„Við stýrðum þessum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 28. maí 2023 20:08 Hermann Hreiðarsson er þjálfari ÍBV. Vísir/Diego Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var afar niðurlútur eftir 2-1 tap á móti Fylki í Árbænum í dag. Þetta er fimmta tap Eyjamanna í Bestu deildinni og virðist lítið ganga hjá Vestmanneyingum um þessar mundir. „Svekkjandi, en þetta var fín frammistaða. Við vorum betra liðina í heildina, það er klárt. Þannig þetta var svekkjandi en ég var mjög ánægður með margt í okkar leik,“ sagði Hermann skömmu eftir leikinn í dag. Fylkismenn komust yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Óskari Borgþórssyni. Það er heppnisstimpill yfir markinu en skot Óskars breytir um stefnu þegar boltinn fer í Sigurð Arnar Magnússon, varnarmann ÍBV. „Við fáum fín færi og við erum með þá í seinni hálfleik. Við fengum svipað mark á okkur í síðasta leik og verðum fara snúa þessu okkur í hag.“ Fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson, meiddist í upphitun og tók ekki þátt í leiknum. Einnig þurfti Halldór Jón Sigurður Þórðarson að fara út af velli um miðbik fyrri hálfleiks. „Auðvitað er það svekkjandi, en það kemur nýr maður inn og frammistaðan var til staðar. Við vorum fínir í þessum leik, það var alveg klárt. Við vorum aðeins klaufar í byrjun en við skorum frábært mark og fannst við stýra þessum leik meira og minna,“ sagði Hermann. ÍBV situr í ellefta sæti Bestu deildar karla eftir níu umferðir. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, er með sex stig og skiljanlega er Hermann ekki sáttur með byrjunina á mótinu. „Við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina og þetta hefur verið upp og niður. Þetta var þó góð frammistaða og ég var ánægður með strákana, þeir lögðu allt í þetta og fengum fín færi. Við stýrðum þessum leik og pressuðum þá vel og þeir komust í engan takt við leikinn, fyrir utan kannski korter í fyrri hálfleik. Það er mjög sárt að fá ekki neitt hérna,“ bætti Hermann við í lokin. Besta deild karla ÍBV Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - ÍBV 2-1 | Fimmta tap Eyjamanna í röð Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar. 28. maí 2023 19:38 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira
„Svekkjandi, en þetta var fín frammistaða. Við vorum betra liðina í heildina, það er klárt. Þannig þetta var svekkjandi en ég var mjög ánægður með margt í okkar leik,“ sagði Hermann skömmu eftir leikinn í dag. Fylkismenn komust yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Óskari Borgþórssyni. Það er heppnisstimpill yfir markinu en skot Óskars breytir um stefnu þegar boltinn fer í Sigurð Arnar Magnússon, varnarmann ÍBV. „Við fáum fín færi og við erum með þá í seinni hálfleik. Við fengum svipað mark á okkur í síðasta leik og verðum fara snúa þessu okkur í hag.“ Fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson, meiddist í upphitun og tók ekki þátt í leiknum. Einnig þurfti Halldór Jón Sigurður Þórðarson að fara út af velli um miðbik fyrri hálfleiks. „Auðvitað er það svekkjandi, en það kemur nýr maður inn og frammistaðan var til staðar. Við vorum fínir í þessum leik, það var alveg klárt. Við vorum aðeins klaufar í byrjun en við skorum frábært mark og fannst við stýra þessum leik meira og minna,“ sagði Hermann. ÍBV situr í ellefta sæti Bestu deildar karla eftir níu umferðir. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, er með sex stig og skiljanlega er Hermann ekki sáttur með byrjunina á mótinu. „Við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina og þetta hefur verið upp og niður. Þetta var þó góð frammistaða og ég var ánægður með strákana, þeir lögðu allt í þetta og fengum fín færi. Við stýrðum þessum leik og pressuðum þá vel og þeir komust í engan takt við leikinn, fyrir utan kannski korter í fyrri hálfleik. Það er mjög sárt að fá ekki neitt hérna,“ bætti Hermann við í lokin.
Besta deild karla ÍBV Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - ÍBV 2-1 | Fimmta tap Eyjamanna í röð Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar. 28. maí 2023 19:38 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira
Umfjöllun: Fylkir - ÍBV 2-1 | Fimmta tap Eyjamanna í röð Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar. 28. maí 2023 19:38