Össur styður Úkraínu enn frekar: „Við erum einbeitt í að leggja okkar af mörkum“ Máni Snær Þorláksson skrifar 24. maí 2023 17:36 Hér má sjá Svein Sölvason er hann ræðir við Sergei, úkraínskan hermann sem mun brátt fá stoðtæki og hefja endurhæfingu hjá Unbroken. Aðsend Össur hf. hefur undirritað rammasamkomulag um frekara samstarf við endurhæfingaspítala í Úkraínu. Gert er ráð fyrir að fjöldi hermanna og óbreyttra borgara sem þurfa á stoðtækjum að halda sé um tuttugu þúsund. Um er að ræða endurhæfingaspítalann Unbroken Medical Center sem staðsettur er í Lviv í Úkraínu. Í tilkynningu frá íslenska heilbrigðistæknifyrirtækinu segir að fjöldi aflimaðra í Úkraínu aukist dag frá degi sökum stríðsins sem þar geisar. Þá kemur fram að það sé mikil og vaxandi þörf fyrir stoðtækjalausnir og klíníska sérfræðinga sem geta þjálfað heilbrigðisstarfsfólk í Úkraínu og þjónustað sjúklinga. Össur hafi gefið stoðtæki og þjálfað á annan tug úkraínskra sérfræðinga í lausnum fyrirtækisins frá því stríðið hófst árið 2022. Samkomulagið sem skrifað var undir í dag undirstriki vilja beggja aðila að ganga enn lengra í að stofna til viðskiptasambands. Markmiðið sé að finna skilvirka leið til að útvega þjálfun og þjónusta fleiri sjúklinga með lausnum Össurar. Samkomulagið var undirritað að viðstöddum Andriy Sadovy borgarstjóra Lviv, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur forseta borgarstjórnar.Aðsend „Össur er eitt af fáum fyrirtækjum á heimsvísu sem hefur heildstæða þekkingu og lausnir sem geta skipt sköpum í því ástandi sem nú ríkir í Úkraínu,“ er haft eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar í tilkynningunni. „ Við erum einbeitt í að leggja okkar af mörkum við að byggja upp þá þjónustu sem þarf til að ná til þeirra fjölmörgu einstaklinga í Úkraínu sem þurfa á stoðtækjum og varanlegri endurhæfingu að halda.“ Forstjóri Össurar ásamt starfsfólki Unbroken endurhæfingaspítalans í LvivAðsend Össur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Reykvíkingar skipta Lviv inn fyrir Moskvu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur er nú staddur í Úkraínu en hann og Andriy Sadovyy borgarstjóri Lvív undirrituðu samkomulag um samvinnu borganna að viðstöddu fjölmenni í Ráðhúsinu í Lviv á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. maí 2023 16:27 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Um er að ræða endurhæfingaspítalann Unbroken Medical Center sem staðsettur er í Lviv í Úkraínu. Í tilkynningu frá íslenska heilbrigðistæknifyrirtækinu segir að fjöldi aflimaðra í Úkraínu aukist dag frá degi sökum stríðsins sem þar geisar. Þá kemur fram að það sé mikil og vaxandi þörf fyrir stoðtækjalausnir og klíníska sérfræðinga sem geta þjálfað heilbrigðisstarfsfólk í Úkraínu og þjónustað sjúklinga. Össur hafi gefið stoðtæki og þjálfað á annan tug úkraínskra sérfræðinga í lausnum fyrirtækisins frá því stríðið hófst árið 2022. Samkomulagið sem skrifað var undir í dag undirstriki vilja beggja aðila að ganga enn lengra í að stofna til viðskiptasambands. Markmiðið sé að finna skilvirka leið til að útvega þjálfun og þjónusta fleiri sjúklinga með lausnum Össurar. Samkomulagið var undirritað að viðstöddum Andriy Sadovy borgarstjóra Lviv, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur forseta borgarstjórnar.Aðsend „Össur er eitt af fáum fyrirtækjum á heimsvísu sem hefur heildstæða þekkingu og lausnir sem geta skipt sköpum í því ástandi sem nú ríkir í Úkraínu,“ er haft eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar í tilkynningunni. „ Við erum einbeitt í að leggja okkar af mörkum við að byggja upp þá þjónustu sem þarf til að ná til þeirra fjölmörgu einstaklinga í Úkraínu sem þurfa á stoðtækjum og varanlegri endurhæfingu að halda.“ Forstjóri Össurar ásamt starfsfólki Unbroken endurhæfingaspítalans í LvivAðsend
Össur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Reykvíkingar skipta Lviv inn fyrir Moskvu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur er nú staddur í Úkraínu en hann og Andriy Sadovyy borgarstjóri Lvív undirrituðu samkomulag um samvinnu borganna að viðstöddu fjölmenni í Ráðhúsinu í Lviv á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. maí 2023 16:27 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Reykvíkingar skipta Lviv inn fyrir Moskvu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur er nú staddur í Úkraínu en hann og Andriy Sadovyy borgarstjóri Lvív undirrituðu samkomulag um samvinnu borganna að viðstöddu fjölmenni í Ráðhúsinu í Lviv á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. maí 2023 16:27