Ólafur segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda til háborinnar skammar Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2023 11:42 Ólafur Stephensen segir það óskiljanlegt með öllu að ekki hafi tekist að afgreiða tollamál er varðar innflutning á úkraínskum vörum til Íslands. Vinnubrögð sem að mati Ólafs eru íslenskum stjórnvöldum til fullkominnar skammar. vísir/vilhelm Svo virðist sem skyndileg þinglok hafi komið fjölmörgum í opna skjöldu. Fjöldi mála er óafgreiddur, eitt þeirra er tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur sem virðist ætla að brenna inni vegna hastarlegra þinglokanna. Vísir greindi í morgun frá því að þingmenn stjórnarandstöðunnar eru furðu lostnir vegna hastarlegra þingloka en eins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þýðir þetta einfaldlega það að fjöldi mikilvægra mála eru óafgreidd. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn þeirra sem rekur í rogastans vegna þessa flýtis á að senda þingmenn í sumarleyfi. Hann hefur barist fyrir máli sem varðar tollfrelsi á úkraínskum vörum. Óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni Ólafur segist hafa talað við hvern stjórnarþingmann á fætur öðrum sem segja að auðvitað verði þetta að fara í gegn. En um leið eru allir undir endalausum þrýstingi frá landbúnaðinum og sennilega því fegnastir að tíminn til að afgreiða málið sé úti. En ýmsar getgátur eru uppi vegna þessa sem snúa að því að blússandi ágreiningur sé uppi meðal meirihlutans. „Það er óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni við þinglok þrátt fyrir heitstrengingar forsætisráðherra um að halda áfram þeim stuðningi í formi tollfrelsis, sem úkraínsk stjórnvöld báðu um,“ segir Ólafur sem er afar óhress með hvernig mál eru að æxlast. Hann segir að rétt sé að rifja upp að þegar málið var samþykkt á Alþingi í fyrra hlytu þingmenn að átta sig á að ef stuðningurinn ætti að skipta útflutning Úkraínu einhverju máli, myndi hann þýða að fluttar yrðu inn búvörur í samkeppni við íslenska framleiðslu. „Það er nefnilega svo að Ísland leggur ekki innflutningstolla á neinar vörur aðrar en búvörur – og þá aðallega vörur sem framleiddar eru hér á landi.“ Í klemmu vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum Ólafur segir jafnframt að þau hjá Félagi atvinnurekenda hafi orðið þess vör að stjórnarliðið sé undir gífurlegum þrýstingi frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum fyrirtækja í landbúnaði og fleiri hagsmunaaðila í landbúnaðinum: „Að falla frá þessum stuðningi við Úkraínu, sem um leið hefur falið í sér hagsbætur fyrir íslenska neytendur. Stjórnvöld hafa haft feikinógan tíma til að vinna málið. Einhverra hluta vegna kaus fjármálaráðherrann, sem lagði málið fram í fyrra, að vísa verkefninu til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það mun hafa verið 15. maí og nefndin hefur því haft þrjár vikur til að leggja fram frumvarp eða breytingartillögu, en nú láta stjórnarliðar eins og þeir séu í tímahraki.“ Að sögn Ólafs metur matvælaráðuneytið það svo að innflutningur á úkraínskum kjúklingi án tolla nemi um 2-3% af markaðnum. „Þannig að hér er verið að hverfa frá stuðningi við Úkraínu til að verja minniháttar hagsmuni nokkurra fyrirtækja í alifuglaframleiðslu. Þessi vinnubrögð eru íslenskum stjórnvöldum til fullkominnar skammar.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Neytendur Landbúnaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Vísir greindi í morgun frá því að þingmenn stjórnarandstöðunnar eru furðu lostnir vegna hastarlegra þingloka en eins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þýðir þetta einfaldlega það að fjöldi mikilvægra mála eru óafgreidd. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn þeirra sem rekur í rogastans vegna þessa flýtis á að senda þingmenn í sumarleyfi. Hann hefur barist fyrir máli sem varðar tollfrelsi á úkraínskum vörum. Óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni Ólafur segist hafa talað við hvern stjórnarþingmann á fætur öðrum sem segja að auðvitað verði þetta að fara í gegn. En um leið eru allir undir endalausum þrýstingi frá landbúnaðinum og sennilega því fegnastir að tíminn til að afgreiða málið sé úti. En ýmsar getgátur eru uppi vegna þessa sem snúa að því að blússandi ágreiningur sé uppi meðal meirihlutans. „Það er óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni við þinglok þrátt fyrir heitstrengingar forsætisráðherra um að halda áfram þeim stuðningi í formi tollfrelsis, sem úkraínsk stjórnvöld báðu um,“ segir Ólafur sem er afar óhress með hvernig mál eru að æxlast. Hann segir að rétt sé að rifja upp að þegar málið var samþykkt á Alþingi í fyrra hlytu þingmenn að átta sig á að ef stuðningurinn ætti að skipta útflutning Úkraínu einhverju máli, myndi hann þýða að fluttar yrðu inn búvörur í samkeppni við íslenska framleiðslu. „Það er nefnilega svo að Ísland leggur ekki innflutningstolla á neinar vörur aðrar en búvörur – og þá aðallega vörur sem framleiddar eru hér á landi.“ Í klemmu vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum Ólafur segir jafnframt að þau hjá Félagi atvinnurekenda hafi orðið þess vör að stjórnarliðið sé undir gífurlegum þrýstingi frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum fyrirtækja í landbúnaði og fleiri hagsmunaaðila í landbúnaðinum: „Að falla frá þessum stuðningi við Úkraínu, sem um leið hefur falið í sér hagsbætur fyrir íslenska neytendur. Stjórnvöld hafa haft feikinógan tíma til að vinna málið. Einhverra hluta vegna kaus fjármálaráðherrann, sem lagði málið fram í fyrra, að vísa verkefninu til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það mun hafa verið 15. maí og nefndin hefur því haft þrjár vikur til að leggja fram frumvarp eða breytingartillögu, en nú láta stjórnarliðar eins og þeir séu í tímahraki.“ Að sögn Ólafs metur matvælaráðuneytið það svo að innflutningur á úkraínskum kjúklingi án tolla nemi um 2-3% af markaðnum. „Þannig að hér er verið að hverfa frá stuðningi við Úkraínu til að verja minniháttar hagsmuni nokkurra fyrirtækja í alifuglaframleiðslu. Þessi vinnubrögð eru íslenskum stjórnvöldum til fullkominnar skammar.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Neytendur Landbúnaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira