Trans Ísland fær mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. maí 2023 13:15 Ólöf Bjarki Antons, formaður Trans Ísland, tekur við mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar í Höfða frá Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra. Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti í dag Ólöfu Bjarka Antons formanni samtakanna Trans Ísland mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2023 en samtökin hafa barist fyrir réttindum trans fólks á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að verðlaunin séu veitt árlega til einstaklinga, hópa, félagasamtaka eða stofnana sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. Verðlaunin voru veitt í Höfða í dag 19. maí, en mannréttindadagur Reykjavíkurborgar er 16. maí og segir í tilkynningu borgarinnar að markmið dagsins sé að vekja athygli á mannréttindum borgarbúa og mannréttindastefnu borgarinnar. Það var mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð sem samþykkti á fundi sínum þann 15. maí að Trans Ísland hlyti verðlaunin. Í efri röð frá vinstri: Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Reyn Alpha, Elías Rúni og Andie Sophia Fontaine, í stjórn Trans Ísland. Í neðri röð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ólöf Bjarki Antons formaður Trans Ísland.Reykjavíkurborg Hafi valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks Handhafi verðlaunanna hlýtur að launum 600.000 þúsund krónur. Í rökstuðningi valnefndar segir að félagið hafi frá árinu 2007 barist fyrir réttindum trans fólks. Félagið hafi með starfi sínu valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks á kynjajafnrétti. Í gegnum árin hafi félagið staðið fyrir umfangsmikilli fræðslu til almennings um málefni trans fólks og unnið faglega með stjórnvöldum til að tryggja kynrænt sjálfræði og treysta réttindi allra kynja. Trans Ísland vinni náið með almannaheillasamtökum hér á landi og erlendis gegn vaxandi hatri í garð trans fólks sem og alls hinsegin fólks. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra frá verðlaunaafhendingunni að það væri afar mikilvægt að öll fengju notið mannréttinda. Borgin vinni stöðugt að því að styrkja og standa vörð um þá hópa sem eru berskjaldaðir í samfélaginu, og vill tryggja að öll fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á, og halda ávallt mannréttindum á lofti. Áður hafa hlotið mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar: Alþjóðahús 2008Rauði Kross Íslands 2009Blátt áfram 2010Hinsegin dagar 2011List án landamæra 2012Kvennaathvarfið 2013Geðhjálp 2014Frú Ragnheiður 2015Þórunn Ólafsdóttir 2016Með okkar augum 2017Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi -W.O.M.E.N. Á Íslandi 2018Móðurmál – Association of Bilingualism 2019Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi 2020Rótin, félag um konur áföll og vímugjafa 2021Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt 2022Trans Ísland 2023 Reykjavík Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að verðlaunin séu veitt árlega til einstaklinga, hópa, félagasamtaka eða stofnana sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um mannréttindi. Verðlaunin voru veitt í Höfða í dag 19. maí, en mannréttindadagur Reykjavíkurborgar er 16. maí og segir í tilkynningu borgarinnar að markmið dagsins sé að vekja athygli á mannréttindum borgarbúa og mannréttindastefnu borgarinnar. Það var mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð sem samþykkti á fundi sínum þann 15. maí að Trans Ísland hlyti verðlaunin. Í efri röð frá vinstri: Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Reyn Alpha, Elías Rúni og Andie Sophia Fontaine, í stjórn Trans Ísland. Í neðri röð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ólöf Bjarki Antons formaður Trans Ísland.Reykjavíkurborg Hafi valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks Handhafi verðlaunanna hlýtur að launum 600.000 þúsund krónur. Í rökstuðningi valnefndar segir að félagið hafi frá árinu 2007 barist fyrir réttindum trans fólks. Félagið hafi með starfi sínu valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks á kynjajafnrétti. Í gegnum árin hafi félagið staðið fyrir umfangsmikilli fræðslu til almennings um málefni trans fólks og unnið faglega með stjórnvöldum til að tryggja kynrænt sjálfræði og treysta réttindi allra kynja. Trans Ísland vinni náið með almannaheillasamtökum hér á landi og erlendis gegn vaxandi hatri í garð trans fólks sem og alls hinsegin fólks. Haft er eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra frá verðlaunaafhendingunni að það væri afar mikilvægt að öll fengju notið mannréttinda. Borgin vinni stöðugt að því að styrkja og standa vörð um þá hópa sem eru berskjaldaðir í samfélaginu, og vill tryggja að öll fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á, og halda ávallt mannréttindum á lofti. Áður hafa hlotið mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar: Alþjóðahús 2008Rauði Kross Íslands 2009Blátt áfram 2010Hinsegin dagar 2011List án landamæra 2012Kvennaathvarfið 2013Geðhjálp 2014Frú Ragnheiður 2015Þórunn Ólafsdóttir 2016Með okkar augum 2017Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi -W.O.M.E.N. Á Íslandi 2018Móðurmál – Association of Bilingualism 2019Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi 2020Rótin, félag um konur áföll og vímugjafa 2021Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt 2022Trans Ísland 2023
Reykjavík Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira