Leggið við hlustir - það er kallað Jón Steindór Valdimarsson skrifar 28. maí 2023 09:00 Evrópuhreyfingin hefur fengið Maskínu til þess að gera kannanir um viðhorf Íslendinga til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og fleiri atriða sem henni tengjast. Fleiri kannanir verða gerðar í framtíðinni til þess að fylgjast með framvindu mála. Evrópuhreyfingin lítur svo á að nauðsynlegt sé að almenningur ráði för þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðild er stórt og mikilvægt mál sem ekki á að láta stjórnmálaflokkana eina um. Málið er stærra en stundarhagsmunir þeirra eða þras um myndun ríkisstjórnar á hverjum tíma. Evrópuhreyfingin hefur mótað sér þá stefnu, ekki síst í ljósi sögu Evrópumála hér á landi, að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, sú fyrri um að hefja viðræður að nýju og hin síðari um aðild á grundvelli aðildarsamnings. Þegar sú leið er farin verður að tryggja að stjórnmálaflokkar, ríkisstjórn og Alþingi virði og vinni samkvæmt þeim niðurstöðum. Þráður tekinn upp að nýju Það virðist víðtæk pólitísk sátt um að aðildarviðræður verði ekki teknar upp að nýju án þess að leggja það í dóm þjóðarinnar. Forsendur stjórnmálaflokkanna eru mismunandi fyrir þessari afstöðu og eins viðhorf þeirra til þess hvenær eða hvort slík atkvæðagreiðsla skuli fara fram. Ekki fer á milli mála að meirihluti þjóðarinnar og um leið meirihluti fylgjenda nær allra stjórnmálaflokkanna er hlynntur því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið.Maskína hefur í tvígang, í desember 2022 og apríl 2023, spurt eftirfarandi spurningar: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við ESB? Í bæði skiptin var niðurstaðan sú að mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en eru henni andvígir og glöggt sést að það er marktæk aukning meðal þeirra sem eru hlynntir og að sama skapi fækkun meðal þeirra sem eru andvígir eða hlutlausir (hvorki hlynntir né andvígir). Stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðsluna hefur vaxið verulega og andstaðan að sama skapi minnkað. Meirihlutinn er víða Mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en þeir sem eru andvígir og er þá sama hvort horft er til kyns, aldurs, búsetu eða menntunar. Þeir sem eru hlynntir eru á bilinu 50,5% til 66%, en andvígir á bilinu 13,3% til 24,6%. Loks eru þeir sem eru hlutlausir á bilinu 17,8% til 33,4%. Niðurstaðan er því sú að stuðningurinn er víðtækari og almennari en sumir vilja vera láta. Það blasir því við að þjóðin er síður en svo klofin í herðar niður. Hún vill útkljá hvort haldið skuli af stað að nýju eða ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu. Mestur munur innan stjórnmálaflokkanna Myndin sem blasir við þegar svör eru greind eftir stuðningi við stjórnmálaflokka sýnir meira bil á milli þeirra sem eru hlynntir og þeirra sem eru andvígur, bæði milli flokkanna og innan þeirra. Sjá má að stuðningsmenn í öllum flokkum nema einum eru hlynntari en þeir sem eru andvígir. Þá kemur í ljós að eftir því sem fleiri stuðningsmenn flokks eru andvígir virðast fleiri hlutlausir. Á hinn bóginn eru mun færri hlutlausir þegar flestir stuðningsmenn viðkomandi flokks eru jákvæðir. Listin að hlusta Vaxandi þungi hefur verið í Evrópuumræðunni undanfarin misseri og það er líka augljóst að fleiri og fleiri vilja taka af skarið um framhaldið með þjóðaratkvæði. Það gildir trúlega bæði um andstæðinga og fylgjendur aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar standa vissulega fyrir ákveðna stefnu og sjónarmið og berjast fyrir þeim málefnum og vilja koma þeim sem best til skila. Það er eðlilegt og sjálfsagt. Þeir verða þó á sama tíma að kunna listina að hlusta eftir kröfum almennings og hleypa honum að ákvörðunum þegar stórmál eiga í hlut. Það gildir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nú er tími til að hlusta. Vertu með og skráðu þig í Evrópuhreyfinguna á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Evrópuhreyfingin hefur fengið Maskínu til þess að gera kannanir um viðhorf Íslendinga til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og fleiri atriða sem henni tengjast. Fleiri kannanir verða gerðar í framtíðinni til þess að fylgjast með framvindu mála. Evrópuhreyfingin lítur svo á að nauðsynlegt sé að almenningur ráði för þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðild er stórt og mikilvægt mál sem ekki á að láta stjórnmálaflokkana eina um. Málið er stærra en stundarhagsmunir þeirra eða þras um myndun ríkisstjórnar á hverjum tíma. Evrópuhreyfingin hefur mótað sér þá stefnu, ekki síst í ljósi sögu Evrópumála hér á landi, að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, sú fyrri um að hefja viðræður að nýju og hin síðari um aðild á grundvelli aðildarsamnings. Þegar sú leið er farin verður að tryggja að stjórnmálaflokkar, ríkisstjórn og Alþingi virði og vinni samkvæmt þeim niðurstöðum. Þráður tekinn upp að nýju Það virðist víðtæk pólitísk sátt um að aðildarviðræður verði ekki teknar upp að nýju án þess að leggja það í dóm þjóðarinnar. Forsendur stjórnmálaflokkanna eru mismunandi fyrir þessari afstöðu og eins viðhorf þeirra til þess hvenær eða hvort slík atkvæðagreiðsla skuli fara fram. Ekki fer á milli mála að meirihluti þjóðarinnar og um leið meirihluti fylgjenda nær allra stjórnmálaflokkanna er hlynntur því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið.Maskína hefur í tvígang, í desember 2022 og apríl 2023, spurt eftirfarandi spurningar: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við ESB? Í bæði skiptin var niðurstaðan sú að mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en eru henni andvígir og glöggt sést að það er marktæk aukning meðal þeirra sem eru hlynntir og að sama skapi fækkun meðal þeirra sem eru andvígir eða hlutlausir (hvorki hlynntir né andvígir). Stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðsluna hefur vaxið verulega og andstaðan að sama skapi minnkað. Meirihlutinn er víða Mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en þeir sem eru andvígir og er þá sama hvort horft er til kyns, aldurs, búsetu eða menntunar. Þeir sem eru hlynntir eru á bilinu 50,5% til 66%, en andvígir á bilinu 13,3% til 24,6%. Loks eru þeir sem eru hlutlausir á bilinu 17,8% til 33,4%. Niðurstaðan er því sú að stuðningurinn er víðtækari og almennari en sumir vilja vera láta. Það blasir því við að þjóðin er síður en svo klofin í herðar niður. Hún vill útkljá hvort haldið skuli af stað að nýju eða ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu. Mestur munur innan stjórnmálaflokkanna Myndin sem blasir við þegar svör eru greind eftir stuðningi við stjórnmálaflokka sýnir meira bil á milli þeirra sem eru hlynntir og þeirra sem eru andvígur, bæði milli flokkanna og innan þeirra. Sjá má að stuðningsmenn í öllum flokkum nema einum eru hlynntari en þeir sem eru andvígir. Þá kemur í ljós að eftir því sem fleiri stuðningsmenn flokks eru andvígir virðast fleiri hlutlausir. Á hinn bóginn eru mun færri hlutlausir þegar flestir stuðningsmenn viðkomandi flokks eru jákvæðir. Listin að hlusta Vaxandi þungi hefur verið í Evrópuumræðunni undanfarin misseri og það er líka augljóst að fleiri og fleiri vilja taka af skarið um framhaldið með þjóðaratkvæði. Það gildir trúlega bæði um andstæðinga og fylgjendur aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar standa vissulega fyrir ákveðna stefnu og sjónarmið og berjast fyrir þeim málefnum og vilja koma þeim sem best til skila. Það er eðlilegt og sjálfsagt. Þeir verða þó á sama tíma að kunna listina að hlusta eftir kröfum almennings og hleypa honum að ákvörðunum þegar stórmál eiga í hlut. Það gildir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nú er tími til að hlusta. Vertu með og skráðu þig í Evrópuhreyfinguna á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar