Innlent

Sveitarstjórinn kom færandi hendi með morgunverðarkörfu

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hulda sveitarstjóri, ásamt hjónunum Theodóri og Esther, sem fengu glæsilega morgunverðarkörfu að gjöf í morgun á sjálfan þjóðhátíðardaginn.
Hulda sveitarstjóri, ásamt hjónunum Theodóri og Esther, sem fengu glæsilega morgunverðarkörfu að gjöf í morgun á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eldri borgar í Flóahreppi vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgun þegar sveitarstjórinn kom færandi hendi með morgunarverðarkörfu að gjöf til íbúa níutíu ára og eldri í tilefni dagsins. Um var að ræða sjö heimili í sveitinni.

Sveitarstjórinn, Hulda Kristjánsdóttir tók daginn snemma á þjóðhátíðardaginn og keyrði um með morgunverðarkörfurnar til að gefa íbúum 90 ára og eldri í sveitarfélaginu.

Hjónin í Árlundi, þau Theodór Guðjónsson, fæddur 1931 og Esther Jónsdóttir, fædd 1930 voru mikið ánægð með heimsókn sveitarstjórans.

„Við þökkum fyrir þá viðleitni, sem þið veitið okkur til þess að gera okkur lífið bærilegt hér,” sagði Theodór og Esther tók undir hans orð og sagði. „Það er svo mikið gott að búa í Flóahreppi, það segjum við. Við erum ánægð með það og vonum að við verðum hérna, sem lengst.”

Esther og Theodór keyptu Árlund fyrir um 40 árum og hafa byggt upp á myndarlegan og snyrtilegan hátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eitt prósent íbúa sveitarfélagsins eru 90 ára og eldri.

„Það passar því við erum rétt um 700 íbúar og þau eru sjö, sem hafa náð þessum áfanga að hafa náð 90 ára aldri. Það var virkilega gaman að keyra út körfurnar í morgun og fá þá tækifæri til að hitta fólk á þessum aldri,” segir Hulda.

Em var ekki gaman að fá sveitarstjórann í heimsókn með morgunverðarkörfuna?

„Jú, það var svo sannarlega gaman og við skiljum ekki hvað það er mikið gert fyrir okkur, við erum alveg undrandi á þessu,” segir Esther.

byggt upp á myndarlegan og snyrtilegan hátt. Esther er dugleg að rækta blóm og mátti til með að sýna sveitarstjóranum og blaðamanni þau í morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×