Viðbúið að menn „dusti rykið af málskjölunum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2023 08:23 Gylfi segir viðbúið að menn fari með málið fyrir dóm. Stöð 2/Egill Næstu mánaðamót munu vænt mánaðarleg réttindi félagsmanna LSR lækka um tæp 10 prósent og lífeyrisgreiðslur þeirra sjóðsfélaga sem ekki eru í bakábyrgð ríkissjóðs lækka um rúm 4 prósent. Um er að ræða síðari hluta aðgerða LSR til að bregðast við hækkandi lífaldri íslensku þjóðarinnar, segir á heimasíðu LSR. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf út nýjar lífslíkutöflur í árslok 2021 sem byggðu á nýrri aðferðafræði. Með henni er gert ráð fyrir að Íslendingar lifi töluvert lengur en áður hafði verið talið og yngri kynslóðir muni lifa lengur en eldri kynslóðir,“ segir á heimasíðu LSR. Lífeyrissjóðir hafi þurft að bregðast við þessu og gera ráð fyrir að greiða sjóðsfélögum lífeyri í lengri tíma en áður var reiknað með. Um sé að ræða þungbæra aðgerð fyrir sjóðinn en nauðsynlega engu að síður. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir þetta þó aðeins hálfa söguna. Áhættan af breytingum af þessu tagi hafi til ársins 2017 legið hjá launagreiðanda á opinbera markaðnum en þá hafi bakábyrgðin verið tekin af stórum hluta launþega bótalaust. Hann rifjar upp að mál sem höfðað var að frumkvæði Kennarasambandsins en þar sem engin efnisleg niðurstaða fékkst þar sem réttindin hefðu ekki enn verið skert. „Nú er hins vegar búið að ákveða að skerða þau svo að væntanlega eru einhverjir lögfræðingar þegar búnir að dusta rykið af málsskjölunum og setja sig í stellingar. Þetta er stórmál enda tekist á um mjög háar fjárhæðir og grundvallarspurningar, m.a. um hvort ríkið geti með lagasetningarvaldi sínu breytt þegar áunnum lífeyrisréttindum starfsmanna sinna,“ segir Gylfi á Facebook. Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Um er að ræða síðari hluta aðgerða LSR til að bregðast við hækkandi lífaldri íslensku þjóðarinnar, segir á heimasíðu LSR. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf út nýjar lífslíkutöflur í árslok 2021 sem byggðu á nýrri aðferðafræði. Með henni er gert ráð fyrir að Íslendingar lifi töluvert lengur en áður hafði verið talið og yngri kynslóðir muni lifa lengur en eldri kynslóðir,“ segir á heimasíðu LSR. Lífeyrissjóðir hafi þurft að bregðast við þessu og gera ráð fyrir að greiða sjóðsfélögum lífeyri í lengri tíma en áður var reiknað með. Um sé að ræða þungbæra aðgerð fyrir sjóðinn en nauðsynlega engu að síður. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir þetta þó aðeins hálfa söguna. Áhættan af breytingum af þessu tagi hafi til ársins 2017 legið hjá launagreiðanda á opinbera markaðnum en þá hafi bakábyrgðin verið tekin af stórum hluta launþega bótalaust. Hann rifjar upp að mál sem höfðað var að frumkvæði Kennarasambandsins en þar sem engin efnisleg niðurstaða fékkst þar sem réttindin hefðu ekki enn verið skert. „Nú er hins vegar búið að ákveða að skerða þau svo að væntanlega eru einhverjir lögfræðingar þegar búnir að dusta rykið af málsskjölunum og setja sig í stellingar. Þetta er stórmál enda tekist á um mjög háar fjárhæðir og grundvallarspurningar, m.a. um hvort ríkið geti með lagasetningarvaldi sínu breytt þegar áunnum lífeyrisréttindum starfsmanna sinna,“ segir Gylfi á Facebook.
Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent