Toppurinn á ísjakanum Anna Steinsen skrifar 9. júní 2023 14:02 Konur eru beittar ofbeldi um allan heim. Ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Það eru um 736 milljónir kvenna! Þessar tölur eru þó líklega aðeins toppurinn á ísjakanum, því þær taka aðeins mið af opinberum gögnum þeirra ríkja sem hafa slík gögn tiltæk, og af sárri reynslu vitum við að fjöldi kvenna mun aldrei segja frá ofbeldinu né tilkynna það til yfirvalda. Ísland sker sig ekki úr í þessum efnum, þrátt fyrir að standa öðrum ríkjum framar í kynjajafnrétti. Opinberar tölur segja að þrjátíu prósent íslenskra kvenna hafi verið beittar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Hins vegar má nefna nýjustu rannsóknir á þessu sviði eins og Áfallasögu kvenna sem gefur til kynna að 40% kvenna hafi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Á Íslandi höfum við þó reynt að bregðast við vandanum á síðustu árum og ýmis þolendamiðuð úrræði hafa orðið til í kjölfarið. Sú þjónusta, sem og opinber þjónusta á borð við læknisaðstoð og lagaleg aðstoð, er þolendum að kostnaðarlausu. Þannig getur þolandi hér á Íslandi fengið sálrænan stuðning, tímabundið athvarf, lagalega leiðsögn og þjónustu réttargæslumanns án endurgjalds. Meira en helmingur orðið fyrir ofbeldi Í Síerra Leóne er staðan þó önnur og verri. Þar hefur 61 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þrátt fyrir þessar tölur eru fá úrræði til staðar í landinu fyrir þolendur. Þó að breytingar hafi verið gerðar á lögum í Síerra Leóne árið 2007 sem kveði á um að þolendur kynbundins ofbeldis eigi rétt á gjaldlausri læknisaðstoð, er staðan sú að flest eru þau krafin um greiðslu af fjársveltum sjúkrahúsum. Margir þolendur hafa því ekki efni á að sækja sér læknisaðstoð í kjölfar ofbeldis, hvað þá að leita réttar síns. Árið 2020 var fyrstu „one stop“ miðstöðinni fyrir þolendur kynbundins ofbeldis komið á laggirnar í Síerra Leóne í samstarfi við UN Women. Miðstöðvar sem þessar veita fjölþætta þjónustu til þolenda og var Síerra Leóne eitt fyrsta ríki Afríku til að koma slíkri miðstöð á fót. Þar hljóta þolendur læknisþjónustu, lagalega ráðgjöf og sálræna aðstoð, allt án endurgjalds. Á síðastliðnu ári höfðu 489 þolendur hlotið aðstoð í slíkri miðstöð. Tölurnar kunna að hljóma ansi látlausar í hinu stóra samhengi, en þarna hafa 489 konur hlotið læknisaðstoð, sálrænan stuðning og lagalega ráðgjöf. Konur sem hefðu annars aldrei fengið þá aðstoð sem þær svo sárlega þörfnuðust. Þegar við styðjum við eina konu á þennan hátt, hefur það ekki aðeins áhrif á framtíð hennar, heldur einnig á framtíð fjölskyldu hennar. FO-herferð UN Women á Íslandi í ár styður við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi í Síerra Leóne. Hvert eitt og einasta framlag skiptir máli og saman getum við öll lagst á eitt til að styðja við konur og stúlkur í Síerra Leóne. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Síerra Leóne Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Konur eru beittar ofbeldi um allan heim. Ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Það eru um 736 milljónir kvenna! Þessar tölur eru þó líklega aðeins toppurinn á ísjakanum, því þær taka aðeins mið af opinberum gögnum þeirra ríkja sem hafa slík gögn tiltæk, og af sárri reynslu vitum við að fjöldi kvenna mun aldrei segja frá ofbeldinu né tilkynna það til yfirvalda. Ísland sker sig ekki úr í þessum efnum, þrátt fyrir að standa öðrum ríkjum framar í kynjajafnrétti. Opinberar tölur segja að þrjátíu prósent íslenskra kvenna hafi verið beittar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Hins vegar má nefna nýjustu rannsóknir á þessu sviði eins og Áfallasögu kvenna sem gefur til kynna að 40% kvenna hafi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Á Íslandi höfum við þó reynt að bregðast við vandanum á síðustu árum og ýmis þolendamiðuð úrræði hafa orðið til í kjölfarið. Sú þjónusta, sem og opinber þjónusta á borð við læknisaðstoð og lagaleg aðstoð, er þolendum að kostnaðarlausu. Þannig getur þolandi hér á Íslandi fengið sálrænan stuðning, tímabundið athvarf, lagalega leiðsögn og þjónustu réttargæslumanns án endurgjalds. Meira en helmingur orðið fyrir ofbeldi Í Síerra Leóne er staðan þó önnur og verri. Þar hefur 61 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þrátt fyrir þessar tölur eru fá úrræði til staðar í landinu fyrir þolendur. Þó að breytingar hafi verið gerðar á lögum í Síerra Leóne árið 2007 sem kveði á um að þolendur kynbundins ofbeldis eigi rétt á gjaldlausri læknisaðstoð, er staðan sú að flest eru þau krafin um greiðslu af fjársveltum sjúkrahúsum. Margir þolendur hafa því ekki efni á að sækja sér læknisaðstoð í kjölfar ofbeldis, hvað þá að leita réttar síns. Árið 2020 var fyrstu „one stop“ miðstöðinni fyrir þolendur kynbundins ofbeldis komið á laggirnar í Síerra Leóne í samstarfi við UN Women. Miðstöðvar sem þessar veita fjölþætta þjónustu til þolenda og var Síerra Leóne eitt fyrsta ríki Afríku til að koma slíkri miðstöð á fót. Þar hljóta þolendur læknisþjónustu, lagalega ráðgjöf og sálræna aðstoð, allt án endurgjalds. Á síðastliðnu ári höfðu 489 þolendur hlotið aðstoð í slíkri miðstöð. Tölurnar kunna að hljóma ansi látlausar í hinu stóra samhengi, en þarna hafa 489 konur hlotið læknisaðstoð, sálrænan stuðning og lagalega ráðgjöf. Konur sem hefðu annars aldrei fengið þá aðstoð sem þær svo sárlega þörfnuðust. Þegar við styðjum við eina konu á þennan hátt, hefur það ekki aðeins áhrif á framtíð hennar, heldur einnig á framtíð fjölskyldu hennar. FO-herferð UN Women á Íslandi í ár styður við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi í Síerra Leóne. Hvert eitt og einasta framlag skiptir máli og saman getum við öll lagst á eitt til að styðja við konur og stúlkur í Síerra Leóne. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun