Senda fernur nú til Svíþjóðar í von um betri nýtingu Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2023 14:46 Svonefndar Tetra Pak-umbóðir, fernur sem eru samsettar úr pappír og plasti, torvelda endurvinnslu á pappír. Sorpa ætlar nú að láta flokka fernurnar sérstaklega frá öðrum pappír í Svíþjóð. Vísir/Getty Stjórn Sorpu hefur ákveðið að láta flokka fernur sem ekki hefur verið hægt að endurvinna sérstaklega úr pappírsúrgangi í Svíþjóð. Kostnaður við flokkunina er metinn um 75 milljónir króna á ári. Leiðbeiningar til almennings um flokkun á fernum verða óbreyttar. Mikil umræða hefur skapast um endurvinnslu á pappír eftir að dagblaðið Heimildin upplýsti að fernur sem flokkaðar eru með pappír til endurvinnslu séu ekki endurunnar heldur brenndar sem orkugjafi í sementverksmiðjum í Hollandi. Þær raddir hafa heyrst að almenningur hafi verið á einhvern hátt blekktur með fullyrðingum um að fernurnar yrðu endurunnar. Sorpa segir að fyrirtækið hafi nú fengið staðfest frá hollenska fyrirtækinu Smurfit Kappa, endurvinnsluaðila sínum á pappír, að fernurnar séu ekki endurunnar heldur endurnýttar í orkuvinnslu. Í tilkynningu biðst Sorpa afsökunar á sínum þætti í að miðla ekki skýrar til fólks hver afdrif drykkjarferna sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu flokka eru. Þrátt fyrir þetta segir fyrirtækið að það nái að endurvinna um 92 prósent af pappír sem er flokkaður. Fernur skulu áfram flokkaðar með pappír Svonefndar Tetra Pak-umbúðir eru samsettar úr pappa og plasti. Smurfit Kappa segir Sorpu að enginn árangur hafi náðst í að endurvinna fernurnar og að þær rýri endurvinnslumöguleika pappírs sem er flokkaður með þeim. Mikilvægt sé því að ná fernunum úr pappírsstraumnum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Því hefur stjórn Sorpu ákveðið að senda pappír fyrst í flokkun hjá Stena Recycling, móttökuaðila Sorpu í Svíþjóð á endurvinnsluefnum, þar sem Tetra Pak-umbóðir verða flokkaðar frá öðrum pappír og pappa. Umbúðunum verði komið í betri farveg í Svíþjóð en afgangurinn af pappírs- og papparuslinu verði svo fluttur áfram til Hollands. Reiknað er með því að kostnaðurinn við útúrdúrinn til Svíþjóðar nema um 75 milljónum króna á ári. Breytingin hefur ekki áhrif á leiðbeiningar til íbúa á höfuðborgarsvæðinu um flokkun á fernum. Þær skal áfram flokka með öðrum pappír. Annars verða þær urðaðar á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir í samtali við Vísi að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvað verði um fernurnar í Svíþjóð. Þjóðhátíðardagur Svíþjóðar er í dag og því hafa nánari upplýsingar ekki fengist strax. Fyrirtækið Fiskeby Board AB haldi því fram að það geti endurunnið Tetra Pak-umbúðir. Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um endurvinnslu á pappír eftir að dagblaðið Heimildin upplýsti að fernur sem flokkaðar eru með pappír til endurvinnslu séu ekki endurunnar heldur brenndar sem orkugjafi í sementverksmiðjum í Hollandi. Þær raddir hafa heyrst að almenningur hafi verið á einhvern hátt blekktur með fullyrðingum um að fernurnar yrðu endurunnar. Sorpa segir að fyrirtækið hafi nú fengið staðfest frá hollenska fyrirtækinu Smurfit Kappa, endurvinnsluaðila sínum á pappír, að fernurnar séu ekki endurunnar heldur endurnýttar í orkuvinnslu. Í tilkynningu biðst Sorpa afsökunar á sínum þætti í að miðla ekki skýrar til fólks hver afdrif drykkjarferna sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu flokka eru. Þrátt fyrir þetta segir fyrirtækið að það nái að endurvinna um 92 prósent af pappír sem er flokkaður. Fernur skulu áfram flokkaðar með pappír Svonefndar Tetra Pak-umbúðir eru samsettar úr pappa og plasti. Smurfit Kappa segir Sorpu að enginn árangur hafi náðst í að endurvinna fernurnar og að þær rýri endurvinnslumöguleika pappírs sem er flokkaður með þeim. Mikilvægt sé því að ná fernunum úr pappírsstraumnum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu.Vísir/Sigurjón Því hefur stjórn Sorpu ákveðið að senda pappír fyrst í flokkun hjá Stena Recycling, móttökuaðila Sorpu í Svíþjóð á endurvinnsluefnum, þar sem Tetra Pak-umbóðir verða flokkaðar frá öðrum pappír og pappa. Umbúðunum verði komið í betri farveg í Svíþjóð en afgangurinn af pappírs- og papparuslinu verði svo fluttur áfram til Hollands. Reiknað er með því að kostnaðurinn við útúrdúrinn til Svíþjóðar nema um 75 milljónum króna á ári. Breytingin hefur ekki áhrif á leiðbeiningar til íbúa á höfuðborgarsvæðinu um flokkun á fernum. Þær skal áfram flokka með öðrum pappír. Annars verða þær urðaðar á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir í samtali við Vísi að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvað verði um fernurnar í Svíþjóð. Þjóðhátíðardagur Svíþjóðar er í dag og því hafa nánari upplýsingar ekki fengist strax. Fyrirtækið Fiskeby Board AB haldi því fram að það geti endurunnið Tetra Pak-umbúðir.
Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Sjá meira
Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23