Vinstri grænum svelgist á áfengismálum Jóns Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2023 07:00 Jón Gunnarsson kemst hvorki lönd né strönd með tvö frumvörp sem ganga út á að hreinsa til í lögum sem snúa að áfengi, fornaldarlegum. Annað frumvarpið situr fast í ríkisstjórninni og hitt í þingflokki Vinstri grænna. Jón segir flokka Sigurðar Inga Jóhannssonar og Katrínar Jakobsdóttur, samstarfsflokkanna í ríkisstjórninni, ekki hafa hinn minnsta áhuga á að hreyfa við þessum málum. vísir/vilhelm/samsett Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra telur ekki ósennilegt að tekið hafi sig upp afdalamennska og gömul forræðishyggja meðal samstarfsflokka Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórninni. Samkvæmt þingmálaskrá stóð til að Jón legði fram tvö frumvörp sem snúa að áfengi á þessu löggjafarþingi. Eftirgrennslan Vísis leiðir í ljós að í fyrsta lagi sé um að ræða vefverslunarfrumvarp sem miðar að því að vefverslun á áfengi verði gerð heimil. Og í öðru lagi er um að ræða frumvarp sem heimilar heimabruggun áfengis. Hvorugt frumvarpið hefur skilað sér inn til þingsins og situr fast í ríkisstjórn og þingflokkum. Vísir náði tali af ráðherra til að spyrja hann um hvað dvelji Orminn langa, en samkvæmt heimildum virðist sem tekið hafi sig upp gömul og góð forræðishyggja og jafnvel afdalamennska meðal Vinstri grænna sem standi málinu fyrir þrifum? „Já, það má orða það þannig,“ segir Jón og kímir. Hann útskýrir að frumvarp varðandi netverslun á áfengi hafi verið hugsað til að ná utan um og mæta nútíma verslunarháttum í þessum efnum sem tíðakast hefur um langt skeið. Virðist ekki nokkur leið að hreinsa til í lögum „Nú er þetta eins og villta vestrið. Ég lagði það frumvarp inn í ríkisstjórn í desember og þar hefur það setið fast vegna andstöðu samstarfsflokka okkar. Og mun ekki nást inn á þingið núna.“ Að sögn Jóns hafa báðir þeir þingflokkar lýst yfir andstöðu við það mál án þess þó að komið hafi fram tillögur um aðrar útfærslur. Og andstaðan er reyndar ekki einungis bundin við stjórnarflokkana. „Hvað þá að það eigi þá að banna þessa vefverslun. Málið er því enn í þessu limbói sem verið hefur.“ Jón segir að um sé að ræða grátt svæði en engar rannsóknir eru fyrirliggjandi hjá lögreglu, samkvæmt hans upplýsingum, sem tengjast þessum verslunarháttum hjá lögreglu. Staðan er sem sagt óbreytt þó fyrir liggi að þessi verslun sé orðin staðreynd. „Þá hefði mér fundist full ástæða til að setja því einhverjar leikreglur en það er ekki vilji til þess hjá ríkistjórninni að fara þá leið eins og við sjáum fyrir okkur en samt ekki vilji til að banna þetta.“ Afar óheppileg pattstaða Jón segir þetta klemmu því ekki liggi fyrir neinar tillögur frá öðrum flokkum að banna beri þessa starfsemi enda væri það erfitt viðureignar varðandi starfsemi sem viðgengist hefur nú í nokkur ár og enn lengur ef því er að skipta því almenningur hefur getað pantað sér áfengi í gegnum erlendar vefverslanir. „En þetta er sem sagt pattstaða og engin lausn í sjónmáli. Sem er vont fyrir alla aðila, bæði markaðinn og fyrirtækin sem í þessum viðskiptum standa.“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur einkarétt á því að höndla með áfengi. Jón Gunnarsson segir að hér hafi tíðkast um árabil að höndla með áfengi með vefverslun og engin mál því tengt séu til rannsóknar hjá lögreglu. Löngu sé tímabært að taka til í lögum er þetta varðar.vísir/vilhelm Hitt snýr að því að kveða á um það í lögum að heimabruggun sé leyfileg. „Það kom mörgum á óvart, og svei mér þá mér líka. að það væri bannað samkvæmt lögum að brugga sér vín til heimabruggs úr berjarunnanum sínum, á léttu víni.“ Jón vill hreinsa til í þessu enda hafi það verið stundað um langt skeið að menn bruggi heima fyrir. Og til er búnaður í verslunum til þess og hefur lengi verið. „Okkur þótti ástæða til að afnema þetta bann við heimabruggi úr lögum og heimila það með takmörkunum. Það mál fór í gegnum ríkisstjórn og situr fast í þingflokki Vinstri grænna og hefur ekki náð inn á þingið.“ Forræðishyggjan gjósi upp þegar áfengið er annars vegar Jón segir að um með lögum um brugghús hafi hann haft væntingar um að hægt væri að ná skynsamlegri lendingu í þessum efnum en allt kemur fyrir ekki. Og það sé vissulega svo að ólög ali á óvirðingu fyrir þeim lögum sem eigi rétt á sér. „Það er bara svoleiðis. Að mínu mati er nauðsynlegt að vinna að einhverri sátt, að frekari vinnslu í þessum málum og við munum reyna að undirbúa þetta mál fyrir næsta vetur.“ Jón segir um að ræða mál þar sem jafnvel mismunandi sjónarmið inni í þingflokkunum, þetta gangi þvert á flokkspólitískar línur og því nauðsynlegt að láta reyna á vilja þingsins. hann furðar sig jafnframt á því hversu staðir stjórnmálamenn annarra flokka vilja reynast í þessum efnum. Eins og þeir sjái rautt. „Þetta hefur þvælst fyrir okkur lengi. Ég hef nú setið á þingi í 16 ár og ég held að þetta áfengismál hafi komið frá okkur Sjálfstæðismönnum sem þingmannamál nánast á hverju einasta þingi. En árangurinn er rýr og birtist okkur svona núna.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Samkvæmt þingmálaskrá stóð til að Jón legði fram tvö frumvörp sem snúa að áfengi á þessu löggjafarþingi. Eftirgrennslan Vísis leiðir í ljós að í fyrsta lagi sé um að ræða vefverslunarfrumvarp sem miðar að því að vefverslun á áfengi verði gerð heimil. Og í öðru lagi er um að ræða frumvarp sem heimilar heimabruggun áfengis. Hvorugt frumvarpið hefur skilað sér inn til þingsins og situr fast í ríkisstjórn og þingflokkum. Vísir náði tali af ráðherra til að spyrja hann um hvað dvelji Orminn langa, en samkvæmt heimildum virðist sem tekið hafi sig upp gömul og góð forræðishyggja og jafnvel afdalamennska meðal Vinstri grænna sem standi málinu fyrir þrifum? „Já, það má orða það þannig,“ segir Jón og kímir. Hann útskýrir að frumvarp varðandi netverslun á áfengi hafi verið hugsað til að ná utan um og mæta nútíma verslunarháttum í þessum efnum sem tíðakast hefur um langt skeið. Virðist ekki nokkur leið að hreinsa til í lögum „Nú er þetta eins og villta vestrið. Ég lagði það frumvarp inn í ríkisstjórn í desember og þar hefur það setið fast vegna andstöðu samstarfsflokka okkar. Og mun ekki nást inn á þingið núna.“ Að sögn Jóns hafa báðir þeir þingflokkar lýst yfir andstöðu við það mál án þess þó að komið hafi fram tillögur um aðrar útfærslur. Og andstaðan er reyndar ekki einungis bundin við stjórnarflokkana. „Hvað þá að það eigi þá að banna þessa vefverslun. Málið er því enn í þessu limbói sem verið hefur.“ Jón segir að um sé að ræða grátt svæði en engar rannsóknir eru fyrirliggjandi hjá lögreglu, samkvæmt hans upplýsingum, sem tengjast þessum verslunarháttum hjá lögreglu. Staðan er sem sagt óbreytt þó fyrir liggi að þessi verslun sé orðin staðreynd. „Þá hefði mér fundist full ástæða til að setja því einhverjar leikreglur en það er ekki vilji til þess hjá ríkistjórninni að fara þá leið eins og við sjáum fyrir okkur en samt ekki vilji til að banna þetta.“ Afar óheppileg pattstaða Jón segir þetta klemmu því ekki liggi fyrir neinar tillögur frá öðrum flokkum að banna beri þessa starfsemi enda væri það erfitt viðureignar varðandi starfsemi sem viðgengist hefur nú í nokkur ár og enn lengur ef því er að skipta því almenningur hefur getað pantað sér áfengi í gegnum erlendar vefverslanir. „En þetta er sem sagt pattstaða og engin lausn í sjónmáli. Sem er vont fyrir alla aðila, bæði markaðinn og fyrirtækin sem í þessum viðskiptum standa.“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur einkarétt á því að höndla með áfengi. Jón Gunnarsson segir að hér hafi tíðkast um árabil að höndla með áfengi með vefverslun og engin mál því tengt séu til rannsóknar hjá lögreglu. Löngu sé tímabært að taka til í lögum er þetta varðar.vísir/vilhelm Hitt snýr að því að kveða á um það í lögum að heimabruggun sé leyfileg. „Það kom mörgum á óvart, og svei mér þá mér líka. að það væri bannað samkvæmt lögum að brugga sér vín til heimabruggs úr berjarunnanum sínum, á léttu víni.“ Jón vill hreinsa til í þessu enda hafi það verið stundað um langt skeið að menn bruggi heima fyrir. Og til er búnaður í verslunum til þess og hefur lengi verið. „Okkur þótti ástæða til að afnema þetta bann við heimabruggi úr lögum og heimila það með takmörkunum. Það mál fór í gegnum ríkisstjórn og situr fast í þingflokki Vinstri grænna og hefur ekki náð inn á þingið.“ Forræðishyggjan gjósi upp þegar áfengið er annars vegar Jón segir að um með lögum um brugghús hafi hann haft væntingar um að hægt væri að ná skynsamlegri lendingu í þessum efnum en allt kemur fyrir ekki. Og það sé vissulega svo að ólög ali á óvirðingu fyrir þeim lögum sem eigi rétt á sér. „Það er bara svoleiðis. Að mínu mati er nauðsynlegt að vinna að einhverri sátt, að frekari vinnslu í þessum málum og við munum reyna að undirbúa þetta mál fyrir næsta vetur.“ Jón segir um að ræða mál þar sem jafnvel mismunandi sjónarmið inni í þingflokkunum, þetta gangi þvert á flokkspólitískar línur og því nauðsynlegt að láta reyna á vilja þingsins. hann furðar sig jafnframt á því hversu staðir stjórnmálamenn annarra flokka vilja reynast í þessum efnum. Eins og þeir sjái rautt. „Þetta hefur þvælst fyrir okkur lengi. Ég hef nú setið á þingi í 16 ár og ég held að þetta áfengismál hafi komið frá okkur Sjálfstæðismönnum sem þingmannamál nánast á hverju einasta þingi. En árangurinn er rýr og birtist okkur svona núna.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira