Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. júní 2023 12:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. Stjórnvöld í Kænugarði saka Rússa um að hafa sprengt stífluna á Dnípró-fljóti í Kherson-héraði í nótt. Héraðið er eitt þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega en leppstjórn þeirra á svæðinu heldur því fram að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stíflan er þrjátíu metra há og ríflega þriggja kílómetra löng og á myndum sést að vatn flæðir stjórnlaust úr uppistöðulóni hennar. Úkraínustjórn segir hið minnsta sextán þúsund manns í hættu og þurfa að flýja heimili sín. Úkraínsk stjórnvöld óttast flóð í um áttatíu bæjum eða þorpum á svæðinu.vísir/AP „Að ríki skuli haga sér með þessum hætti hættir ekki að koma manni á óvart. Þetta eru borgaralegir innviðir, líf fólks, heimili fólks, geta þeirra til þess að nálgast vatn. Óafturkræf gríðarleg áhrif á allt umhverfi, lífríki og svo framvegis. Þetta er algjörlega hryllilegt. Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast manni strax,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Fjölmargir leiðtogar hafa fordæmt Rússa harðlega og einhverjir sakað þá um að hafa með þessu gerst sekir um stríðsglæp. Þórdís Kolbrún væntir viðbragða á alþjóðavettvangi. „Það sem blasir við mér er að Pútíns Rússland mun ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. Ef einhver heldur því enn þá fram að þetta sé gert til að varðveita eða standa vörð um Úkraínu og bjarga þeim frá þeim hættum á vegum stjórnvalda, eða hver önnur þau rök sem maður hefur heyrt, þá held ég að það blasi nú við öllum að það er ekki um að ræða þarna,“ segir Þórdís. „Þannig viðbrögðin þurfa að vera hrein og klár fordæming, áframhaldandi stuðningur og við þurfum að sameinast um það að frjáls og fullvalda Úkraína fái það sem hún þarf til að geta staðið vörð um sitt land, sín landamæri og sína borgara,“ segir Þórdís Kolbrún. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Stjórnvöld í Kænugarði saka Rússa um að hafa sprengt stífluna á Dnípró-fljóti í Kherson-héraði í nótt. Héraðið er eitt þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega en leppstjórn þeirra á svæðinu heldur því fram að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stíflan er þrjátíu metra há og ríflega þriggja kílómetra löng og á myndum sést að vatn flæðir stjórnlaust úr uppistöðulóni hennar. Úkraínustjórn segir hið minnsta sextán þúsund manns í hættu og þurfa að flýja heimili sín. Úkraínsk stjórnvöld óttast flóð í um áttatíu bæjum eða þorpum á svæðinu.vísir/AP „Að ríki skuli haga sér með þessum hætti hættir ekki að koma manni á óvart. Þetta eru borgaralegir innviðir, líf fólks, heimili fólks, geta þeirra til þess að nálgast vatn. Óafturkræf gríðarleg áhrif á allt umhverfi, lífríki og svo framvegis. Þetta er algjörlega hryllilegt. Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast manni strax,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Fjölmargir leiðtogar hafa fordæmt Rússa harðlega og einhverjir sakað þá um að hafa með þessu gerst sekir um stríðsglæp. Þórdís Kolbrún væntir viðbragða á alþjóðavettvangi. „Það sem blasir við mér er að Pútíns Rússland mun ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. Ef einhver heldur því enn þá fram að þetta sé gert til að varðveita eða standa vörð um Úkraínu og bjarga þeim frá þeim hættum á vegum stjórnvalda, eða hver önnur þau rök sem maður hefur heyrt, þá held ég að það blasi nú við öllum að það er ekki um að ræða þarna,“ segir Þórdís. „Þannig viðbrögðin þurfa að vera hrein og klár fordæming, áframhaldandi stuðningur og við þurfum að sameinast um það að frjáls og fullvalda Úkraína fái það sem hún þarf til að geta staðið vörð um sitt land, sín landamæri og sína borgara,“ segir Þórdís Kolbrún.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira