Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna Ragnheiður Haraldsdóttir skrifar 28. maí 2023 07:01 Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Vísindamenn á Íslandi eru hluti af vísindasamfélagi á heimsvísu sem sinnir fjölbreyttum rannsóknum á vettvangi krabbameina. Vísindamenn beita margvíslegum aðferðum til að betri árangur náist; að krabbameinstilfellum fækki, að dauðsföllum af völdum krabbameina fækki og unnt sé að bæta lífsgæði þeirra sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra. Störf íslenska vísindafólksins eru mikilvæg, bæði sem hluti af uppbyggingu þekkingar á alþjóðavettvangi og einnig svo þekkja megi og vinna út frá innlendum upplýsingum sem varða t.d. útbreiðslu krabbameina hérlendis og árangur meðferða. Á síðustu áratugum hafa orðið stórkostlegar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina fyrir tilstilli krabbameinsrannsókna. Enn er þó langt í land. Stofnframlag Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var 250 milljónir og samanstóð af framlagi Krabbameinsfélagsins sjálfs, framlaga frá aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins auk þess sem minningarsjóðir Kristínar Björnsdóttur og Ingibjargar Johnsen runnu inn í sjóðinn. Frá stofnun sjóðsins hefur Krabbameinsfélagið, með öflugum stuðningi frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, styrkt sjóðinn um 229 milljónir til viðbótar. Stofnun Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var mikið heillaskref og Krabbameinsfélagið, með fólkinu í landinu, getur verið stolt af því að leggja lið því öfluga vísindafólki sem er að finna hér á landi og stuðla að frekari framförum, landsmönnum til heilla. Ragnheiður Haraldsdóttir er formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer) Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Sjá meira
Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Vísindamenn á Íslandi eru hluti af vísindasamfélagi á heimsvísu sem sinnir fjölbreyttum rannsóknum á vettvangi krabbameina. Vísindamenn beita margvíslegum aðferðum til að betri árangur náist; að krabbameinstilfellum fækki, að dauðsföllum af völdum krabbameina fækki og unnt sé að bæta lífsgæði þeirra sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra. Störf íslenska vísindafólksins eru mikilvæg, bæði sem hluti af uppbyggingu þekkingar á alþjóðavettvangi og einnig svo þekkja megi og vinna út frá innlendum upplýsingum sem varða t.d. útbreiðslu krabbameina hérlendis og árangur meðferða. Á síðustu áratugum hafa orðið stórkostlegar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina fyrir tilstilli krabbameinsrannsókna. Enn er þó langt í land. Stofnframlag Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var 250 milljónir og samanstóð af framlagi Krabbameinsfélagsins sjálfs, framlaga frá aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins auk þess sem minningarsjóðir Kristínar Björnsdóttur og Ingibjargar Johnsen runnu inn í sjóðinn. Frá stofnun sjóðsins hefur Krabbameinsfélagið, með öflugum stuðningi frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, styrkt sjóðinn um 229 milljónir til viðbótar. Stofnun Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins var mikið heillaskref og Krabbameinsfélagið, með fólkinu í landinu, getur verið stolt af því að leggja lið því öfluga vísindafólki sem er að finna hér á landi og stuðla að frekari framförum, landsmönnum til heilla. Ragnheiður Haraldsdóttir er formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer) Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er.
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar