Borðaklipping og nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2023 20:04 Skærin klár þegar Bergþóra og Sigurður Ingi klipptu á borðann í morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýr kafli var skrifaður í samgöngumál á Suðurlandi í dag þegar nýr vegarkafli á milli Hveragerðis og Selfoss var opnaður með borðaklippingu. Um ellefu þúsund bílar fara um veginn á hverjum sólarhring. Það var forstjóri Vegagerðarinnar og innviðaráðherra sem opnuðu þennan vegarkafla formlega með því að klippa á borða. Fornbíll var á staðnum og tvær rútur, ein gömul og ein splunkuný rafmagnsrúta til að leggja áherslu á þær breytingar, sem hafa átt sér stað í vega- og samgöngumálum landsins í gegnum árin. Nýi vegurinn er töluvert á undan áætlun en samkvæmt útboði átti hann að vera klár í september í haust. Fyrir utan breikkun vegarins voru akstursstefnu aðskildar með vegriði. Einnig hefur tengingum fækkað inn á veginn til muna en þær voru yfir tuttugu talsins en nú eru vegamót aðeins tvenn. Skærin á púðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg gríðarleg bót hér á vegamálum,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. „Þetta er gleðidagur, ég er alveg himinlifandi með þennan dag. Þessi vegur breytir náttúrulega greiðfærni og allt það en númer 1, 2 og 3 er þetta gríðarleg bót á umferðaröryggi á einum mesta umferðarvegi landsins í ört stækkandi byggðarlagi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. En nú eru margir sem velta því fyrir sér af hverju þetta er ekki 2+ 2 vegur? „Þetta er 2+2 vegur en við höfum hins vegar ekki gengið frá yfirborðinu nema 2+1 út af því að við ætluðum að nota þá peninga, sem út af stóðu í önnur mjög áríðandi verkefni,“ segir Bergþóra. Búið að klippa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera gaman að fylgjast með þessu verki. Það er faglega unnið og flott og fyrir tímann, snyrtilegt og glæsilegt mannvirki auðvitað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Það gerði góðan rigningarskúr við borðaklippinguna en fólk lét það ekki slá sig út af laginu. „Og hvenær kemur sumarið? „Ég held að það sé að byrja að glytta í það öðru hvoru en það hverfur alltaf aftur. En það kemur að lokum,“ segir Sigurður Ingi hlægjandi. Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi dómsmálaráðherra og Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri voru kát við athöfn dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ölfus Hveragerði Vegagerð Samgöngur Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Það var forstjóri Vegagerðarinnar og innviðaráðherra sem opnuðu þennan vegarkafla formlega með því að klippa á borða. Fornbíll var á staðnum og tvær rútur, ein gömul og ein splunkuný rafmagnsrúta til að leggja áherslu á þær breytingar, sem hafa átt sér stað í vega- og samgöngumálum landsins í gegnum árin. Nýi vegurinn er töluvert á undan áætlun en samkvæmt útboði átti hann að vera klár í september í haust. Fyrir utan breikkun vegarins voru akstursstefnu aðskildar með vegriði. Einnig hefur tengingum fækkað inn á veginn til muna en þær voru yfir tuttugu talsins en nú eru vegamót aðeins tvenn. Skærin á púðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg gríðarleg bót hér á vegamálum,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. „Þetta er gleðidagur, ég er alveg himinlifandi með þennan dag. Þessi vegur breytir náttúrulega greiðfærni og allt það en númer 1, 2 og 3 er þetta gríðarleg bót á umferðaröryggi á einum mesta umferðarvegi landsins í ört stækkandi byggðarlagi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. En nú eru margir sem velta því fyrir sér af hverju þetta er ekki 2+ 2 vegur? „Þetta er 2+2 vegur en við höfum hins vegar ekki gengið frá yfirborðinu nema 2+1 út af því að við ætluðum að nota þá peninga, sem út af stóðu í önnur mjög áríðandi verkefni,“ segir Bergþóra. Búið að klippa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera gaman að fylgjast með þessu verki. Það er faglega unnið og flott og fyrir tímann, snyrtilegt og glæsilegt mannvirki auðvitað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Það gerði góðan rigningarskúr við borðaklippinguna en fólk lét það ekki slá sig út af laginu. „Og hvenær kemur sumarið? „Ég held að það sé að byrja að glytta í það öðru hvoru en það hverfur alltaf aftur. En það kemur að lokum,“ segir Sigurður Ingi hlægjandi. Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi dómsmálaráðherra og Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri voru kát við athöfn dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ölfus Hveragerði Vegagerð Samgöngur Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira