Norðurþing og Vegagerðin deila um brú Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. júní 2023 07:02 Hjálmar Bogi Hafliðason segir sveitarstjórn ósátta við einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni segir um öryggisatriði að ræða. Vísir/Vilhelm, Egill Sveitarstjórn Norðurþings lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun Vegagerðarinnar um að banna vörubílum og fólksflutningabílum að aka yfir brú yfir Skjálfandafljót. Ný brú verður kláruð eftir fimm ár. Vegagerðin segir þetta öryggisatriði. Þriðjudaginn 24. maí tilkynnti Vegagerðin að brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn yrði lokuð þungum bílum, svo sem vörubílum og fólksflutningabílum. Brúin tengir saman Húsavík og Akureyri. Ástæðan er sú að brúin, sem reist var árið 1935, er í slæmu ástandi og steypuskemmdir hafi aukist hraðar en vænta mátti. Aðeins fólksbílar mega keyra yfir brúnna og þá aðeins á 30 kílómetra hraða á klukkustund. Þyngri bílum verður beint á Hringveg númer 1 um Fljótsheiði og Aðaldalsveg, sem er um 5,5 kílómetrum lengri. Einhliða ákvörðun Vegagerðar „Þetta mannvirki tengir saman byggðir, greiðir flutninga og stuðlar að betri dreifingu ferðafólks,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. „Við lokun brúarinnar þurfa ökutæki sem mega ekki fara yfir hana að fara um fjallveg.“ Byggðarráð Norðurþings bókaði um málið á fimmtudag og lýsti þar yfir áhyggjum. „Byggðarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar og hvetur ríkisstjórnina til þess að hraða áformum sínum um nauðsynlegar endurbætur á umræddum vegarkafla,“ segir í bókuninni. Séu takmarkanirnar bagalegar og kostnaðarsamar fyrir bæði ferðaþjónustuna og íbúa á svæðinu. Þá hafi þetta mikið óhagræði í flutningum í för með sér, meðal annars vegna þess að öll steypumöl fyrir Húsavík er sótt í farveg fljótsins, handan brúarinnar. Ekki hægt að plástra meira „Brúin er ákaflega illa farin og yngist ekki og það er okkar mat að bregðast þurfi við hið fyrsta,“ segir Hjálmar Bogi en samkvæmt samgönguáætlun á ný brú ekki að rísa fyrr en árið 2028. Steypuskemmdir hafa aukist á brúnni og vegriðið er talið ótryggt.Vegagerðin Segir hann að sveitarstjórn eigi bókaðan reglulegan fund með Vegagerðinni á næstu dögum. Þar verði þetta mál tekið fyrir. „Sömuleiðis munum ræða þetta við stjórnvöld sem bera ábyrgð á mannvirkinu og þá nýrri brú,“ segir Hjálmar Bogi. Burðarþol brúarinnar var styrkt með aðgerðum árin 2015 og 2016. Töluverðar steypuskemmdir hafa orðið á henni undanfarið og vegriðið er talið ótryggt. Hjálmar Bogi telur ólíklegt að hægt sé að plástra meira í brúnna. „Við væntum þess að framkvæmdum við nýja brú verði hraðað enda gríðarlega mikil umferð yfir hana,“ segir hann. Hinn möguleikinn að loka G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir takmarkanirnar öryggisatriði og lítið annað hafi verið hægt að gera. „Hinn möguleikinn var að loka alveg fyrir umferð,“ segir G. Pétur. Segir hann að það sé ekki langur krókur fyrir þyngri bíla að fara eftir breytinguna. „Þyngsta umferðin hefur verið bönnuð í mjög langan tíma og mér skilst að rútur hafi yfirleitt farið hina leiðina hvort sem er,“ segir hann. Aðspurður um hvort að hraða beri framkvæmdum segir G. Pétur að þeim hafi nú þegar verið hraðað í samgönguáætlun. Þá borgi sig ekki að lagfæra hana frekar. „Við getum ekki bætt úr steypuskemmdunum og vegriðinu með tíma og kostnaði sem skilar sér illa þegar við erum að fara að byggja nýja brú hvort sem er,“ segir hann. Norðurþing Vegagerð Samgöngur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þriðjudaginn 24. maí tilkynnti Vegagerðin að brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn yrði lokuð þungum bílum, svo sem vörubílum og fólksflutningabílum. Brúin tengir saman Húsavík og Akureyri. Ástæðan er sú að brúin, sem reist var árið 1935, er í slæmu ástandi og steypuskemmdir hafi aukist hraðar en vænta mátti. Aðeins fólksbílar mega keyra yfir brúnna og þá aðeins á 30 kílómetra hraða á klukkustund. Þyngri bílum verður beint á Hringveg númer 1 um Fljótsheiði og Aðaldalsveg, sem er um 5,5 kílómetrum lengri. Einhliða ákvörðun Vegagerðar „Þetta mannvirki tengir saman byggðir, greiðir flutninga og stuðlar að betri dreifingu ferðafólks,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. „Við lokun brúarinnar þurfa ökutæki sem mega ekki fara yfir hana að fara um fjallveg.“ Byggðarráð Norðurþings bókaði um málið á fimmtudag og lýsti þar yfir áhyggjum. „Byggðarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar og hvetur ríkisstjórnina til þess að hraða áformum sínum um nauðsynlegar endurbætur á umræddum vegarkafla,“ segir í bókuninni. Séu takmarkanirnar bagalegar og kostnaðarsamar fyrir bæði ferðaþjónustuna og íbúa á svæðinu. Þá hafi þetta mikið óhagræði í flutningum í för með sér, meðal annars vegna þess að öll steypumöl fyrir Húsavík er sótt í farveg fljótsins, handan brúarinnar. Ekki hægt að plástra meira „Brúin er ákaflega illa farin og yngist ekki og það er okkar mat að bregðast þurfi við hið fyrsta,“ segir Hjálmar Bogi en samkvæmt samgönguáætlun á ný brú ekki að rísa fyrr en árið 2028. Steypuskemmdir hafa aukist á brúnni og vegriðið er talið ótryggt.Vegagerðin Segir hann að sveitarstjórn eigi bókaðan reglulegan fund með Vegagerðinni á næstu dögum. Þar verði þetta mál tekið fyrir. „Sömuleiðis munum ræða þetta við stjórnvöld sem bera ábyrgð á mannvirkinu og þá nýrri brú,“ segir Hjálmar Bogi. Burðarþol brúarinnar var styrkt með aðgerðum árin 2015 og 2016. Töluverðar steypuskemmdir hafa orðið á henni undanfarið og vegriðið er talið ótryggt. Hjálmar Bogi telur ólíklegt að hægt sé að plástra meira í brúnna. „Við væntum þess að framkvæmdum við nýja brú verði hraðað enda gríðarlega mikil umferð yfir hana,“ segir hann. Hinn möguleikinn að loka G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir takmarkanirnar öryggisatriði og lítið annað hafi verið hægt að gera. „Hinn möguleikinn var að loka alveg fyrir umferð,“ segir G. Pétur. Segir hann að það sé ekki langur krókur fyrir þyngri bíla að fara eftir breytinguna. „Þyngsta umferðin hefur verið bönnuð í mjög langan tíma og mér skilst að rútur hafi yfirleitt farið hina leiðina hvort sem er,“ segir hann. Aðspurður um hvort að hraða beri framkvæmdum segir G. Pétur að þeim hafi nú þegar verið hraðað í samgönguáætlun. Þá borgi sig ekki að lagfæra hana frekar. „Við getum ekki bætt úr steypuskemmdunum og vegriðinu með tíma og kostnaði sem skilar sér illa þegar við erum að fara að byggja nýja brú hvort sem er,“ segir hann.
Norðurþing Vegagerð Samgöngur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira