Myndbirtingar af þjófum geta spillt fyrir lögreglu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. júní 2023 07:00 Guðmundur Pétur segir að fólk megi afhenda lögreglu myndbönd af þjófum en engum öðrum. Egill Aðalsteinsson Borið hefur á því að fólk sem lent hefur í þjófnaði birti myndir af meintum þjófum á samfélagsmiðlum. Persónuvernd hefur reynt að fá fólk til að senda myndir og myndbönd til lögreglu og taka úr birtingu. Sífellt fleiri heimili eru með öryggismyndavélar sem geta tekið bæði ljósmyndir og myndbönd innan sem utanhúss. Þjófnaður úr heimahúsum er algengur, meðal annars á verkfærum og raftækjum, og þjófarnir nást oft glóðvolgir á mynd. Borið hefur á því að þessar myndir séu birtar, óblörraðar, á samfélagsmiðlum og sagt að viðkomandi hafi stolið einhverjum hlut. Oft eru þessar myndir birtar í svokölluðum hverfa- eða bæjargrúbbum á Facebook en einnig á síðum fólks. Nýleg slík færsla hljómar á eftirfarandi veg: „Vantar að ná tali af þessum manni hann fór inní bílinn hjá mér og stal af mér milwukee hersluvél og jbl heyrnatólum ásamt einhverjum smáhlutum ef einhver þekkir til þessa mannst má hafa samband við mig í síma […] eða lögregluna á höfuðborgarsvæðinu“ Og önnur: „Mig vantar að finna þennan mann. Hann braust inn í bíl hjá mér og stal verkfærum sem voru í honum. Atvikið átti sér stað 08.06 .23. Endilega deilið.“ Stanslaus þjófnaðarfaraldur Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir enga sérstaka þjófnaðarhrinu um þessar mundir. „Ekkert meira en venjulega. Það er alltaf stanslaus þjófnaðarfaraldur,“ segir hann hins vegar. Oft er um góðkunningja lögreglunnar að ræða og myndbönd geta hjálpað mikið.Getty Hann segir jafn framt að það megi ekki birta svona myndir á samfélagsmiðlum, þar sem verið sé að sverta eða bera sakir á fólk sem þekkjanlegt sé á myndum. Annað gildi um blörraðar myndir. „Stundum fáum við kærur þar sem um ræðir brot á persónuverndarlögum. Annað hvort í riti eða myndum,“ segir hann. Lögreglan skipti sér hins vegar ekki af málum nema að það komi kæra. Góðkunningjar lögreglunnar Aðspurður um réttan feril segir Guðmundur að fólk eigi að tilkynna innbrot, húsbrot eða þjófnað til lögreglu og afhenda svo öll gögn. „Fólk má afhenda lögreglu upptökur en engum öðrum,“ segir hann. Þetta beri oft árangur því að oft þekkja lögreglumenn viðkomandi meintan þjóf í sjón. Guðmundur segir myndbandsupptökur mjög gott verkfæri fyrir lögregluna. Mjög oft takist að leysa mál vegna þeirra. Annars þurfi lögreglan að standa þjófinn að verki, grípa hann með þýfið eða hafa vitni til afspurnar. Birting getur tafið Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri eftirlits hjá Persónuvernd, segir að stofnunin hafi ekki orðið vör við fjölgun innsendra erinda í þessum málum. Það sé hins vegar eðlilegt í ljósi þess að þeir sem eru á myndunum séu ekki líklegir til að kvarta. Reglulega berist þó ábendingar og fyrirspurnir um myndbirtingar sem þessar. „Persónuvernd hefur í gegnum tíðina leitast við að hafa samband við þá sem birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum á Netinu, upplýsa um reglurnar og beina því til fólks að taka myndefnið úr birtingu og leita frekar til lögreglu. Ekki er þó hægt að bregðast við öllum ábendingum,“ segir Helga. Helga bendir á að Persónuvernd hafi heimild til að leggja á sektir í þessum tilvikum en enn hafi ekki komið til þess. Ráðleggur Persónuvernd fólk til að leita til lögreglu. Í vissum tilvikum birti lögreglan sjálf slíkt myndefni í tengslum við rannsóknir mála þó að einstaklingar hafi ekki heimild til þess. Helga segir að það geti jafn vel tafið fyrir úrlausn máls að myndefni sé komið í almenna birtingu á samfélagsmiðlum. Mega sekta Aðspurð um viðurlög við myndbirtingum segir Helga að Persónuvernd hafi ýmis tól. „Þegar um er að ræða brot gegn persónuverndarlögunum getur Persónuvernd til dæmis lagt bann við birtingu myndefnis eða sektað vegna birtingarinnar,“ segir hún. „Enn sem komið er hafa þó ekki verið lagðar á sektir í málum sem varða myndbirtingar á Netinu.“ Persónuvernd hefur ekki formlega úrskurðað um myndbirtingar úr eftirlitsmyndavélum af hálfu einstaklinga þó til séu fordæmi frá stofnuninni um annars konar birtingar. „Rétt er að nefna að þegar einstaklingar birta myndir á samfélagsmiðlum getur eftir atvikum þurft að skoða hvort niðurstaðan ráðist frekar af túlkun ákvæðis stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi en persónuverndarlögunum, en þegar það á við getur það heyrt undir dómstóla fremur en Persónuvernd að fjalla um birtinguna. Þetta er metið í hverju tilviki fyrir sig,“ segir hún. Lögreglumál Persónuvernd Ljósmyndun Samfélagsmiðlar Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Sífellt fleiri heimili eru með öryggismyndavélar sem geta tekið bæði ljósmyndir og myndbönd innan sem utanhúss. Þjófnaður úr heimahúsum er algengur, meðal annars á verkfærum og raftækjum, og þjófarnir nást oft glóðvolgir á mynd. Borið hefur á því að þessar myndir séu birtar, óblörraðar, á samfélagsmiðlum og sagt að viðkomandi hafi stolið einhverjum hlut. Oft eru þessar myndir birtar í svokölluðum hverfa- eða bæjargrúbbum á Facebook en einnig á síðum fólks. Nýleg slík færsla hljómar á eftirfarandi veg: „Vantar að ná tali af þessum manni hann fór inní bílinn hjá mér og stal af mér milwukee hersluvél og jbl heyrnatólum ásamt einhverjum smáhlutum ef einhver þekkir til þessa mannst má hafa samband við mig í síma […] eða lögregluna á höfuðborgarsvæðinu“ Og önnur: „Mig vantar að finna þennan mann. Hann braust inn í bíl hjá mér og stal verkfærum sem voru í honum. Atvikið átti sér stað 08.06 .23. Endilega deilið.“ Stanslaus þjófnaðarfaraldur Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir enga sérstaka þjófnaðarhrinu um þessar mundir. „Ekkert meira en venjulega. Það er alltaf stanslaus þjófnaðarfaraldur,“ segir hann hins vegar. Oft er um góðkunningja lögreglunnar að ræða og myndbönd geta hjálpað mikið.Getty Hann segir jafn framt að það megi ekki birta svona myndir á samfélagsmiðlum, þar sem verið sé að sverta eða bera sakir á fólk sem þekkjanlegt sé á myndum. Annað gildi um blörraðar myndir. „Stundum fáum við kærur þar sem um ræðir brot á persónuverndarlögum. Annað hvort í riti eða myndum,“ segir hann. Lögreglan skipti sér hins vegar ekki af málum nema að það komi kæra. Góðkunningjar lögreglunnar Aðspurður um réttan feril segir Guðmundur að fólk eigi að tilkynna innbrot, húsbrot eða þjófnað til lögreglu og afhenda svo öll gögn. „Fólk má afhenda lögreglu upptökur en engum öðrum,“ segir hann. Þetta beri oft árangur því að oft þekkja lögreglumenn viðkomandi meintan þjóf í sjón. Guðmundur segir myndbandsupptökur mjög gott verkfæri fyrir lögregluna. Mjög oft takist að leysa mál vegna þeirra. Annars þurfi lögreglan að standa þjófinn að verki, grípa hann með þýfið eða hafa vitni til afspurnar. Birting getur tafið Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri eftirlits hjá Persónuvernd, segir að stofnunin hafi ekki orðið vör við fjölgun innsendra erinda í þessum málum. Það sé hins vegar eðlilegt í ljósi þess að þeir sem eru á myndunum séu ekki líklegir til að kvarta. Reglulega berist þó ábendingar og fyrirspurnir um myndbirtingar sem þessar. „Persónuvernd hefur í gegnum tíðina leitast við að hafa samband við þá sem birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum á Netinu, upplýsa um reglurnar og beina því til fólks að taka myndefnið úr birtingu og leita frekar til lögreglu. Ekki er þó hægt að bregðast við öllum ábendingum,“ segir Helga. Helga bendir á að Persónuvernd hafi heimild til að leggja á sektir í þessum tilvikum en enn hafi ekki komið til þess. Ráðleggur Persónuvernd fólk til að leita til lögreglu. Í vissum tilvikum birti lögreglan sjálf slíkt myndefni í tengslum við rannsóknir mála þó að einstaklingar hafi ekki heimild til þess. Helga segir að það geti jafn vel tafið fyrir úrlausn máls að myndefni sé komið í almenna birtingu á samfélagsmiðlum. Mega sekta Aðspurð um viðurlög við myndbirtingum segir Helga að Persónuvernd hafi ýmis tól. „Þegar um er að ræða brot gegn persónuverndarlögunum getur Persónuvernd til dæmis lagt bann við birtingu myndefnis eða sektað vegna birtingarinnar,“ segir hún. „Enn sem komið er hafa þó ekki verið lagðar á sektir í málum sem varða myndbirtingar á Netinu.“ Persónuvernd hefur ekki formlega úrskurðað um myndbirtingar úr eftirlitsmyndavélum af hálfu einstaklinga þó til séu fordæmi frá stofnuninni um annars konar birtingar. „Rétt er að nefna að þegar einstaklingar birta myndir á samfélagsmiðlum getur eftir atvikum þurft að skoða hvort niðurstaðan ráðist frekar af túlkun ákvæðis stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi en persónuverndarlögunum, en þegar það á við getur það heyrt undir dómstóla fremur en Persónuvernd að fjalla um birtinguna. Þetta er metið í hverju tilviki fyrir sig,“ segir hún.
Lögreglumál Persónuvernd Ljósmyndun Samfélagsmiðlar Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent