Táknrænt stefnumót Evrópuleiðtoga á stríðstímum Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2023 12:11 Eins og undanfarið rúmt ár eru málefni Úkraínu miðpunktur umræðu leiðtoga Evrópu á fundinum í Moldóvu. AP/Vadim Ghirda Forseti Úkraínu sagði við komuna á fund Evrópuleiðtoga í Moldóvu í dag að mikilvægt væri að Úkraína fengi aðild bæði að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn mikilvægan vettvang á átakatímum. Um fimmtíu leiðtogar frá 47 ríkjum og Evrópusambandinu eru nú saman komnir í Khisiná höfuðborg Moldovu til síns annars fundar undir formerkjunum Stjórnmálasamfélag Evrópu, European Political Community eða EPC, sem er vettvangur sem Emmanuel Macron forseti Frakklands stofnaði til í fyrra. Hann er hugsaður til að leiðtogar allra ríkja Evrópu, burt séð frá aðild að bandalögum eða samtökum, geti komið saman til að ræða milliliðalaust um stjórnmál. Volodymyr Zelenskyy ítrekaði í upphafi leiðtogafundarins að tími ákvarðana varðandi aðild Úkraínu að Evrópusambandinu og NATO væri kominn.AP/Vadim Ghirda Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu lagði áherslu á við komuna til fundarins að framtíð Úkraínu lægi innan Evrópusambandsins og landið væri reiðubúið til að gerast aðili að NATO. „Ég tel að öryggistryggingar séu mjög áríðandi, ekki bara fyrir Úkraínu heldur öll nágrannaríki okkar eins og Moldóvu vegna árásargirni Rússa. Einnig vegna mögulegra árása á önnur ríki Evrópu,“ sagði Zelensky. Það er engin tilviljun að fundurinn í dag fer fram í Moldóvu sem sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu í fyrra. Rússar eru með herlið í Transinstria héraði í austurhluta í Moldóvu með landamæri að Úkraínu, en aðskilnaðarsinnar hafa töglin og halgdirnar í héraðinu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hét Moldóvum enn frekari fjárhagsstuðningi í morgun til að undirbúa aðild landsins að sambandinu.AP//Andreea Alexandru Maia Sandu forseti Moldóvu sagði á sameiginlegum fréttamannafundi með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í morgun að það væri mikilvægt að leiðtogarnir kæmu nú saman í landi hennar. „Nærvera þessara leiðtoga, og okkar kæru Ursulu, eru mjög skýr skilaboð til umheimsins um að Moldóva stendur ekki ein. Ekki frekar en nágrannar okkar Úkraínumenn sem í fimmtán mánuði hafa staðið hetjulega gegn villimannslegri innrás Rússa,“ sagði Sandau. Emmanuel Macron forseti Frakklands hafði frumkvæði að stofnun Stjórnmálasamfélags Evrópu, vettvangs fyrir alla leiðtoga álfunnar til að koma saman og ræða milliliðalaust um stjórnmál. Hér er hann með Maiu Sandau forseta Moldóvu.AP/Andreea Alexandru Ursula von der Leyen hét Moldóvum enn frekari fjárhagslegum stuðningi til undirbúnings aðildar að Evrópusambandinu. Moldóva væri holdgervingur gilda Evrópusambandsins. „Til að mynda með samstöðunni sem þið sýnduð frá upphafi með móttöku flóttafólks frá Úkraínu, staðfestu ykkar gegn kúgun Rússa og samstöðunni um að tengja örlög ykkar Evrópusambandinu,“ sagði Úrsula. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þennan vettvang Evrópuleiðtoga mikilvægan ekki hvað síst fyrir Íslandi sem kosið hafi að standa utan Evrópusambandsins. Maia Sandu forseti Moldóvu býður Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra velkomna til leiðtogafundarins.AP/Vadim Ghird „Ég tel þetta mjög mikilvægan vettvang á átakatímum. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig hann þróast, ekki hvað síst fyrir Ísland,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Moldóva Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. 25. maí 2023 14:17 Rússneskir uppreisnarmenn lofa frekari árásum Foringi rússnesks uppreisnarhóps sem réðst inn í rússneska bæinn Belgorod á dögunum segir að þeir muni láta til skarar skríða aftur innan tíðar. 25. maí 2023 07:23 Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. 23. maí 2023 19:16 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Um fimmtíu leiðtogar frá 47 ríkjum og Evrópusambandinu eru nú saman komnir í Khisiná höfuðborg Moldovu til síns annars fundar undir formerkjunum Stjórnmálasamfélag Evrópu, European Political Community eða EPC, sem er vettvangur sem Emmanuel Macron forseti Frakklands stofnaði til í fyrra. Hann er hugsaður til að leiðtogar allra ríkja Evrópu, burt séð frá aðild að bandalögum eða samtökum, geti komið saman til að ræða milliliðalaust um stjórnmál. Volodymyr Zelenskyy ítrekaði í upphafi leiðtogafundarins að tími ákvarðana varðandi aðild Úkraínu að Evrópusambandinu og NATO væri kominn.AP/Vadim Ghirda Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu lagði áherslu á við komuna til fundarins að framtíð Úkraínu lægi innan Evrópusambandsins og landið væri reiðubúið til að gerast aðili að NATO. „Ég tel að öryggistryggingar séu mjög áríðandi, ekki bara fyrir Úkraínu heldur öll nágrannaríki okkar eins og Moldóvu vegna árásargirni Rússa. Einnig vegna mögulegra árása á önnur ríki Evrópu,“ sagði Zelensky. Það er engin tilviljun að fundurinn í dag fer fram í Moldóvu sem sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu í fyrra. Rússar eru með herlið í Transinstria héraði í austurhluta í Moldóvu með landamæri að Úkraínu, en aðskilnaðarsinnar hafa töglin og halgdirnar í héraðinu. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hét Moldóvum enn frekari fjárhagsstuðningi í morgun til að undirbúa aðild landsins að sambandinu.AP//Andreea Alexandru Maia Sandu forseti Moldóvu sagði á sameiginlegum fréttamannafundi með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í morgun að það væri mikilvægt að leiðtogarnir kæmu nú saman í landi hennar. „Nærvera þessara leiðtoga, og okkar kæru Ursulu, eru mjög skýr skilaboð til umheimsins um að Moldóva stendur ekki ein. Ekki frekar en nágrannar okkar Úkraínumenn sem í fimmtán mánuði hafa staðið hetjulega gegn villimannslegri innrás Rússa,“ sagði Sandau. Emmanuel Macron forseti Frakklands hafði frumkvæði að stofnun Stjórnmálasamfélags Evrópu, vettvangs fyrir alla leiðtoga álfunnar til að koma saman og ræða milliliðalaust um stjórnmál. Hér er hann með Maiu Sandau forseta Moldóvu.AP/Andreea Alexandru Ursula von der Leyen hét Moldóvum enn frekari fjárhagslegum stuðningi til undirbúnings aðildar að Evrópusambandinu. Moldóva væri holdgervingur gilda Evrópusambandsins. „Til að mynda með samstöðunni sem þið sýnduð frá upphafi með móttöku flóttafólks frá Úkraínu, staðfestu ykkar gegn kúgun Rússa og samstöðunni um að tengja örlög ykkar Evrópusambandinu,“ sagði Úrsula. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þennan vettvang Evrópuleiðtoga mikilvægan ekki hvað síst fyrir Íslandi sem kosið hafi að standa utan Evrópusambandsins. Maia Sandu forseti Moldóvu býður Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra velkomna til leiðtogafundarins.AP/Vadim Ghird „Ég tel þetta mjög mikilvægan vettvang á átakatímum. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig hann þróast, ekki hvað síst fyrir Ísland,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Moldóva Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. 25. maí 2023 14:17 Rússneskir uppreisnarmenn lofa frekari árásum Foringi rússnesks uppreisnarhóps sem réðst inn í rússneska bæinn Belgorod á dögunum segir að þeir muni láta til skarar skríða aftur innan tíðar. 25. maí 2023 07:23 Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. 23. maí 2023 19:16 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1. júní 2023 07:37
Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41
Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. 25. maí 2023 14:17
Rússneskir uppreisnarmenn lofa frekari árásum Foringi rússnesks uppreisnarhóps sem réðst inn í rússneska bæinn Belgorod á dögunum segir að þeir muni láta til skarar skríða aftur innan tíðar. 25. maí 2023 07:23
Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. 23. maí 2023 19:16
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent