Fótbolti

Endaði á spítala eftir að vera bitinn af köngu­ló

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mörkvörðurinn Marsman er að jafna sig eftir slæma ferð í dýragarðinn.
Mörkvörðurinn Marsman er að jafna sig eftir slæma ferð í dýragarðinn. Graham Stokes/Getty Images

Markvörðurinn Nick Marsman, samherji Lionel Messi hjá Inter Miami, þurfti að eyða þremur dögum á spítala eftir að vera bitinn af könguló í því sem átti að vera afslöppuð ferð í dýragarðinn.

Hinn 32 ára gamli Marsman var í dýragarðinum með konu sinni, Nathalie den Dekker, og barni þegar hann var bitinn af eitraðri könguló. 

Þurfti að eyða þremur dögum á spítala.thenathaliedendekker@Instagram

Greindi Den Dekker frá því að markvörðurinn hefði þurft að vera upp á spítala í þrjá daga en sé nú útskrifaður. Þó heim sé komið er Marsman enn að jafna sig og ekki er vitað hversu lengi hann verður frá keppni.

TMZ Sport greindi fyrst frá en þar kemur ekki fram hvernig týpa af könguló beit Marsman né hvort köngulóin hafi átt að vera í búri.

Inter Miami komst í fréttirnar á dögunum þegar heimsmeistarinn og einn besti knattspyrnumaður allra tíma Lionel Messi gekk í raðir félagsins. Talið er að fleiri stór nöfn séu við það að ganga í raðir félagsins sem situr á botni Austurhluta MLS-deildarinnar.

Glaður að hitta dóttur sína.thenathaliedendekker@Instagram




Fleiri fréttir

Sjá meira


×