Hæglæti, forvörn gegn kulnun, ofstreitu og hraða Þóra Jónsdóttir skrifar 23. júní 2023 15:01 Margar frásagnir hafa heyrst á undanförnum árum af fólki sem brennur út, fer í kulnun. Svo virðist sem það sé flestum sammerkt sem lenda í kulnun, hvort sem er tengt starfi eða persónulegum aðstæðum, að þau hafa lifað við allt of mikið álag í of langan tíma, mikla streitu og spennu. Jafnvel þó hafi gengið vel og allt hafi verið gaman og mikið stuð, þá getur fólk allt í einu „klesst á vegg“ og tapað orkunni skyndilega. Við erum svakalega dugleg þjóð, metnaðarfull og finnst við oft bara alveg best í heimi. Við keyrum áfram á vinnuhörku og kappsemi og viljum ekki að neinn sjái á okkur eða haldi að við ráðum ekki við að klára verkefnin okkar, öll með tölu. Það þykir smart að geta „múltítaskað“, vera frábær í flestu og taka þátt í helst öllu. Ég er viss um að mörg tengja við þessa lýsingu. Áfram Ísland!, HÚH, og allt það. Af fjölgun kulnunartilfella á undanförnum árum að dæma, er hægt að efast um að þessi kappsemi og hamagangur sé öllum hollur eða sjálfbær, það er ekki víst að þetta henti okkur öllum. Og það má alveg tala um það. Það þurfa ekki öll að vera alls staðar og mest og best í öllu, þó við upplifum mörg pressuna allt í kringum okkur. Það má lifa hægar. Hæglætishreyfingin á Íslandi er félagsskapur sem býður upp á samtal um leiðir til að hægja á og lifa hægar. Um val um annað en að þurfa að hamast í hamsturshjólinu og vera alltaf með allt í botni. Hæglæti (e. slow living) er hugmyndafræði sem hefur líklega alltaf verið til og ástunduð af mörgum sem hafa þó verið lítt sýnileg og farið sér „hægt“. Í dag er kannski orðin ærin ástæða til að kynna hugmyndafræðina aftur, fyrir ofurduglegu okkur, svo við getum komist hjá því að lenda í kulnunarástandi, ef það er ekki orðið of seint. Það er þó aldrei of seint að byrja að tileinka sér hæglæti og hægja á ferðinni, til að auðga lífið meiri gæðum og gleði. Það að lifa í hæglæti þýðir þó ekki endilega að allt verði rosalega hægt og gerist á hraða snigilsins, að man fari að hreyfa sig æðislega hægt eða tala rosa hægt. Ég er til dæmis að skrifa frekar hratt þegar ég slæ inn þennan texta. Það má lifa hægar en samt taka þátt í allskonar hröðu sporti, það má hlaupa þó maður tileinki sér hæglæti og það má dansa og fíflast. En það að velja að lifa hægar getur skapað allskonar spennandi nýjungar. Hægari huga, meiri yfirvegun, betri samskipti, betri ákvarðanir og heilbrigðari fjárhag. Betra kynlíf. Já alveg satt. En að sjálfsögðu er hér ekki um neina skyndilausn að ræða, það er rétt að taka það fram. Nú er hægt að gerast félagi í Hæglætishreyfingunni inni á heimasíðu félagsins, hæglæti.is. Þar er jafnframt að finna pistla um hæglæti og hlaðvarpsþætti, ásamt öðru efni tengdu hæglæti. Félagar í Hæglætishreyfingunni fá að njóta mánaðarlegrar samveru á neti þar sem hugmyndafræðin um hæglæti verður kynnt og tækifæri gefast til að æfa sig í að tileinka sér nýjar hæglætisaðferðir. Fyrsta mánaðarlega samverustundin á neti fyrir félaga, verður 28. júní, kl. 20.00. Skráning á viðburðinn fyrir félaga fer fram með því að senda tölvupóst á haeglaeti@haeglaeti.is, eða senda skilaboð á samfélagsmiðlareikningum Hæglætishreyfingarinnar. Verið velkomin í Hæglætishreyfinguna. Höfundur er stjórnarkona í Haglætishreyfingunni á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Sjá meira
Margar frásagnir hafa heyrst á undanförnum árum af fólki sem brennur út, fer í kulnun. Svo virðist sem það sé flestum sammerkt sem lenda í kulnun, hvort sem er tengt starfi eða persónulegum aðstæðum, að þau hafa lifað við allt of mikið álag í of langan tíma, mikla streitu og spennu. Jafnvel þó hafi gengið vel og allt hafi verið gaman og mikið stuð, þá getur fólk allt í einu „klesst á vegg“ og tapað orkunni skyndilega. Við erum svakalega dugleg þjóð, metnaðarfull og finnst við oft bara alveg best í heimi. Við keyrum áfram á vinnuhörku og kappsemi og viljum ekki að neinn sjái á okkur eða haldi að við ráðum ekki við að klára verkefnin okkar, öll með tölu. Það þykir smart að geta „múltítaskað“, vera frábær í flestu og taka þátt í helst öllu. Ég er viss um að mörg tengja við þessa lýsingu. Áfram Ísland!, HÚH, og allt það. Af fjölgun kulnunartilfella á undanförnum árum að dæma, er hægt að efast um að þessi kappsemi og hamagangur sé öllum hollur eða sjálfbær, það er ekki víst að þetta henti okkur öllum. Og það má alveg tala um það. Það þurfa ekki öll að vera alls staðar og mest og best í öllu, þó við upplifum mörg pressuna allt í kringum okkur. Það má lifa hægar. Hæglætishreyfingin á Íslandi er félagsskapur sem býður upp á samtal um leiðir til að hægja á og lifa hægar. Um val um annað en að þurfa að hamast í hamsturshjólinu og vera alltaf með allt í botni. Hæglæti (e. slow living) er hugmyndafræði sem hefur líklega alltaf verið til og ástunduð af mörgum sem hafa þó verið lítt sýnileg og farið sér „hægt“. Í dag er kannski orðin ærin ástæða til að kynna hugmyndafræðina aftur, fyrir ofurduglegu okkur, svo við getum komist hjá því að lenda í kulnunarástandi, ef það er ekki orðið of seint. Það er þó aldrei of seint að byrja að tileinka sér hæglæti og hægja á ferðinni, til að auðga lífið meiri gæðum og gleði. Það að lifa í hæglæti þýðir þó ekki endilega að allt verði rosalega hægt og gerist á hraða snigilsins, að man fari að hreyfa sig æðislega hægt eða tala rosa hægt. Ég er til dæmis að skrifa frekar hratt þegar ég slæ inn þennan texta. Það má lifa hægar en samt taka þátt í allskonar hröðu sporti, það má hlaupa þó maður tileinki sér hæglæti og það má dansa og fíflast. En það að velja að lifa hægar getur skapað allskonar spennandi nýjungar. Hægari huga, meiri yfirvegun, betri samskipti, betri ákvarðanir og heilbrigðari fjárhag. Betra kynlíf. Já alveg satt. En að sjálfsögðu er hér ekki um neina skyndilausn að ræða, það er rétt að taka það fram. Nú er hægt að gerast félagi í Hæglætishreyfingunni inni á heimasíðu félagsins, hæglæti.is. Þar er jafnframt að finna pistla um hæglæti og hlaðvarpsþætti, ásamt öðru efni tengdu hæglæti. Félagar í Hæglætishreyfingunni fá að njóta mánaðarlegrar samveru á neti þar sem hugmyndafræðin um hæglæti verður kynnt og tækifæri gefast til að æfa sig í að tileinka sér nýjar hæglætisaðferðir. Fyrsta mánaðarlega samverustundin á neti fyrir félaga, verður 28. júní, kl. 20.00. Skráning á viðburðinn fyrir félaga fer fram með því að senda tölvupóst á haeglaeti@haeglaeti.is, eða senda skilaboð á samfélagsmiðlareikningum Hæglætishreyfingarinnar. Verið velkomin í Hæglætishreyfinguna. Höfundur er stjórnarkona í Haglætishreyfingunni á Íslandi.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun