Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. maí 2023 08:01 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Arnar Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mætti á leiðtogafund G-7-ríkjanna í Hiroshima í Japan um helgina. Á fundinum var meðal annars ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum. Stærstu tíðindin, sem Selenskí hefur sagt „söguleg,“ er loforð Bandaríkjamanna um þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 orrustuþotur. Rússar vara Vesturlönd við að senda Úkraínumönnum orrustuþoturnar, en hingað til höfðu ráðamenn á Vesturlöndum ekki viljað senda sams konar herþotur til Úkraínu. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur leiðtogafundinn hafa verið mikilvægan. „Þessir fundir eru alltaf mikilvægir, sérstaklega þar sem hann kemur aftur heim með loforð um áframhaldandi stuðning: Fjárhagslegan, efnahagslegan, siðferðilegan og aðallega hernaðarlegan. Stóra fréttin er kannski sú að þeim verður núna leyft að fá F-16 orrustuþotur einhvern tímann á næstu mánuðum. Og það eru töluverð tíðindi, kannski stóru tíðindin hvað vopnastuðning varðar.“ Friðrik segir að taka þurfi yfirlýsingum af gengi hersveita í innrásinni með fyrirvara. Borgin Bakhmut hefur verið mjög umtöluð en Wagner-liðar Rússa héldu því fram fyrir helgi að þeir hafi náð yfirráðum í bænum. Selenskí vísaði því alfarið á bug. Í bænum væri ekkert eftir nema eyðilegging og fallnir rússneskir hermenn. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ „[Bakhmut] skiptir máli, sérstaklega fyrir Rússa, varðandi sókn vestur. Og því hafa Úkraínumenn tekið þá ákvörðun að neita þeim um að ná borginni og nærliggjandi svæðum. Það hefur gengið ágætlega. Ég myndi taka með fyrirvara í raun öllum tíðindum frá Bakhmut. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Prigozhin [rússneskur auðjöfur sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“] lýsir því yfir að hafa náð borginni á sitt vald.“ Friðrik segir að Úkraínumenn hafi nýtt þessa miklu áherslu Rússa á borgina til að draga þangað frekara herlið og búnað frá Rússum, jafnvel í eins konar gildru. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið við Friðik í heild sinni hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mætti á leiðtogafund G-7-ríkjanna í Hiroshima í Japan um helgina. Á fundinum var meðal annars ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum. Stærstu tíðindin, sem Selenskí hefur sagt „söguleg,“ er loforð Bandaríkjamanna um þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 orrustuþotur. Rússar vara Vesturlönd við að senda Úkraínumönnum orrustuþoturnar, en hingað til höfðu ráðamenn á Vesturlöndum ekki viljað senda sams konar herþotur til Úkraínu. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur leiðtogafundinn hafa verið mikilvægan. „Þessir fundir eru alltaf mikilvægir, sérstaklega þar sem hann kemur aftur heim með loforð um áframhaldandi stuðning: Fjárhagslegan, efnahagslegan, siðferðilegan og aðallega hernaðarlegan. Stóra fréttin er kannski sú að þeim verður núna leyft að fá F-16 orrustuþotur einhvern tímann á næstu mánuðum. Og það eru töluverð tíðindi, kannski stóru tíðindin hvað vopnastuðning varðar.“ Friðrik segir að taka þurfi yfirlýsingum af gengi hersveita í innrásinni með fyrirvara. Borgin Bakhmut hefur verið mjög umtöluð en Wagner-liðar Rússa héldu því fram fyrir helgi að þeir hafi náð yfirráðum í bænum. Selenskí vísaði því alfarið á bug. Í bænum væri ekkert eftir nema eyðilegging og fallnir rússneskir hermenn. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ „[Bakhmut] skiptir máli, sérstaklega fyrir Rússa, varðandi sókn vestur. Og því hafa Úkraínumenn tekið þá ákvörðun að neita þeim um að ná borginni og nærliggjandi svæðum. Það hefur gengið ágætlega. Ég myndi taka með fyrirvara í raun öllum tíðindum frá Bakhmut. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Prigozhin [rússneskur auðjöfur sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“] lýsir því yfir að hafa náð borginni á sitt vald.“ Friðrik segir að Úkraínumenn hafi nýtt þessa miklu áherslu Rússa á borgina til að draga þangað frekara herlið og búnað frá Rússum, jafnvel í eins konar gildru. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið við Friðik í heild sinni hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49
Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49
Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00