„Finnur ekki betri gæja og því var ógeðslega erfitt að eiga þetta samtal“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2023 12:30 Birgir Steinn Jónsson var með 5,7 mörk og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Gróttu í Olís deild karla á þessu tímabili. Vísir/Vilhelm Birgir Steinn Jónsson spilar ekki með Gróttu í Olís deild karla í handbolta næsta vetur því hann hefur samið við bikarmeistara Aftureldingar. Hann ræddi ákvörðunina og samtals hans við Róbert Gunnarsson. Birgir Steinn hafði reyndar skoðað að spila erlendis næsta vetur en valdi það að vera áfram í Olís deildinni. En af hverju Afturelding? Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar tvö og hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið. Gerðist allt mjög hratt „Þetta gerðist í rauninni mjög hratt allt saman. Ég frétti af áhuga frá Aftureldingu og leist hrikalega vel á það. Þeir eru búnir að vera í miklum uppgangi í vetur, ríkjandi bikarmeistarar og rétt detta út í undanúrslitunum á móti Haukunum. Það er hrikalega spennandi verkefni í Mosfellsbænum,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. Birgir kveður nú Gróttu þar sem hann hefur orðið að stjörnu með frammistöðu sinni í Olís deildinni. „Það er hrikalega erfitt. Ég er búinn að eiga frábæra tíma í Gróttu og eignast frábæra vini enda að spila með mörgum af mínum bestu vinum. Það er ógeðslega erfitt að kveðja það en um leið spennandi að stökkva á ný tækifæri og prófa eitthvað nýtt,“ sagði Birgir Steinn. Samtalið við Robba Birgir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Gróttu en þurfti að hringja í Róbert Gunnarsson, þjálfara liðsins, og segja að hann vildi fara í Mosfellsbæinn. Hvernig var að taka samtalið við Róbert. „Það var ógeðslega erfitt. Robbi eins og ég hef sagt við alla sem hafa talað við mig um Robba. Toppmaður og frábær þjálfari. Hann er búinn að koma með alvöru anda inn í liðið. Þú finnur ekki betri gæja og því var ógeðslega erfitt að eiga þetta samtal við hann og aðstoðarþjálfarana,“ sagði Birgir. Birgir segir að hann og Róbert hafi skilið sáttir en auðvitað geri hann sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir Gróttuliðið að hann sé að fara. Áhugi frá fleiri félögum „Það var einhver áhugi frá öðrum liðum hérna heima en á endanum var það ákveðið að fara til Aftureldingar eftir að ég átti samtalið við Gunna Magg,“ sagði Birgir. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Birgi Stein Olís-deild karla Afturelding Grótta Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Birgir Steinn hafði reyndar skoðað að spila erlendis næsta vetur en valdi það að vera áfram í Olís deildinni. En af hverju Afturelding? Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar tvö og hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið. Gerðist allt mjög hratt „Þetta gerðist í rauninni mjög hratt allt saman. Ég frétti af áhuga frá Aftureldingu og leist hrikalega vel á það. Þeir eru búnir að vera í miklum uppgangi í vetur, ríkjandi bikarmeistarar og rétt detta út í undanúrslitunum á móti Haukunum. Það er hrikalega spennandi verkefni í Mosfellsbænum,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. Birgir kveður nú Gróttu þar sem hann hefur orðið að stjörnu með frammistöðu sinni í Olís deildinni. „Það er hrikalega erfitt. Ég er búinn að eiga frábæra tíma í Gróttu og eignast frábæra vini enda að spila með mörgum af mínum bestu vinum. Það er ógeðslega erfitt að kveðja það en um leið spennandi að stökkva á ný tækifæri og prófa eitthvað nýtt,“ sagði Birgir Steinn. Samtalið við Robba Birgir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Gróttu en þurfti að hringja í Róbert Gunnarsson, þjálfara liðsins, og segja að hann vildi fara í Mosfellsbæinn. Hvernig var að taka samtalið við Róbert. „Það var ógeðslega erfitt. Robbi eins og ég hef sagt við alla sem hafa talað við mig um Robba. Toppmaður og frábær þjálfari. Hann er búinn að koma með alvöru anda inn í liðið. Þú finnur ekki betri gæja og því var ógeðslega erfitt að eiga þetta samtal við hann og aðstoðarþjálfarana,“ sagði Birgir. Birgir segir að hann og Róbert hafi skilið sáttir en auðvitað geri hann sér grein fyrir því að það væri erfitt fyrir Gróttuliðið að hann sé að fara. Áhugi frá fleiri félögum „Það var einhver áhugi frá öðrum liðum hérna heima en á endanum var það ákveðið að fara til Aftureldingar eftir að ég átti samtalið við Gunna Magg,“ sagði Birgir. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Birgi Stein
Olís-deild karla Afturelding Grótta Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti