Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júní 2023 12:23 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, funduðu í Washington í gær. AP/Carolyn Kaster Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. Frá þessu greinir Guardian og bætir við að aðildarríki Nató muni lofa því að standa vörð um öryggi Úkraínu en hvert fyrir sig, það er að segja ekki á sameiginlegum grundvelli Nató. Það hefur löngum legið ljóst fyrir að Úkraínu yrði ekki boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu á meðan átök stæðu enn yfir í landinu. Þarlend stjórnvöld hafa hins vegar talað fyrir því að tímasett áætlun um inngöngu yrði lögð fram og njóta stuðnings Póllands og ríkjanna á Balkanskaga. Í sárabót verður Úkraínumönnum líklega veitt meiri aðkoma að viðræðum á fundum um málefni Úkraínu og samband Nató og Úkraínu. New York Times segir Joe Biden Bandaríkjaforseta undir auknum þrýsting frá öðrum aðildarríkjum um einhvers konar skuldbindingu Nató gagnvart Úkraínu en hann er sagður njóta fulls stuðnings Þjóðverja. Allir aðilar máls virðast sammála um að mikilvægast sé að viðhalda samstöðu Nató-ríkjanna og senda þannig skýr skilaboð til stjórnvalda í Rússlandi um að það muni ekki gagnast þeim að bíða og vona að það fjari undan stuðningi ríkjanna við Úkraínu. Bæði Finnland og Svíþjóð fengu hraðafgreiðslu aðildarumsókna sinna en á meðan Finnar hafa þegar verið teknir inn bíða Svíar samþykkis stjórnvalda í Tyrklandi. Fulltrúar Nató funda nú með Recep Tayyip Erdogan, sem nýlega var endurkjörinn forseti, um stöðu mála. Fátt bendir þó til þess að forsetinn hafi haggast í afstöðu sinni en í viðtölum sem birtust í tyrkneskum fjölmiðlum í morgun sagði hann að afstöðu Tyrklands yrði ekki haggað á meðan enn væri boðað til mótmæla í Svíþjóð til stuðnings Kúrdum. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Svíþjóð Bandaríkin Hernaður Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Frá þessu greinir Guardian og bætir við að aðildarríki Nató muni lofa því að standa vörð um öryggi Úkraínu en hvert fyrir sig, það er að segja ekki á sameiginlegum grundvelli Nató. Það hefur löngum legið ljóst fyrir að Úkraínu yrði ekki boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu á meðan átök stæðu enn yfir í landinu. Þarlend stjórnvöld hafa hins vegar talað fyrir því að tímasett áætlun um inngöngu yrði lögð fram og njóta stuðnings Póllands og ríkjanna á Balkanskaga. Í sárabót verður Úkraínumönnum líklega veitt meiri aðkoma að viðræðum á fundum um málefni Úkraínu og samband Nató og Úkraínu. New York Times segir Joe Biden Bandaríkjaforseta undir auknum þrýsting frá öðrum aðildarríkjum um einhvers konar skuldbindingu Nató gagnvart Úkraínu en hann er sagður njóta fulls stuðnings Þjóðverja. Allir aðilar máls virðast sammála um að mikilvægast sé að viðhalda samstöðu Nató-ríkjanna og senda þannig skýr skilaboð til stjórnvalda í Rússlandi um að það muni ekki gagnast þeim að bíða og vona að það fjari undan stuðningi ríkjanna við Úkraínu. Bæði Finnland og Svíþjóð fengu hraðafgreiðslu aðildarumsókna sinna en á meðan Finnar hafa þegar verið teknir inn bíða Svíar samþykkis stjórnvalda í Tyrklandi. Fulltrúar Nató funda nú með Recep Tayyip Erdogan, sem nýlega var endurkjörinn forseti, um stöðu mála. Fátt bendir þó til þess að forsetinn hafi haggast í afstöðu sinni en í viðtölum sem birtust í tyrkneskum fjölmiðlum í morgun sagði hann að afstöðu Tyrklands yrði ekki haggað á meðan enn væri boðað til mótmæla í Svíþjóð til stuðnings Kúrdum.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Svíþjóð Bandaríkin Hernaður Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira