Velferðarmálin efst á forgangslista raunsærrar Samfylkingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2023 12:47 Jóhann Páll segir Samfylkingarfólk ekki kippa sér upp við gagnrýni frá Viðreisn eða Sjálfstæðisflokknum. „Samfylkingin hefur gjörbreytt sinni forgangsröðun eftir að Kristrún Frostadóttir varð formaður flokksins og við erum bara mjög raunsæ á Evrópumálin,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar um gagnrýni Sigmars Guðmundssonar á afstöðu flokksins. Sigmar, þingmaður Viðreisnar, reit aðsenda grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann sakaði Kristrúnu um að endurtaka kunnulegt stef úr Valhöll um að Evrópumálin væru ekki á dagskrá. Jóhann Páll segist fagna því að Sigmar og Viðreisn vilji halda Evrópumálunum á lofti en önnur mál séu ofarlegar á lista núna hjá Samfylkingunni. „Aðalmálið núna er að Samfylkingin vill sameina þjóðina um velferðarmálin,“ segir Jóhann Páll. „Það sem Viðreisn og Valhöll skilja ekki er að Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur. Við leggju ofuráherslu á eflingu velferðarkerfisins; heilbrigðismálin, almannatryggingar. Sameina þjóðina um þessi brýnu verkefni sem er hægt að ráðast í tafarlaust. Verkefni sem við getum skilað af okkur strax á næsta kjörtímabili.“ Jóhann Páll segir Sigmar virðast upptekinn af skoðanakönnunum um afstöðu fólks til Evrópusambandsaðildar en það liggi fyrir Samfylkingunni að koma hreint og beint fram við fólk og gefa því skýran valkost. Evrópusambandsaðild sé ekki eitthvað sem sé að fara að gerast á næstunni og þá segist hann aðspurður ekki telja að annar gjaldmiðill sé töfralausn við verðbólgunni og efnahagsvandanum sem Íslendingar glíma við núna. „Það er kannski ekkert nýtt að við séum ekki með sömu nálgun í Evrópumálunum,“ segir Jóhann Páll um ólíka afstöðu Samfylkingarinnar og Viðreisnar, sem báðir hafa talað fyrir aðild að Evrópusambandinu. „Fyrir nokkrum árum vildi Viðreisn til dæmis taka upp svokallað myntráð; það er eitthvað sem ég er alveg innilega ósammála. Og fyrir síðustu kosningar töluðu þau fyrir samningsbundinni fastgengisstefnu, með samningi við evrópska seðlabankann. Það er algjörlega óraunhæft.“ Jóhann Páll ítrekar að hann fagni því þó að Viðreisn sé nú að tala fyrir fullri aðild að Evrópusambandinu. „Það er okkur algjörlega að meinalausu að þau og Valhöll séu að skensast í okkur, við höldum bara okkar striki,“ segir hann. Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Alþingi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Sigmar, þingmaður Viðreisnar, reit aðsenda grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann sakaði Kristrúnu um að endurtaka kunnulegt stef úr Valhöll um að Evrópumálin væru ekki á dagskrá. Jóhann Páll segist fagna því að Sigmar og Viðreisn vilji halda Evrópumálunum á lofti en önnur mál séu ofarlegar á lista núna hjá Samfylkingunni. „Aðalmálið núna er að Samfylkingin vill sameina þjóðina um velferðarmálin,“ segir Jóhann Páll. „Það sem Viðreisn og Valhöll skilja ekki er að Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur. Við leggju ofuráherslu á eflingu velferðarkerfisins; heilbrigðismálin, almannatryggingar. Sameina þjóðina um þessi brýnu verkefni sem er hægt að ráðast í tafarlaust. Verkefni sem við getum skilað af okkur strax á næsta kjörtímabili.“ Jóhann Páll segir Sigmar virðast upptekinn af skoðanakönnunum um afstöðu fólks til Evrópusambandsaðildar en það liggi fyrir Samfylkingunni að koma hreint og beint fram við fólk og gefa því skýran valkost. Evrópusambandsaðild sé ekki eitthvað sem sé að fara að gerast á næstunni og þá segist hann aðspurður ekki telja að annar gjaldmiðill sé töfralausn við verðbólgunni og efnahagsvandanum sem Íslendingar glíma við núna. „Það er kannski ekkert nýtt að við séum ekki með sömu nálgun í Evrópumálunum,“ segir Jóhann Páll um ólíka afstöðu Samfylkingarinnar og Viðreisnar, sem báðir hafa talað fyrir aðild að Evrópusambandinu. „Fyrir nokkrum árum vildi Viðreisn til dæmis taka upp svokallað myntráð; það er eitthvað sem ég er alveg innilega ósammála. Og fyrir síðustu kosningar töluðu þau fyrir samningsbundinni fastgengisstefnu, með samningi við evrópska seðlabankann. Það er algjörlega óraunhæft.“ Jóhann Páll ítrekar að hann fagni því þó að Viðreisn sé nú að tala fyrir fullri aðild að Evrópusambandinu. „Það er okkur algjörlega að meinalausu að þau og Valhöll séu að skensast í okkur, við höldum bara okkar striki,“ segir hann.
Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Alþingi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira