Fleiri sýningar í gamla vaxta sirkusnum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 24. maí 2023 14:30 Stóra spurningin eftir 1,25% stýrivaxtahækkun og þrettándu hækkunina í röð er þessi: Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að berjast gegn svipaðri verðbólgu og annars staðar? Svarið er: Gjaldmiðillinn okkar. Það er pólitísk ákvörðun að halda sig við krónuna. Sá sem heldur því fram að hann berjist fyrir hagsmunum fólksins í landinu en stendur engu að síður vörð um gjaldmiðilinn er ekki sjálfum sér samkvæmur. Staðreyndin er nefnilega sú að það er nákvæmlega ekkert sem mælir með krónunni fyrir venjulegt fólk í landinu. Eitt stærsta velferðarmálið fyrir fólkið í landinu er að reyna að komast út úr þessum vítahring krónunnar. Að stjórnmálin hafi þrek til að gera meira en að bregðast alltaf bara við til skemmri tíma og fari að horfa fram á veginn. Fara í það að gera betur fyrir fólkið í landinu. Á þessu ári munu fleiri einstaklingar bætast í hóp þeirra sem taka höggið af háum vöxtum á sig þegar um 4500 heimili verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta. Og enn annar hópur missir skjól fastra vaxta á næsta ári. Þessara heimila bíða miklar vaxtahækkanir sem auðvitað hafa áhrif á afkomu þessara fjölskyldna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á dögunum metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og að vextir munu hækka enn frekar. Í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Stjórnvöld geta tekið þátt í því að kæla verðbólguna núna og verða að gera það. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2023 lagði Viðreisn einmitt fram tillögur í þá veruna. Þá lögðum við ein fram hagræðingartillögur, við lögðum til að farið yrði í að greiða niður skuldir um 20 milljarða á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Og síðast en ekki síst þá lögðum við fram tillögur um að verja ungt fólk og barnafjölskyldur í gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslum barnabóta. Þessum tillögum Viðreisnar var því miður hafnað. Verðbólgan er alltaf þyngst fyrir þau sem minnst höfðu fyrir. Þess vegna er það ömurlegur dómur yfir stjórnvöldum að gera ekkert til að ráðast gegn verðbólgunni. Þegar ríkisstjórnin velur að gera ekkert til að kæla verðbólgu halda vextir áfram að hækka. Svo einfalt er það. Vaxtatækið er hins vegar miklu grimmara verkfæri vegna þess að það fer þvert yfir allt samfélagið og ekki er hægt að stýra högginu. Hækkanir á vöxtum bíta ungt fólk núna mjög fast. Þeim sem festu nýlega kaup á fasteign á meðan á þeim dundu auglýsingar um lágvaxtalandið Ísland. Ríkisstjórnin þarf að vakna og létta undir með seðlabankastjóra í að koma böndum á verðbólgu með tiltekt í ríkisfjármálunum og lækka þannig reikninga í heimilisbókhaldi venjulegs fólks. Svo verður að horfa til framtíðar og taka á stóra undirliggjandi vandanum svo sýningarnar í íslenska vaxta sirkusinn haldi ekki bara áfram. Með sama gamla prógrammið. Þetta þarf nefnilega ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Stóra spurningin eftir 1,25% stýrivaxtahækkun og þrettándu hækkunina í röð er þessi: Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að berjast gegn svipaðri verðbólgu og annars staðar? Svarið er: Gjaldmiðillinn okkar. Það er pólitísk ákvörðun að halda sig við krónuna. Sá sem heldur því fram að hann berjist fyrir hagsmunum fólksins í landinu en stendur engu að síður vörð um gjaldmiðilinn er ekki sjálfum sér samkvæmur. Staðreyndin er nefnilega sú að það er nákvæmlega ekkert sem mælir með krónunni fyrir venjulegt fólk í landinu. Eitt stærsta velferðarmálið fyrir fólkið í landinu er að reyna að komast út úr þessum vítahring krónunnar. Að stjórnmálin hafi þrek til að gera meira en að bregðast alltaf bara við til skemmri tíma og fari að horfa fram á veginn. Fara í það að gera betur fyrir fólkið í landinu. Á þessu ári munu fleiri einstaklingar bætast í hóp þeirra sem taka höggið af háum vöxtum á sig þegar um 4500 heimili verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta. Og enn annar hópur missir skjól fastra vaxta á næsta ári. Þessara heimila bíða miklar vaxtahækkanir sem auðvitað hafa áhrif á afkomu þessara fjölskyldna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á dögunum metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og að vextir munu hækka enn frekar. Í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Stjórnvöld geta tekið þátt í því að kæla verðbólguna núna og verða að gera það. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2023 lagði Viðreisn einmitt fram tillögur í þá veruna. Þá lögðum við ein fram hagræðingartillögur, við lögðum til að farið yrði í að greiða niður skuldir um 20 milljarða á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Og síðast en ekki síst þá lögðum við fram tillögur um að verja ungt fólk og barnafjölskyldur í gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslum barnabóta. Þessum tillögum Viðreisnar var því miður hafnað. Verðbólgan er alltaf þyngst fyrir þau sem minnst höfðu fyrir. Þess vegna er það ömurlegur dómur yfir stjórnvöldum að gera ekkert til að ráðast gegn verðbólgunni. Þegar ríkisstjórnin velur að gera ekkert til að kæla verðbólgu halda vextir áfram að hækka. Svo einfalt er það. Vaxtatækið er hins vegar miklu grimmara verkfæri vegna þess að það fer þvert yfir allt samfélagið og ekki er hægt að stýra högginu. Hækkanir á vöxtum bíta ungt fólk núna mjög fast. Þeim sem festu nýlega kaup á fasteign á meðan á þeim dundu auglýsingar um lágvaxtalandið Ísland. Ríkisstjórnin þarf að vakna og létta undir með seðlabankastjóra í að koma böndum á verðbólgu með tiltekt í ríkisfjármálunum og lækka þannig reikninga í heimilisbókhaldi venjulegs fólks. Svo verður að horfa til framtíðar og taka á stóra undirliggjandi vandanum svo sýningarnar í íslenska vaxta sirkusinn haldi ekki bara áfram. Með sama gamla prógrammið. Þetta þarf nefnilega ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun