Eru stjórnendur Seðlabankans stærsta efnahagsvandamál Íslands? Örn Karlsson skrifar 9. júní 2023 12:30 Er ekki nóg komið? Eru ekki flestir að verða búnir að fá sig fullsadda af þvælunni sem vellur upp úr seðlabankastjóra og aðalhagfræðingi Seðlabankans? Á síðasta vaxtaákvörðunardegi 24. maí fékk undirritaður nóg, þegar þeir félagar settu fram nýja kenningu í hagfræði, hvorki meira né minna! Kenningu til varnar verðtryggingu. Fullyrtu þessir valdamestu embættismenn samfélagsins að miðlun peningastefnunnar til lægri verðbólgu sé sú sama í verðtryggðu umhverfi og óverðtryggðu! Fullmikið er kannski fyrsta kastið að halda því fram að þeir ljúgi vísvitandi að þjóðinni. Hinn möguleikinn er þá til staðar að þeir hafi lítið vit á því sem þeir eiga að vera að gera þarna í Seðlabanka allra landsmanna. Þeir eru jú ráðnir til að vinna að viðhaldi verðstöðugleikans. Með því að taka jaðardæmi verður fljótt ljóst að hin nýja kenning Ásgeirs og Þórarins stenst enga skoðun. Gefum okkur að öll útlán séu verðtryggð, að allt peningamagnið sé verðtryggt. Hvað gerist þá í verðbólgu? Jú verðtryggingin bætir alltaf nýju peningamagni við til samræmis verðbólgunni sama hvað vextir eru hækkaðir. Verðbólguþrýstingurinn viðhelst því eða jafnvel vex með vaxandi stýrivöxtum og hertri peningastefnu, þar sem vaxtahækkanirnar þrengja að undirliggjandi hagkerfi. Horfum á þetta jaðardæmi aftur og lögum það svo örlítið til. Leyfum hluta peningamagnsins að vera óverðtryggðum. Hvað gerist þá? Jú verðbólgan nær þá að ryðjast þar í gegn á endanum, þ.e. með rýrnun hins óverðtryggða peningahluta. Fljótt sjáum við þá að óverðtryggðar peningaeignir rýrna meira eftir því sem verðtryggðar peningaeignir eru stærra hlutfall peningamagnsins. Áhættan á óverðtryggðum eignum eykst þannig með hærra hlutfalli verðtryggðra eigna. Vextir sem svar við áhættu hækka sömuleiðis. Ljóst er af þessu að í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna rýrna óverðtryggðar eignir meira en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir miðað við sama verðbólguþrýsting og sömu aðgerðir. Að sama skapi rýrnar greiðslumynt blandaða hagkerfisins meira. Hvað þýðir það? Jú það þýðir að erfiðara er að viðhalda verðstöðugleika í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna heldur en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir. Þetta þýðir einfaldlega að lögbundið hlutverk Seðlabankans um viðhald verðstöðugleika er auðveldara í óverðtryggðu hagkerfi.En hvað ætli Seðlabankanum gangi til með framgöngu sinni? Er mögulegt að stjórnendur Seðlabankans séu búnir að átta sig á að þeir hafi málað sig, ríkisstjórnina og þjóðina út í horn? Að eina ráðið í stöðunni til að halda andliti, sé að sópa vaxandi snjóhengju íbúðarlána undir teppi verðtryggingar? Og þá þurfi að fegra verðtryggingu, jafnvel með falskenningu, í þeim tilgangi að fólk sætti sig betur við að gleypa eitrið þegar að því kemur að fastir vextir þess losni? Að á mestu góðærisdögum Íslandssögunnar þurfi sérstök meðul til að réttlæta að ungt fólk og skuldugt alþýðufólk sé í fullkominni óvissu um afkomu sína og húsnæðisöryggi? Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Örn Karlsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Er ekki nóg komið? Eru ekki flestir að verða búnir að fá sig fullsadda af þvælunni sem vellur upp úr seðlabankastjóra og aðalhagfræðingi Seðlabankans? Á síðasta vaxtaákvörðunardegi 24. maí fékk undirritaður nóg, þegar þeir félagar settu fram nýja kenningu í hagfræði, hvorki meira né minna! Kenningu til varnar verðtryggingu. Fullyrtu þessir valdamestu embættismenn samfélagsins að miðlun peningastefnunnar til lægri verðbólgu sé sú sama í verðtryggðu umhverfi og óverðtryggðu! Fullmikið er kannski fyrsta kastið að halda því fram að þeir ljúgi vísvitandi að þjóðinni. Hinn möguleikinn er þá til staðar að þeir hafi lítið vit á því sem þeir eiga að vera að gera þarna í Seðlabanka allra landsmanna. Þeir eru jú ráðnir til að vinna að viðhaldi verðstöðugleikans. Með því að taka jaðardæmi verður fljótt ljóst að hin nýja kenning Ásgeirs og Þórarins stenst enga skoðun. Gefum okkur að öll útlán séu verðtryggð, að allt peningamagnið sé verðtryggt. Hvað gerist þá í verðbólgu? Jú verðtryggingin bætir alltaf nýju peningamagni við til samræmis verðbólgunni sama hvað vextir eru hækkaðir. Verðbólguþrýstingurinn viðhelst því eða jafnvel vex með vaxandi stýrivöxtum og hertri peningastefnu, þar sem vaxtahækkanirnar þrengja að undirliggjandi hagkerfi. Horfum á þetta jaðardæmi aftur og lögum það svo örlítið til. Leyfum hluta peningamagnsins að vera óverðtryggðum. Hvað gerist þá? Jú verðbólgan nær þá að ryðjast þar í gegn á endanum, þ.e. með rýrnun hins óverðtryggða peningahluta. Fljótt sjáum við þá að óverðtryggðar peningaeignir rýrna meira eftir því sem verðtryggðar peningaeignir eru stærra hlutfall peningamagnsins. Áhættan á óverðtryggðum eignum eykst þannig með hærra hlutfalli verðtryggðra eigna. Vextir sem svar við áhættu hækka sömuleiðis. Ljóst er af þessu að í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna rýrna óverðtryggðar eignir meira en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir miðað við sama verðbólguþrýsting og sömu aðgerðir. Að sama skapi rýrnar greiðslumynt blandaða hagkerfisins meira. Hvað þýðir það? Jú það þýðir að erfiðara er að viðhalda verðstöðugleika í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna heldur en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir. Þetta þýðir einfaldlega að lögbundið hlutverk Seðlabankans um viðhald verðstöðugleika er auðveldara í óverðtryggðu hagkerfi.En hvað ætli Seðlabankanum gangi til með framgöngu sinni? Er mögulegt að stjórnendur Seðlabankans séu búnir að átta sig á að þeir hafi málað sig, ríkisstjórnina og þjóðina út í horn? Að eina ráðið í stöðunni til að halda andliti, sé að sópa vaxandi snjóhengju íbúðarlána undir teppi verðtryggingar? Og þá þurfi að fegra verðtryggingu, jafnvel með falskenningu, í þeim tilgangi að fólk sætti sig betur við að gleypa eitrið þegar að því kemur að fastir vextir þess losni? Að á mestu góðærisdögum Íslandssögunnar þurfi sérstök meðul til að réttlæta að ungt fólk og skuldugt alþýðufólk sé í fullkominni óvissu um afkomu sína og húsnæðisöryggi? Höfundur er vélaverkfræðingur.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar