Hitti forsetann sinn óvænt við Hallgrímskirkju Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2023 17:00 Katerina ásamt Pavel við Hallgrímskirkju. Katerina Supikova Hin tékkneska Katerina Supikova hitti óvænt forseta Tékklands, Petr Pavel, þegar hún var að vinna á Kaffi Loka í miðbæ Reykjavíkur í gær. Kíkti forsetinn í kaffi til hennar en hún segir að þarna hafi hún upplifað kyngimagnaða stund. Katerina var á vakt á Kaffi Loka við Lokastíg í Reykjavík í gær þegar hún sá nokkra bíla aka í átt að Hallgrímskirkju. Fyrr um daginn hafði hún grínast við vinnufélaga sinn um hversu fyndið það væri ef hún myndi fá að hitta forseta Tékklands, Petr Pavel, á meðan hann væri staddur hér á landi vegna leiðtogafundarins í Hörpu. „Þeir fóru úr bílunum og ég var að fylgjast með þeim. Þá sá ég hann. Hann er nýr, hann var kosinn í mars og ég kaus hann. Þannig ég vissi hvernig hann lítur út. Ég hljóp út og tók mynd með honum og heilsaði honum. Sagði honum að mér þætti það frábært að hann væri hérna. Það kom honum á óvart að hitta Tékka. Það er fullt af pólsku fólki hér en ekki mikið af Tékkum,“ segir Katerina í samtali við fréttastofu. Katerina að færa Petr Pavel, forseta Tékklands, kaffibolla.Katerina Supikova Hún og Pavel ræddu saman um skamma stund áður en hún bauð forsetanum að koma á Kaffi Loka og fá kaffi. Hann sagðist ætla að skoða málið þegar hann væri búinn í Hallgrímskirkju. „Svo tuttugu mínútum síðar kom hann með öllum lífvörðunum sínum og starfsmönnum. Þetta voru svona tíu manns. Það var svo mikill heiður að fá að gera kaffi fyrir hann. Svo skrifaði hann í gestabókina okkar. Hann óskaði mér alls hins besta. Þetta var svo frábært, þetta er eitthvað sem þú gætir aldrei nokkurn tímann búist við. Ég hefði annars aldrei getað hitt hann. Hann er oftast í Prag en ég bjó í bæ mun norðar,“ segir Katerina. Petr Pavel alsæll með kaffibollann á Kaffi Loka. Við hlið hans stendur einn af lífvörðum hans. Katerina Supikova Sagði hún forsetanum frá því að það væri önnur tékknesk stelpa að vinna með henni á kaffihúsinu. Kom það honum mjög á óvart. „Hann var að spyrja hvort við myndum flytja aftur til Tékklands. Við sögðum honum að það væri ekki planið þrátt fyrir að hann væri frábær forseti,“ segir Katerina og hlær. Tékkland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hallgrímskirkja Reykjavík Tengdar fréttir Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Yfirburðasigur hershöfðingjans í Tékklandi Petr Pavel, fyrrverandi NATO hershöfðingi og háttsettur starfsmaður tékkneska hersins, hefur verið kjörinn forseti Tékklands. Pavel hlaut 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Andrej Babiš fyrrverandi forsætisráðherra, laut í lægra haldi með tæp 43 prósent. 28. janúar 2023 18:29 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Katerina var á vakt á Kaffi Loka við Lokastíg í Reykjavík í gær þegar hún sá nokkra bíla aka í átt að Hallgrímskirkju. Fyrr um daginn hafði hún grínast við vinnufélaga sinn um hversu fyndið það væri ef hún myndi fá að hitta forseta Tékklands, Petr Pavel, á meðan hann væri staddur hér á landi vegna leiðtogafundarins í Hörpu. „Þeir fóru úr bílunum og ég var að fylgjast með þeim. Þá sá ég hann. Hann er nýr, hann var kosinn í mars og ég kaus hann. Þannig ég vissi hvernig hann lítur út. Ég hljóp út og tók mynd með honum og heilsaði honum. Sagði honum að mér þætti það frábært að hann væri hérna. Það kom honum á óvart að hitta Tékka. Það er fullt af pólsku fólki hér en ekki mikið af Tékkum,“ segir Katerina í samtali við fréttastofu. Katerina að færa Petr Pavel, forseta Tékklands, kaffibolla.Katerina Supikova Hún og Pavel ræddu saman um skamma stund áður en hún bauð forsetanum að koma á Kaffi Loka og fá kaffi. Hann sagðist ætla að skoða málið þegar hann væri búinn í Hallgrímskirkju. „Svo tuttugu mínútum síðar kom hann með öllum lífvörðunum sínum og starfsmönnum. Þetta voru svona tíu manns. Það var svo mikill heiður að fá að gera kaffi fyrir hann. Svo skrifaði hann í gestabókina okkar. Hann óskaði mér alls hins besta. Þetta var svo frábært, þetta er eitthvað sem þú gætir aldrei nokkurn tímann búist við. Ég hefði annars aldrei getað hitt hann. Hann er oftast í Prag en ég bjó í bæ mun norðar,“ segir Katerina. Petr Pavel alsæll með kaffibollann á Kaffi Loka. Við hlið hans stendur einn af lífvörðum hans. Katerina Supikova Sagði hún forsetanum frá því að það væri önnur tékknesk stelpa að vinna með henni á kaffihúsinu. Kom það honum mjög á óvart. „Hann var að spyrja hvort við myndum flytja aftur til Tékklands. Við sögðum honum að það væri ekki planið þrátt fyrir að hann væri frábær forseti,“ segir Katerina og hlær.
Tékkland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hallgrímskirkja Reykjavík Tengdar fréttir Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Yfirburðasigur hershöfðingjans í Tékklandi Petr Pavel, fyrrverandi NATO hershöfðingi og háttsettur starfsmaður tékkneska hersins, hefur verið kjörinn forseti Tékklands. Pavel hlaut 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Andrej Babiš fyrrverandi forsætisráðherra, laut í lægra haldi með tæp 43 prósent. 28. janúar 2023 18:29 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38
Yfirburðasigur hershöfðingjans í Tékklandi Petr Pavel, fyrrverandi NATO hershöfðingi og háttsettur starfsmaður tékkneska hersins, hefur verið kjörinn forseti Tékklands. Pavel hlaut 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Andrej Babiš fyrrverandi forsætisráðherra, laut í lægra haldi með tæp 43 prósent. 28. janúar 2023 18:29