Fór frá því að vera heimilislaus fíkill yfir í að vera háskólanemi og móðir Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. júní 2023 07:01 Ásdís Birna starfar í dag við málefni heimilislausra en málaflokkurinn stendur henni nærri. Vísir/Vilhelm Fyrir sjö árum síðan var Ásdís Birna Bjarkadóttir í harði neyslu fíkniefna og bjó á götunni. Í dag hefur hún lokið fyrsta ári í sálfræði, starfar hjá Velferðferðarsviði og Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og er orðin móðir. Hún er ein af þeim sem nýtt hafa skaðaminnkandi úrræði á vegum Frú Ragnheiðar og segir þjónustuna hafa skipt sköpum. Upplifði sig eina á báti Ásdís leiddist út í neyslu á unglingsárum en eitt af því sem spilaði þar stóran þátt var áfall sem hún varð fyrir faðir hennar hlaut langan fangelsisdóm. Á þessum tíma var enginn stuðningur í boði fyrir aðstandendur fanga. Ásdís upplifði sig eina á báti. Málið fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum á sínum tíma og segir Ásdís að það hafi verið eins og olía á eldinn. Hún frétti af því í gegnum hádegisfréttirnar í útvarpinu að pabbi hennar hefði verið dæmdur í fangelsi. „Þegar ég kveikti á sjónvarpinu eða las blöðin þá var þetta bara út um allt. Mín upplifun var sú að ég ég voðalega mikið ein í þessu öllu. Ég er var rosalega mikið „on my own.“ Mér fannst eins og enginn skildi almennilega hvað ég var að ganga í gegnum. Það var ekkert upplýsingaflæði, og það var aldrei útskýrt fyrir mér hvað væri í gangi. Maður tók alveg eftir því að krakkarnir í skólanum voru að pískra um þetta og þess áttar. Á þessum aldri er maður auðvitað ekkert með þroskann til að eiga svona samræður. En það voru engin úrræði til staðar, ég hafði engin verkfæri til að takast á við þetta. Það hefði verið svo gott ef það hefði verið einhver stuðningshópur til staðar á þessum tíma.“ Seinasta skiptið sem Ásdís hitti föður sinn, áður en hann hóf afplánun, var við ferminguna hennar, þegar hún var 13 ára. Á meðan hann sat í fangelsi, frá 2010 til 2015 hittust þau ekkert. Var götubarn Ásdís segir áfallið, og vanlíðanina sem því fylgdi eiga stóran þátt í því að hún leiddist út í neyslu fíkniefna, skömmu eftir að pabbi hennar fór í fangelsi. „Maður var einhvern stútfullur af gremju og tómleika, og í uppreisn gagnvart öllu og öllum. Ég var algjörlega týnd. Ég byrjaði að reykja gras og svo fór ég að drekka mjög illa á unglingsárunum. Svo þróaðist þetta mjög hratt út í harðari efni. Ásdís lýsir því þannig að frá árinu 2015 til 2016 hafi hún að miklu leyti verið á vergangi, flakkað á milli húsa og ekki átt neinn samastað. Hún þáði félagsbætur og var hvergi með skráð heimili. „Ég var, eins og ég kalla það, götubarn. Þegar maður lagðist niður og fór að sofa þá var maður bara einhvers staðar. Það skrítna var að ég var sjálf hrædd við einstaklinga sem notuðu í æð eða voru í sprautuneyslu og leit niður á þau áður en ég fór svo að gera það sjálf. Mögulega var ég að reyna að verja þessa litlu sjálfsmynd sem ég átti eftir. Eins og maður væri sjálfur eitthvað betri ef maður notaði efnin á annan hátt.“ Ásdís segir viðhorfið sem mætti henni hjá Frú Ragnheiði á sínum tíma hafa skipt gífurlega miklu máli.Vísir/Vilhelm Á þeim tíma þegar Ásdís var í neyslu nýtti hún skaðaminnkandi úrræði á vegum Frú Ragnheiðar. Hún segir fordómalausa viðmótið sem hún mætti hjá Frú Ragnheiði hafa verið ómetanlegt. „Þegar þú ert á þessum stað sem ég var á þá upplifir þú þig „annars flokks.“ Þú hefur enga sjálfsvirðingu. Þú ert dæmdur af öðrum í kringum þig, og maður dæmir sjálfan sig líka. Hjá Frú Ragnheiði finnur maður ekki þetta viðhorf. Hjá þeim er viðhorfið þannig að við sitjum öll við sama borð og erum öll jöfn. Eins furðulega og það hljómar þá leið mér betur með sjálfa mig þegar ég var þar inni heldur en fyrir utan.“ Ásdís fór þrisvar sinnum í meðferð, þar á meðal eina í Svíþjóð, áður en hún náði sér á strik. Það var árið 2016. Síðan þá hefur leiðin einungis legið upp á við. Myndir sem teknar voru af henni á neyslutímanum sína allt aðra manneskju. „Mér þykir samt ótrúlega vænt um þessar myndir, og það er gott að eiga þær. Það er áminning um þennan tíma. Það er svo mikilvægt að muna hvaðan maður kemur. Ég hef alltaf verið mjög opin með þessa reynslu. Ég hef vissulega fundið fyrir fordómum en ég læt það ekki stoppa mig. Mér finnst það hjálpa bæði öðrum og mér sjálfri að tala um þetta. Því meira sem ég afreka, því meira tilbúin er ég að deila þessari sögu. Áður fyrr, þegar ég hugsaði til baka þá var ég rosalega reið og sár út í sjálfa mig, en í dag finnst mér þetta vera dýrmæt reynsla sem ég bý að.“ Allt eða ekkert Fljótlega eftir að Ásdís lauk þriðju og seinustu meðferðinni kynntist hún núverandi unnusta sínum, Hlyni Skúla. Næsta skref var síðan að drífa sig í nám, og hún skráði sig í Háskólagrunn hjá HR. „Ég var nefnilega alltaf góður námsmaður, áður en ég byrjaði í neyslu. Þegar ég var lítil ætlaði ég að vera stjörnufræðingur. Ég hugsaði alltaf rosalega stórt og átti mikla og stóra drauma. Áður en ég byrjaði í HR hafði ég verið í sjö mismunandi menntaskólum en aldrei lokið stúdentsprófi. Þannig að það var alveg áskorun að byrja aftur en ég uppgötvaði fljótlega hvað mér fannst gaman að læra og mér fannst allt í einu bara geggjað gaman að vera í skóla!“ Ásdís var búin að vera í HR í einn mánuð þegar hún komst að því að hún ætti von á barni. Hún gerði sér þó lítið fyrir og lauk náminu og meðfram því starfaði hún við sérkennslu í grunnskóla. „Ég er rosalega mikil svona „allt eða ekkert“ manneskja. Og þegar ég komst að því að ég væri ólétt þá ákvað ég bara að þetta væri svona extra pepp, og notaði það.“ Ásdís eignaðist dóttur sína, Emblu Mjöll, í nóvember 2021 og útskrifaðist síðan úr Háskólagrunninum í maí á síðasta ári. Þaðan lá leiðin beint í háskólanám. Í dag hefur hún lokið fyrsta árinu í sálfræði við HR og starfar meðfram náminu við sérkennslu á leikskóla, auk þess sem hún starfar hjá Velferðarsviði Reykjavíkur, í málefnum heimilislausra. „Draumurinn minn er læra réttarsálfræði þegar ég er búin með sálfræðina hér, og mig langar rosalega mikið að fara til Bretlands.“ Ásdís og faðir hennar hafa sömuleiðis byggt upp samband sitt á ný, eftir að hann kom úr fangelsi. „Pabbi er sjálfur rosalega mikill námsmaður og við höfum byggt sambandið okkar að miklu leyti upp á því, í gegnum námið. Við eigum líka mörg sameiginleg áhugamál. Sambandið okkar er alltaf að verða betra og betra.“ Hún segir skrítið að hugsa til þess hvað lífið hafi tekið miklum stakkaskiptum. Hún segir stuðning unnustans og nánustu fjölskyldu skipta þar miklu máli. „Það breytir líka miklu að verða móðir. Maður er ekki lengur í fyrsta sæti. Ég vil vera góð fyrirmynd fyrir dóttur mína. Ég vil vernda hana fyrir öllu, öllu því sem ég hef upplifað.“ Ásdís Birna stundar í dag nám í sálfræði og hefur sett stefnuna á réttarsálfræði í framtíðinni.Vísir/Vilhelm Frú Ragnheiður Sem fyrr segir nýtti Ásdís þjónustu Frú Ragnheiðar á þeim tíma þegar hún var á götunni. Hún vill leggja sitt af mörkum og hyggst hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir starfsemina. Hún bendir á að mikilvægi skaðaminnkandi úrræði sé gífurlegt og aðstoða stóran og viðkvæman hóp samfélagsins. Eitt af því sem aukið fjármagn gæti veitt er bætt aðgengi og aðgengilegri þjónusta. Hún nefnir einnig sem dæmi að starfsemi Frú Ragnheiðar skipti sköpum þegar kemur að hindrun á útbreiðslu á smitsjúkdómum, og bættum heilbrigðis-og hreinlætisúrræðum. „Þegar þú ert í harðri neyslu þá er hreinlæti ekki endilega efst í huganum á þér. Ég var heppin, staðan gæti verið allt önnur á mér í dag.” Hér er hægt að heita á Ásdísi og styðja við starfsemi Frú Ragnheiðar. Hér má fræðast nánar um starfsemi Frú Ragnheiðar. Málefni heimilislausra Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Upplifði sig eina á báti Ásdís leiddist út í neyslu á unglingsárum en eitt af því sem spilaði þar stóran þátt var áfall sem hún varð fyrir faðir hennar hlaut langan fangelsisdóm. Á þessum tíma var enginn stuðningur í boði fyrir aðstandendur fanga. Ásdís upplifði sig eina á báti. Málið fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum á sínum tíma og segir Ásdís að það hafi verið eins og olía á eldinn. Hún frétti af því í gegnum hádegisfréttirnar í útvarpinu að pabbi hennar hefði verið dæmdur í fangelsi. „Þegar ég kveikti á sjónvarpinu eða las blöðin þá var þetta bara út um allt. Mín upplifun var sú að ég ég voðalega mikið ein í þessu öllu. Ég er var rosalega mikið „on my own.“ Mér fannst eins og enginn skildi almennilega hvað ég var að ganga í gegnum. Það var ekkert upplýsingaflæði, og það var aldrei útskýrt fyrir mér hvað væri í gangi. Maður tók alveg eftir því að krakkarnir í skólanum voru að pískra um þetta og þess áttar. Á þessum aldri er maður auðvitað ekkert með þroskann til að eiga svona samræður. En það voru engin úrræði til staðar, ég hafði engin verkfæri til að takast á við þetta. Það hefði verið svo gott ef það hefði verið einhver stuðningshópur til staðar á þessum tíma.“ Seinasta skiptið sem Ásdís hitti föður sinn, áður en hann hóf afplánun, var við ferminguna hennar, þegar hún var 13 ára. Á meðan hann sat í fangelsi, frá 2010 til 2015 hittust þau ekkert. Var götubarn Ásdís segir áfallið, og vanlíðanina sem því fylgdi eiga stóran þátt í því að hún leiddist út í neyslu fíkniefna, skömmu eftir að pabbi hennar fór í fangelsi. „Maður var einhvern stútfullur af gremju og tómleika, og í uppreisn gagnvart öllu og öllum. Ég var algjörlega týnd. Ég byrjaði að reykja gras og svo fór ég að drekka mjög illa á unglingsárunum. Svo þróaðist þetta mjög hratt út í harðari efni. Ásdís lýsir því þannig að frá árinu 2015 til 2016 hafi hún að miklu leyti verið á vergangi, flakkað á milli húsa og ekki átt neinn samastað. Hún þáði félagsbætur og var hvergi með skráð heimili. „Ég var, eins og ég kalla það, götubarn. Þegar maður lagðist niður og fór að sofa þá var maður bara einhvers staðar. Það skrítna var að ég var sjálf hrædd við einstaklinga sem notuðu í æð eða voru í sprautuneyslu og leit niður á þau áður en ég fór svo að gera það sjálf. Mögulega var ég að reyna að verja þessa litlu sjálfsmynd sem ég átti eftir. Eins og maður væri sjálfur eitthvað betri ef maður notaði efnin á annan hátt.“ Ásdís segir viðhorfið sem mætti henni hjá Frú Ragnheiði á sínum tíma hafa skipt gífurlega miklu máli.Vísir/Vilhelm Á þeim tíma þegar Ásdís var í neyslu nýtti hún skaðaminnkandi úrræði á vegum Frú Ragnheiðar. Hún segir fordómalausa viðmótið sem hún mætti hjá Frú Ragnheiði hafa verið ómetanlegt. „Þegar þú ert á þessum stað sem ég var á þá upplifir þú þig „annars flokks.“ Þú hefur enga sjálfsvirðingu. Þú ert dæmdur af öðrum í kringum þig, og maður dæmir sjálfan sig líka. Hjá Frú Ragnheiði finnur maður ekki þetta viðhorf. Hjá þeim er viðhorfið þannig að við sitjum öll við sama borð og erum öll jöfn. Eins furðulega og það hljómar þá leið mér betur með sjálfa mig þegar ég var þar inni heldur en fyrir utan.“ Ásdís fór þrisvar sinnum í meðferð, þar á meðal eina í Svíþjóð, áður en hún náði sér á strik. Það var árið 2016. Síðan þá hefur leiðin einungis legið upp á við. Myndir sem teknar voru af henni á neyslutímanum sína allt aðra manneskju. „Mér þykir samt ótrúlega vænt um þessar myndir, og það er gott að eiga þær. Það er áminning um þennan tíma. Það er svo mikilvægt að muna hvaðan maður kemur. Ég hef alltaf verið mjög opin með þessa reynslu. Ég hef vissulega fundið fyrir fordómum en ég læt það ekki stoppa mig. Mér finnst það hjálpa bæði öðrum og mér sjálfri að tala um þetta. Því meira sem ég afreka, því meira tilbúin er ég að deila þessari sögu. Áður fyrr, þegar ég hugsaði til baka þá var ég rosalega reið og sár út í sjálfa mig, en í dag finnst mér þetta vera dýrmæt reynsla sem ég bý að.“ Allt eða ekkert Fljótlega eftir að Ásdís lauk þriðju og seinustu meðferðinni kynntist hún núverandi unnusta sínum, Hlyni Skúla. Næsta skref var síðan að drífa sig í nám, og hún skráði sig í Háskólagrunn hjá HR. „Ég var nefnilega alltaf góður námsmaður, áður en ég byrjaði í neyslu. Þegar ég var lítil ætlaði ég að vera stjörnufræðingur. Ég hugsaði alltaf rosalega stórt og átti mikla og stóra drauma. Áður en ég byrjaði í HR hafði ég verið í sjö mismunandi menntaskólum en aldrei lokið stúdentsprófi. Þannig að það var alveg áskorun að byrja aftur en ég uppgötvaði fljótlega hvað mér fannst gaman að læra og mér fannst allt í einu bara geggjað gaman að vera í skóla!“ Ásdís var búin að vera í HR í einn mánuð þegar hún komst að því að hún ætti von á barni. Hún gerði sér þó lítið fyrir og lauk náminu og meðfram því starfaði hún við sérkennslu í grunnskóla. „Ég er rosalega mikil svona „allt eða ekkert“ manneskja. Og þegar ég komst að því að ég væri ólétt þá ákvað ég bara að þetta væri svona extra pepp, og notaði það.“ Ásdís eignaðist dóttur sína, Emblu Mjöll, í nóvember 2021 og útskrifaðist síðan úr Háskólagrunninum í maí á síðasta ári. Þaðan lá leiðin beint í háskólanám. Í dag hefur hún lokið fyrsta árinu í sálfræði við HR og starfar meðfram náminu við sérkennslu á leikskóla, auk þess sem hún starfar hjá Velferðarsviði Reykjavíkur, í málefnum heimilislausra. „Draumurinn minn er læra réttarsálfræði þegar ég er búin með sálfræðina hér, og mig langar rosalega mikið að fara til Bretlands.“ Ásdís og faðir hennar hafa sömuleiðis byggt upp samband sitt á ný, eftir að hann kom úr fangelsi. „Pabbi er sjálfur rosalega mikill námsmaður og við höfum byggt sambandið okkar að miklu leyti upp á því, í gegnum námið. Við eigum líka mörg sameiginleg áhugamál. Sambandið okkar er alltaf að verða betra og betra.“ Hún segir skrítið að hugsa til þess hvað lífið hafi tekið miklum stakkaskiptum. Hún segir stuðning unnustans og nánustu fjölskyldu skipta þar miklu máli. „Það breytir líka miklu að verða móðir. Maður er ekki lengur í fyrsta sæti. Ég vil vera góð fyrirmynd fyrir dóttur mína. Ég vil vernda hana fyrir öllu, öllu því sem ég hef upplifað.“ Ásdís Birna stundar í dag nám í sálfræði og hefur sett stefnuna á réttarsálfræði í framtíðinni.Vísir/Vilhelm Frú Ragnheiður Sem fyrr segir nýtti Ásdís þjónustu Frú Ragnheiðar á þeim tíma þegar hún var á götunni. Hún vill leggja sitt af mörkum og hyggst hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir starfsemina. Hún bendir á að mikilvægi skaðaminnkandi úrræði sé gífurlegt og aðstoða stóran og viðkvæman hóp samfélagsins. Eitt af því sem aukið fjármagn gæti veitt er bætt aðgengi og aðgengilegri þjónusta. Hún nefnir einnig sem dæmi að starfsemi Frú Ragnheiðar skipti sköpum þegar kemur að hindrun á útbreiðslu á smitsjúkdómum, og bættum heilbrigðis-og hreinlætisúrræðum. „Þegar þú ert í harðri neyslu þá er hreinlæti ekki endilega efst í huganum á þér. Ég var heppin, staðan gæti verið allt önnur á mér í dag.” Hér er hægt að heita á Ásdísi og styðja við starfsemi Frú Ragnheiðar. Hér má fræðast nánar um starfsemi Frú Ragnheiðar.
Málefni heimilislausra Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent