Þetta varð ljóst eftir þriggja marka sigur liðsins á Wisla Plock, 27-24. Liðin enda því með sama stigafjölda að loknum 26 umferðum en Kielce er hins vegar með töluvert betra markahlutfell sem og betri árangur úr innbyrðis viðureignum.
Það hefur gengið á ýmsu hjá Kielce á yfirstandandi tímabili. Lengi vel var útlitið mjög dökkt fyrir framtíð félagsins vegna mikilla fjárhagsvandræða þess en undir lok síðasta mánaðar náðust samningar við nýjan aðalstyrktaraðila félagsins.
Haukur Þrastarson hefur verið meiddur undanfarna mánuði eftir að hann sleit krossband í hné í desember á síðasta ári.
Leikmaðurinn knái var hins vegar mættur á verðlaunapallinn í dag, ásamt liðsfélögum sínum, eftir leik Kielce og Wisla.
Kielce hefur nú orðið pólskur meistari tuttugu sinnum.
Kielce did it again! They are Polish champions for the 20th time after an intensive match which Alex CLUTCHbaev of course decided.
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 21, 2023
Huge respect to Plock for a great season and a really good match.#handball pic.twitter.com/FvsiN7uEe6