum, sem tengjast þessum verslunarháttum hjá lögreglu. Staðan er sem sagt óbreytt þó fyrir liggi að þessi verslun sé orðin staðreynd. „Þá hefði mér fundist full ástæða til að setja því einhverjar leikreglur en það er ekki vilji til þess hjá ríkistjórninni að fara þá leið eins og við sjáum fyrir okkur en samt ekki vilji til að banna þetta.“ Afar óheppileg pattstaða Jón segir þetta klemmu því ekki liggi fyrir neinar tillögur frá öðrum flokkum að banna beri þessa starfsemi enda væri það erfitt viðureignar varðandi starfsemi sem viðgengist hefur nú í nokkur ár og enn lengur ef því er að skipta því almenningur hefur getað pantað sér áfengi í gegnum erlendar vefverslanir. „En þetta er sem sagt pattstaða og engin lausn í sjónmáli. Sem er vont fyrir alla aðila, bæði markaðinn og fyrirtækin sem í þessum viðskiptum standa.“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur einkarétt á því að höndla með áfengi. Jón Gunnarsson segir að hér hafi tíðkast um árabil að höndla með áfengi með vefverslun og engin mál því tengt séu til rannsóknar hjá lögreglu. Löngu sé tímabært að taka til í lögum er þetta varðar.vísir/vilhelm Hitt snýr að því að kveða á um það í lögum að heimabruggun sé leyfileg. „Það kom mörgum á óvart, og svei mér þá mér líka. að það væri bannað samkvæmt lögum að brugga sér vín til heimabruggs úr berjarunnanum sínum, á léttu víni.“ Jón vill hreinsa til í þessu enda hafi það verið stundað um langt skeið að menn bruggi heima fyrir. Og til er búnaður í verslunum til þess og hefur lengi verið. „Okkur þótti ástæða til að afnema þetta bann við heimabruggi úr lögum og heimila það með takmörkunum. Það mál fór í gegnum ríkisstjórn og situr fast í þingflokki Vinstri grænna og hefur ekki náð inn á þingið.“ Forræðishyggjan gjósi upp þegar áfengið er annars vegar Jón segir að um með lögum um brugghús hafi hann haft væntingar um að hægt væri að ná skynsamlegri lendingu í þessum efnum en allt kemur fyrir ekki. Og það sé vissulega svo að ólög ali á óvirðingu fyrir þeim lögum sem eigi rétt á sér. „Það er bara svoleiðis. Að mínu mati er nauðsynlegt að vinna að einhverri sátt, að frekari vinnslu í þessum málum og við munum reyna að undirbúa þetta mál fyrir næsta vetur.“ Jón segir um að ræða mál þar sem jafnvel mismunandi sjónarmið inni í þingflokkunum, þetta gangi þvert á flokkspólitískar línur og því nauðsynlegt að láta reyna á vilja þingsins. hann furðar sig jafnframt á því hversu staðir stjórnmálamenn annarra flokka vilja reynast í þessum efnum. Eins og þeir sjái rautt. „Þetta hefur þvælst fyrir okkur lengi. Ég hef nú setið á þingi í 16 ár og ég held að þetta áfengismál hafi komið frá okkur Sjálfstæðismönnum sem þingmannamál nánast á hverju einasta þingi. En árangurinn er rýr og birtist okkur svona núna.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Samkvæmt þingmálaskrá stóð til að Jón legði fram tvö frumvörp sem snúa að áfengi á þessu löggjafarþingi. Eftirgrennslan Vísis leiðir í ljós að í fyrsta lagi sé um að ræða vefverslunarfrumvarp sem miðar að því að vefverslun á áfengi verði gerð heimil. Og í öðru lagi er um að ræða frumvarp sem heimilar heimabruggun áfengis. Hvorugt frumvarpið hefur skilað sér inn til þingsins og situr fast í ríkisstjórn og þingflokkum. Vísir náði tali af ráðherra til að spyrja hann um hvað dvelji Orminn langa, en samkvæmt heimildum virðist sem tekið hafi sig upp gömul og góð forræðishyggja og jafnvel afdalamennska meðal Vinstri grænna sem standi málinu fyrir þrifum? „Já, það má orða það þannig,“ segir Jón og kímir. Hann útskýrir að frumvarp varðandi netverslun á áfengi hafi verið hugsað til að ná utan um og mæta nútíma verslunarháttum í þessum efnum sem tíðakast hefur um langt skeið. Virðist ekki nokkur leið að hreinsa til í lögum „Nú er þetta eins og villta vestrið. Ég lagði það frumvarp inn í ríkisstjórn í desember og þar hefur það setið fast vegna andstöðu samstarfsflokka okkar. Og mun ekki nást inn á þingið núna.“ Að sögn Jóns hafa báðir þeir þingflokkar lýst yfir andstöðu við það mál án þess þó að komið hafi fram tillögur um aðrar útfærslur. Og andstaðan er reyndar ekki einungis bundin við stjórnarflokkana. „Hvað þá að það eigi þá að banna þessa vefverslun. Málið er því enn í þessu limbói sem verið hefur.“ Jón segir að um sé að ræða grátt svæði en engar rannsóknir eru fyrirliggjandi hjá lögreglu, samkvæmt hans upplýsingum, sem tengjast þessum verslunarháttum hjá lögreglu. Staðan er sem sagt óbreytt þó fyrir liggi að þessi verslun sé orðin staðreynd. „Þá hefði mér fundist full ástæða til að setja því einhverjar leikreglur en það er ekki vilji til þess hjá ríkistjórninni að fara þá leið eins og við sjáum fyrir okkur en samt ekki vilji til að banna þetta.“ Afar óheppileg pattstaða Jón segir þetta klemmu því ekki liggi fyrir neinar tillögur frá öðrum flokkum að banna beri þessa starfsemi enda væri það erfitt viðureignar varðandi starfsemi sem viðgengist hefur nú í nokkur ár og enn lengur ef því er að skipta því almenningur hefur getað pantað sér áfengi í gegnum erlendar vefverslanir. „En þetta er sem sagt pattstaða og engin lausn í sjónmáli. Sem er vont fyrir alla aðila, bæði markaðinn og fyrirtækin sem í þessum viðskiptum standa.“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur einkarétt á því að höndla með áfengi. Jón Gunnarsson segir að hér hafi tíðkast um árabil að höndla með áfengi með vefverslun og engin mál því tengt séu til rannsóknar hjá lögreglu. Löngu sé tímabært að taka til í lögum er þetta varðar.vísir/vilhelm Hitt snýr að því að kveða á um það í lögum að heimabruggun sé leyfileg. „Það kom mörgum á óvart, og svei mér þá mér líka. að það væri bannað samkvæmt lögum að brugga sér vín til heimabruggs úr berjarunnanum sínum, á léttu víni.“ Jón vill hreinsa til í þessu enda hafi það verið stundað um langt skeið að menn bruggi heima fyrir. Og til er búnaður í verslunum til þess og hefur lengi verið. „Okkur þótti ástæða til að afnema þetta bann við heimabruggi úr lögum og heimila það með takmörkunum. Það mál fór í gegnum ríkisstjórn og situr fast í þingflokki Vinstri grænna og hefur ekki náð inn á þingið.“ Forræðishyggjan gjósi upp þegar áfengið er annars vegar Jón segir að um með lögum um brugghús hafi hann haft væntingar um að hægt væri að ná skynsamlegri lendingu í þessum efnum en allt kemur fyrir ekki. Og það sé vissulega svo að ólög ali á óvirðingu fyrir þeim lögum sem eigi rétt á sér. „Það er bara svoleiðis. Að mínu mati er nauðsynlegt að vinna að einhverri sátt, að frekari vinnslu í þessum málum og við munum reyna að undirbúa þetta mál fyrir næsta vetur.“ Jón segir um að ræða mál þar sem jafnvel mismunandi sjónarmið inni í þingflokkunum, þetta gangi þvert á flokkspólitískar línur og því nauðsynlegt að láta reyna á vilja þingsins. hann furðar sig jafnframt á því hversu staðir stjórnmálamenn annarra flokka vilja reynast í þessum efnum. Eins og þeir sjái rautt. „Þetta hefur þvælst fyrir okkur lengi. Ég hef nú setið á þingi í 16 ár og ég held að þetta áfengismál hafi komið frá okkur Sjálfstæðismönnum sem þingmannamál nánast á hverju einasta þingi. En árangurinn er rýr og birtist okkur svona núna.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira