Frelsið kemur að utan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2023 08:32 Flest framfaraskref sem við höfum tekið sem samfélag byggja á meira frelsi og aukinni samkeppni. Þannig er óumdeilt að aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu undir lok síðustu aldar braut upp einokun og ríkisrekstur á fjölmörgum sviðum atvinnu- og viðskiptalífs. Aðgangur að stærri markaði gjörbreytti smásölu með vöru og þjónustu og það sem meira er, bætti þjónustu til neytenda og lækkaði vöruverð. Hopp inn í framtíðina Framkvæmdastjóri Hopp rakti í nýlegu viðtali hvernig fyrirtækið hyggst hasla sér völl á leigubílamarkaði hér á landi. Í viðtalinu lagði hún áherslu á að þjónustan ætti að vera neytendamiðuð, bjóða upp á meira gagnsæi, öryggi og aukið framboði m.a með því að nýta sér hugbúnaðarþróun sem önnur og stærri erlend samgöngufyrirtæki hafa lagt grunn að og þannig gjörbreytt þessari þjónustu. Fyrir örfáum árum síðan var óhugsandi að þessi ágæti framkvæmdastjóri gæti talað með þessum hætti. Lög um leigubílastarfsemi hafa verið mjög íþyngjandi og takmarkandi hérlendis og hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA sem sér um framfylgja EES samningnum ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á brot gegn rétti borgaranna til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi. Viðreisn hefur lengi barist fyrir því að opna þessa löggjöf upp og var því stuðningsmaður frumvarps sem samþykkt var seint á síðasta ári og gekk í gildi 1. apríl sl. Á grunni þeirra laga geta fyrirtæki eins og Hopp veitt samkeppni og stuðlað að framþróun í samgöngumálum samanber þá þróun sem hefur átt sér stað á erlendum mörkuðum sem við berum okkur saman við. Þarf alltaf að vera vín? Annað fyrirtæki, Costco, tilkynnti í vikunni að það hyggist bjóða neytendum vinsæla vöru til afhendingar í vöruhúsi sínu í Garðabæ. Sala á vörunni mun hins vegar einungis fara fram í gegnum netsölu, sem fyrirtækið hefur hingað til bara haft opna fyrir pantanir á glæsilegum afmælistertum og endurnýjun á aðildarkortum. Þetta fyrirtæki er sem sagt að leggja töluverða lykkju á leið sína til þess að bjóða neytendum, sjálfráða fullorðnu fólki á tilteknum aldri, vöru sem það vill kaupa en má hins vegar lögum samkvæmt bara kaupa af hinu opinbera. Það telst þannig til tíðinda að erlend verslunarkeðja sem endurræsti samkeppni hér með innkomu sinni inn á smásölumarkaðinn, svo ekki sé talað um eldsneytismarkaðinn, ætli að verða fyrst til þess að bjóða upp á áfengi í búðum eftir krókaleið. Hlutverk löggjafans er að búa til ramma og treysta fólki til þess að athafna sig innan hans. Eðli málsins samkvæmt eru frjálsir einstaklingar fljótari til að taka framfaraskref og ekki hægt að ætlast til þess að löggjafinn sjái allt fyrir eða sé á undan sinni samtíð. En þegar löggjöf er orðin óvirk í eðli sínu og úrelt þannig að fólk og fyrirtæki hafa fundið leið framhjá henni skiptir máli að bregðast við og aðlaga sig að raunveruleikanum. Áfengislöggjöfin er gott dæmi um þetta. Leiðin sem Costco hefur valið við að bjóða neytendum vöru sem þau vilja kaup er ekki ný, því nokkur fyrirtæki, með brautryðjandann Arnar Sigurðsson vínkaupmann í broddi fylkingar, eru nú þegar að selja neytendum áfengi í gegnum netið. Það sem er nýtt í þessu er kannski helst það að ákallið um að taka fyrir alvöru samtal um breytingar á lögum um áfengissölu er orðið mjög aðkallandi. Það grefur undan samfélagssáttmálanum okkar að viðhalda löggjöf sem er virt að vettugi. Ekki benda á mig Það er hlutverk stjórnmálafólks á hverjum tíma að takast á við erfið verkefni og finna lausn á samfélagslegum áskorunum. En til þess þarf hugrekki og pólitískt þrek og þar virðist hnífurinn sitja fastur í kúnni. Núverandi samsetning ríkisstjórnarinnar kemur í veg fyrir að pólitískt viðkvæm og flókin mál séu rædd eða ákvarðanir teknar. Nýleg löggjöf um rýmkun á leigubílamarkaði varð að veruleika þrátt fyrir þessa staðreynd og aðallega vegna ávirðinga frá erlendum eftirlitsstofnunum, en ekki vegna þess að gömlu flokkarnir í ríkisstjórninni hafi haft knýjandi þörf til að breyta. Reyndar virðast frelsismál eiga sérlega erfitt uppdráttar við ríkisstjórnarborðið. Þannig má í raun ætla að breytingar á áfengislöggjöfinni séu á endanum orðnar að veruleika með tilkomu bandarísks smásölurisa inn á markaðinn. Enn eina ferðina virðumst við því ætla að vera farþegar í innreið nútímans og láta aðra um að frelsa okkur. Í stað þess að taka ábyrgð, læra af reynslunni og meðtaka hvað raunverulegt frelsi og alvöru samkeppni hefur gefið okkur mikið og gert okkur gott. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Flest framfaraskref sem við höfum tekið sem samfélag byggja á meira frelsi og aukinni samkeppni. Þannig er óumdeilt að aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu undir lok síðustu aldar braut upp einokun og ríkisrekstur á fjölmörgum sviðum atvinnu- og viðskiptalífs. Aðgangur að stærri markaði gjörbreytti smásölu með vöru og þjónustu og það sem meira er, bætti þjónustu til neytenda og lækkaði vöruverð. Hopp inn í framtíðina Framkvæmdastjóri Hopp rakti í nýlegu viðtali hvernig fyrirtækið hyggst hasla sér völl á leigubílamarkaði hér á landi. Í viðtalinu lagði hún áherslu á að þjónustan ætti að vera neytendamiðuð, bjóða upp á meira gagnsæi, öryggi og aukið framboði m.a með því að nýta sér hugbúnaðarþróun sem önnur og stærri erlend samgöngufyrirtæki hafa lagt grunn að og þannig gjörbreytt þessari þjónustu. Fyrir örfáum árum síðan var óhugsandi að þessi ágæti framkvæmdastjóri gæti talað með þessum hætti. Lög um leigubílastarfsemi hafa verið mjög íþyngjandi og takmarkandi hérlendis og hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA sem sér um framfylgja EES samningnum ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á brot gegn rétti borgaranna til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi. Viðreisn hefur lengi barist fyrir því að opna þessa löggjöf upp og var því stuðningsmaður frumvarps sem samþykkt var seint á síðasta ári og gekk í gildi 1. apríl sl. Á grunni þeirra laga geta fyrirtæki eins og Hopp veitt samkeppni og stuðlað að framþróun í samgöngumálum samanber þá þróun sem hefur átt sér stað á erlendum mörkuðum sem við berum okkur saman við. Þarf alltaf að vera vín? Annað fyrirtæki, Costco, tilkynnti í vikunni að það hyggist bjóða neytendum vinsæla vöru til afhendingar í vöruhúsi sínu í Garðabæ. Sala á vörunni mun hins vegar einungis fara fram í gegnum netsölu, sem fyrirtækið hefur hingað til bara haft opna fyrir pantanir á glæsilegum afmælistertum og endurnýjun á aðildarkortum. Þetta fyrirtæki er sem sagt að leggja töluverða lykkju á leið sína til þess að bjóða neytendum, sjálfráða fullorðnu fólki á tilteknum aldri, vöru sem það vill kaupa en má hins vegar lögum samkvæmt bara kaupa af hinu opinbera. Það telst þannig til tíðinda að erlend verslunarkeðja sem endurræsti samkeppni hér með innkomu sinni inn á smásölumarkaðinn, svo ekki sé talað um eldsneytismarkaðinn, ætli að verða fyrst til þess að bjóða upp á áfengi í búðum eftir krókaleið. Hlutverk löggjafans er að búa til ramma og treysta fólki til þess að athafna sig innan hans. Eðli málsins samkvæmt eru frjálsir einstaklingar fljótari til að taka framfaraskref og ekki hægt að ætlast til þess að löggjafinn sjái allt fyrir eða sé á undan sinni samtíð. En þegar löggjöf er orðin óvirk í eðli sínu og úrelt þannig að fólk og fyrirtæki hafa fundið leið framhjá henni skiptir máli að bregðast við og aðlaga sig að raunveruleikanum. Áfengislöggjöfin er gott dæmi um þetta. Leiðin sem Costco hefur valið við að bjóða neytendum vöru sem þau vilja kaup er ekki ný, því nokkur fyrirtæki, með brautryðjandann Arnar Sigurðsson vínkaupmann í broddi fylkingar, eru nú þegar að selja neytendum áfengi í gegnum netið. Það sem er nýtt í þessu er kannski helst það að ákallið um að taka fyrir alvöru samtal um breytingar á lögum um áfengissölu er orðið mjög aðkallandi. Það grefur undan samfélagssáttmálanum okkar að viðhalda löggjöf sem er virt að vettugi. Ekki benda á mig Það er hlutverk stjórnmálafólks á hverjum tíma að takast á við erfið verkefni og finna lausn á samfélagslegum áskorunum. En til þess þarf hugrekki og pólitískt þrek og þar virðist hnífurinn sitja fastur í kúnni. Núverandi samsetning ríkisstjórnarinnar kemur í veg fyrir að pólitískt viðkvæm og flókin mál séu rædd eða ákvarðanir teknar. Nýleg löggjöf um rýmkun á leigubílamarkaði varð að veruleika þrátt fyrir þessa staðreynd og aðallega vegna ávirðinga frá erlendum eftirlitsstofnunum, en ekki vegna þess að gömlu flokkarnir í ríkisstjórninni hafi haft knýjandi þörf til að breyta. Reyndar virðast frelsismál eiga sérlega erfitt uppdráttar við ríkisstjórnarborðið. Þannig má í raun ætla að breytingar á áfengislöggjöfinni séu á endanum orðnar að veruleika með tilkomu bandarísks smásölurisa inn á markaðinn. Enn eina ferðina virðumst við því ætla að vera farþegar í innreið nútímans og láta aðra um að frelsa okkur. Í stað þess að taka ábyrgð, læra af reynslunni og meðtaka hvað raunverulegt frelsi og alvöru samkeppni hefur gefið okkur mikið og gert okkur gott. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun