Í hvernig samfélagi búum við? Þorvarður Bergmann Kjartansson skrifar 10. júní 2023 20:00 Eftirfarandi ræðu flutti ég á mótmælunum á Austurvelli í dag. Rísum upp! Við búum í samfélagi þar sem getan þín til að eiga heimili ræðst á því hvort fjárfestar geti grætt nógu mikið á því. Ef þú ert heppinn, þá geturðu leigt þér íbúð og færð að eyða nær öllum tekjunum þínum í að borga niður húsnæðislán einhvers annars. Ef þú ert aðeins heppnari, þá geturðu búið frítt hjá foreldrum þínum þar til þú ert kominn á fertugsaldur. Þá verðuru vonandi búinn safna þér í það eigið fé sem þú þarft til að kaupa þér litla stúdíóíbúð. Þá geturðu gerst svo heppinn að fá að skuldsetja þig út alla þína ævi til þess að geta átt þak yfir höfuðið. Ef þú ert heppinn, þá verðuru búinn að borga meirihlutann niður áður en þú hættir að vinna og getur svo haldið áfram að nota lífeyrinn þinn í að borga niður restina. Þú færð að eyða lífinu í að þykjast vera hagfræðingur og ákveða hvers konar lán sé hagstæðast fyrir þig. Áttu efni á óverðtryggðu? Og ef þú átt efni á því, áttu ennþá efni á því ef bankinn ákveður að hækka vextina þína? Er kannski best að taka óhagstætt lán af því þú mögulega þolir ekki vextina sem bankinn gæti mögulega ákveðið að rukka þig í framtíðinni? Ef þetta þykir spennandi verkefni, þá ertu heppinn, því þú færð að eyða restinni af ævinni þinni í aðfylgjast með lánakjörum og taka ákvarðanir um hvenær sé best að endurfjármagna og fara í allar þessar pælingar aftur. Ef þú ert heppinn, þá ákvaðstu að það væri heppilegt að festa vextina þína áður en seðlabankinn ákveður að hækka stýrivexti 13 sinnum í röð. Ef þú ert heppinn, þá gastu fengið nokkrar milljónir lánaðar af fjölskyldumeðlimum til þess að veðhlutfall íbúðarinnar varð nógu lágt til að bankinn leyfði þér að endurfjármagna. Við búum í samfélagi þar sem líf þitt og hugur á að snúast í kringum þá ákvörðun hvaða fjárfesta þú ætlar að leyfa að blóðmjólka þig út líf þitt - til þess að þú getur einhversstaðar átt heim. Hvers konar samfélag er þetta? Hvað köllum við samfélag þar sem fjöldi launafólks, sem á erfitt með að ná endum saman, nálgast 50%? Þar sem 80% öryrkja eiga erfitt með að ná endum saman? Þar sem 80% leigjenda eiga erfitt með að ná endum saman? Hvað köllum við samfélag þar sem aðeins þriðjungur af öllu byggðu húsnæði er keypt til að búa í, en restin eru mokuð upp af fjárfestum? Hvað köllum við samfélag þar sem fólkinu sem er að drukkna er sagt að halda aftan af sér í samningum við atvinnurekendur. Þar sem engin segir múkk þegar atvinnurekendur hækka verð vegna hækkandi rekstrar og innkaupakostnaðar, en þegar fólkið sem er að drukkna ætlar hækka verðið á vinnunni sinni, vegna hækkandi rekstrar og innkaupakostnaðar, þá svarar ríkisvaldið með því að kalla það óábyrgt og að verðbólgan sé þeim að kenna. Hvað köllum við samfélag þar sem seðlabankastjóri hótar að knýja fram kreppu ef fólkið sem er að drukkna dirfist til að óska eftir launum sem duga fyrir framfærslu. Á sama tíma kemur það ekki til greina hjá ríkinu að skattleggja þá sem eiga mest. Hvað köllum við samfélag þar sem skattkerfið er hannað til þess að ríkasta fólk landsins borgi minni skatt en almennt verkafólk? Hvað köllum við samfélag þar sem kvótakóngar fá milljarðir í bætur vegna þess að ríkinu datt í hug að þeir þyrftu að deila fiskinum í sjónum með öðrum. Hvað köllum við samfélag þar sem, í staðin fyrir að ríkið skattleggi þá ríkustu, þá tekur það lán frá þeim. Svo þeir geti alveg örugglega fengið allan þann pening til baka með vöxtum. Hvað köllum við samfélag þar sem ríkið selur Íslandsbanka þrátt fyrir að þeirra eigin kannanir sögðu að þjóðin vildi það ekki? Hvað köllum við samfélag þar sem lögreglan fer fram við blaðamenn eins og glæpamenn, ef þau skyldidirfast til að uppljóstra glæpi stórfyrirtækja? Hvað köllum við samfélag þar sem ríkisstjórninni finnst eðlilegt og sjálfsagt að embættismaður ríkisins fái að ráða hvort stéttarfélög megi fara í verkfall eða ekki. Því verkafólk skal ekki fá hærri laun er ríkinu finnst viðeigandi. Því ríkið virðist vera búið að ákveða að þeir sem eru núþegar að drukkna þurfi að vera fórnað á altari hagkerfisins. Því kannski ef við fórnum nógu mörgu verkafólki, leigjendum og öryrkjum, þá mun verðbólgan fara áður en hún fer að bíta elsku fjárfestana. Hvað köllum við svona samfélag? Ég kalla það misheppnað samfélag. Samfélag sem var hannað eftir höfði eignastéttar. Samfélag sem er fjandsamlegt öreigum - þar sem vinnandi fólk verður alltaf í öðru sæti. Það er kominn tími til að hætta láta segja okkur hvað við erum heppin. Það er kominn tími til að við rísum upp og gerum það alveg ljóst að þeir sem taka fjármagn fram yfir fólk eru ekki velkomin í þessu samfélagi. Höfundur er varaformaður ASÍ-ung. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Efnahagsmál Húsnæðismál Kjaramál Reykjavík Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi ræðu flutti ég á mótmælunum á Austurvelli í dag. Rísum upp! Við búum í samfélagi þar sem getan þín til að eiga heimili ræðst á því hvort fjárfestar geti grætt nógu mikið á því. Ef þú ert heppinn, þá geturðu leigt þér íbúð og færð að eyða nær öllum tekjunum þínum í að borga niður húsnæðislán einhvers annars. Ef þú ert aðeins heppnari, þá geturðu búið frítt hjá foreldrum þínum þar til þú ert kominn á fertugsaldur. Þá verðuru vonandi búinn safna þér í það eigið fé sem þú þarft til að kaupa þér litla stúdíóíbúð. Þá geturðu gerst svo heppinn að fá að skuldsetja þig út alla þína ævi til þess að geta átt þak yfir höfuðið. Ef þú ert heppinn, þá verðuru búinn að borga meirihlutann niður áður en þú hættir að vinna og getur svo haldið áfram að nota lífeyrinn þinn í að borga niður restina. Þú færð að eyða lífinu í að þykjast vera hagfræðingur og ákveða hvers konar lán sé hagstæðast fyrir þig. Áttu efni á óverðtryggðu? Og ef þú átt efni á því, áttu ennþá efni á því ef bankinn ákveður að hækka vextina þína? Er kannski best að taka óhagstætt lán af því þú mögulega þolir ekki vextina sem bankinn gæti mögulega ákveðið að rukka þig í framtíðinni? Ef þetta þykir spennandi verkefni, þá ertu heppinn, því þú færð að eyða restinni af ævinni þinni í aðfylgjast með lánakjörum og taka ákvarðanir um hvenær sé best að endurfjármagna og fara í allar þessar pælingar aftur. Ef þú ert heppinn, þá ákvaðstu að það væri heppilegt að festa vextina þína áður en seðlabankinn ákveður að hækka stýrivexti 13 sinnum í röð. Ef þú ert heppinn, þá gastu fengið nokkrar milljónir lánaðar af fjölskyldumeðlimum til þess að veðhlutfall íbúðarinnar varð nógu lágt til að bankinn leyfði þér að endurfjármagna. Við búum í samfélagi þar sem líf þitt og hugur á að snúast í kringum þá ákvörðun hvaða fjárfesta þú ætlar að leyfa að blóðmjólka þig út líf þitt - til þess að þú getur einhversstaðar átt heim. Hvers konar samfélag er þetta? Hvað köllum við samfélag þar sem fjöldi launafólks, sem á erfitt með að ná endum saman, nálgast 50%? Þar sem 80% öryrkja eiga erfitt með að ná endum saman? Þar sem 80% leigjenda eiga erfitt með að ná endum saman? Hvað köllum við samfélag þar sem aðeins þriðjungur af öllu byggðu húsnæði er keypt til að búa í, en restin eru mokuð upp af fjárfestum? Hvað köllum við samfélag þar sem fólkinu sem er að drukkna er sagt að halda aftan af sér í samningum við atvinnurekendur. Þar sem engin segir múkk þegar atvinnurekendur hækka verð vegna hækkandi rekstrar og innkaupakostnaðar, en þegar fólkið sem er að drukkna ætlar hækka verðið á vinnunni sinni, vegna hækkandi rekstrar og innkaupakostnaðar, þá svarar ríkisvaldið með því að kalla það óábyrgt og að verðbólgan sé þeim að kenna. Hvað köllum við samfélag þar sem seðlabankastjóri hótar að knýja fram kreppu ef fólkið sem er að drukkna dirfist til að óska eftir launum sem duga fyrir framfærslu. Á sama tíma kemur það ekki til greina hjá ríkinu að skattleggja þá sem eiga mest. Hvað köllum við samfélag þar sem skattkerfið er hannað til þess að ríkasta fólk landsins borgi minni skatt en almennt verkafólk? Hvað köllum við samfélag þar sem kvótakóngar fá milljarðir í bætur vegna þess að ríkinu datt í hug að þeir þyrftu að deila fiskinum í sjónum með öðrum. Hvað köllum við samfélag þar sem, í staðin fyrir að ríkið skattleggi þá ríkustu, þá tekur það lán frá þeim. Svo þeir geti alveg örugglega fengið allan þann pening til baka með vöxtum. Hvað köllum við samfélag þar sem ríkið selur Íslandsbanka þrátt fyrir að þeirra eigin kannanir sögðu að þjóðin vildi það ekki? Hvað köllum við samfélag þar sem lögreglan fer fram við blaðamenn eins og glæpamenn, ef þau skyldidirfast til að uppljóstra glæpi stórfyrirtækja? Hvað köllum við samfélag þar sem ríkisstjórninni finnst eðlilegt og sjálfsagt að embættismaður ríkisins fái að ráða hvort stéttarfélög megi fara í verkfall eða ekki. Því verkafólk skal ekki fá hærri laun er ríkinu finnst viðeigandi. Því ríkið virðist vera búið að ákveða að þeir sem eru núþegar að drukkna þurfi að vera fórnað á altari hagkerfisins. Því kannski ef við fórnum nógu mörgu verkafólki, leigjendum og öryrkjum, þá mun verðbólgan fara áður en hún fer að bíta elsku fjárfestana. Hvað köllum við svona samfélag? Ég kalla það misheppnað samfélag. Samfélag sem var hannað eftir höfði eignastéttar. Samfélag sem er fjandsamlegt öreigum - þar sem vinnandi fólk verður alltaf í öðru sæti. Það er kominn tími til að hætta láta segja okkur hvað við erum heppin. Það er kominn tími til að við rísum upp og gerum það alveg ljóst að þeir sem taka fjármagn fram yfir fólk eru ekki velkomin í þessu samfélagi. Höfundur er varaformaður ASÍ-ung.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun