Geðsjúklingur deyr Magnús Sigurðsson skrifar 24. júní 2023 07:01 Fljótlega eftir stofnun geðspítalans á Kleppi árið 1907 hafði starfsemin þar sprengt húsnæðið utan af sér. Því var opnað eins konar útibú við spítalann, hinn svokallaði Litli-Kleppur, sem hýsti um 10 sjúklinga í senn í hrörlegu bráðabirgðahúsnæði við Laufásveg. Forstöðumaður Litla-Klepps var um skeið Guðmundur Sigurjónsson, landsfrægur glímukappi og áberandi baráttumaður í hreyfingu reykvískra góðtemplara. Snemma fóru þó að heyrast sögur um að glímukappinn fyrrverandi færi heldur hörðum höndum um skjólstæðinga sína. Og þar kom að ávirðingarnar sem hafði verið hvíslað um rötuðu á síður blaðanna. Árið 1923 lýsti maður að nafni Ingvar Sigurðsson aðförunum í grein sinni „Geðveikrahælið á „Litla Kleppi““. Þar segir meðal annars: Svo, ef sjúklingur skvaldrar af órósemi hungurs og geðbilunar, er hann tekinn, bundnar hendur fyrir bak aftur og vægðarlaust stungið upp í munninn kefli, sem binda skal einnig aftur fyrir hnakkann. […] Svo, ef einhver af geðbilun sinni sýnir mótþróa, þá er lækningin sú að reka löðrung sinn á hvorn vanga æ ofan í æ […] og er ei nokkur neisti af mannúð í að láta svona ólærðan flumbrara hafa svona starf til meðferðar, sem er forblindaður um að kæra sig um að vita, hve vont hann er að vinna. Grein Ingvars svaraði Guðmundur með því að hóta honum málsókn vegna meiðyrða, en virðist ekki hafa gert alvöru úr þeim hótunum. Hins vegar var Guðmundur sjálfur ákærður snemma árs 1924 fyrir ómannúðlega meðferð á vistmönnum Litla-Klepps. Við réttarhöldin viðurkenndi hann að hafa slegið sjúklingana utan undir, en neitaði að hafa beitt ónauðsynlegu ofbeldi til að hafa tilhlýðilega stjórn á mannskapnum. Í sem stystu máli tók rétturinn undir þau sjónarmið, og var Guðmundur Sigurjónsson sýknaður af öllum ásökunum um misbeitingu valds með eftirfarandi rökum: Það er öllum vitanlegt sem nokkuð þekkja til brjálaðra manna að oft verður að beita hörku við þá og jafnvel láta þá kenna aflsmunar, er því erfitt að segja hvenær of langt sé farið í þeim efnum og hvenær hefði mátt komast af með minni hörku. Nákvæmlega hversu langt má fara í þeim efnum, hversu mikilli hörku má beita við meðhöndlun „brjálaðra manna“ og hversu mikils afslmunar það má láta hina geðsjúku kenna án þess að þeir sem ofbeldinu beita séu dregnir til ábyrgðar, það vitum við aftur á móti núna, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hjúkrunarfræðing sem með hörku sinni og misbeitingu valds olli dauða konu á geðdeild Landspítalans 16. ágúst árið 2021. Ofbeldi gegn geðsjúkum, hvort heldur sem er á geðdeild Landspítalans árið 2023 eða á Litla-Kleppi árið 1923, er eftir sem áður refsilaus verknaður. Jafnvel þegar ofbeldið veldur dauða. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Fljótlega eftir stofnun geðspítalans á Kleppi árið 1907 hafði starfsemin þar sprengt húsnæðið utan af sér. Því var opnað eins konar útibú við spítalann, hinn svokallaði Litli-Kleppur, sem hýsti um 10 sjúklinga í senn í hrörlegu bráðabirgðahúsnæði við Laufásveg. Forstöðumaður Litla-Klepps var um skeið Guðmundur Sigurjónsson, landsfrægur glímukappi og áberandi baráttumaður í hreyfingu reykvískra góðtemplara. Snemma fóru þó að heyrast sögur um að glímukappinn fyrrverandi færi heldur hörðum höndum um skjólstæðinga sína. Og þar kom að ávirðingarnar sem hafði verið hvíslað um rötuðu á síður blaðanna. Árið 1923 lýsti maður að nafni Ingvar Sigurðsson aðförunum í grein sinni „Geðveikrahælið á „Litla Kleppi““. Þar segir meðal annars: Svo, ef sjúklingur skvaldrar af órósemi hungurs og geðbilunar, er hann tekinn, bundnar hendur fyrir bak aftur og vægðarlaust stungið upp í munninn kefli, sem binda skal einnig aftur fyrir hnakkann. […] Svo, ef einhver af geðbilun sinni sýnir mótþróa, þá er lækningin sú að reka löðrung sinn á hvorn vanga æ ofan í æ […] og er ei nokkur neisti af mannúð í að láta svona ólærðan flumbrara hafa svona starf til meðferðar, sem er forblindaður um að kæra sig um að vita, hve vont hann er að vinna. Grein Ingvars svaraði Guðmundur með því að hóta honum málsókn vegna meiðyrða, en virðist ekki hafa gert alvöru úr þeim hótunum. Hins vegar var Guðmundur sjálfur ákærður snemma árs 1924 fyrir ómannúðlega meðferð á vistmönnum Litla-Klepps. Við réttarhöldin viðurkenndi hann að hafa slegið sjúklingana utan undir, en neitaði að hafa beitt ónauðsynlegu ofbeldi til að hafa tilhlýðilega stjórn á mannskapnum. Í sem stystu máli tók rétturinn undir þau sjónarmið, og var Guðmundur Sigurjónsson sýknaður af öllum ásökunum um misbeitingu valds með eftirfarandi rökum: Það er öllum vitanlegt sem nokkuð þekkja til brjálaðra manna að oft verður að beita hörku við þá og jafnvel láta þá kenna aflsmunar, er því erfitt að segja hvenær of langt sé farið í þeim efnum og hvenær hefði mátt komast af með minni hörku. Nákvæmlega hversu langt má fara í þeim efnum, hversu mikilli hörku má beita við meðhöndlun „brjálaðra manna“ og hversu mikils afslmunar það má láta hina geðsjúku kenna án þess að þeir sem ofbeldinu beita séu dregnir til ábyrgðar, það vitum við aftur á móti núna, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hjúkrunarfræðing sem með hörku sinni og misbeitingu valds olli dauða konu á geðdeild Landspítalans 16. ágúst árið 2021. Ofbeldi gegn geðsjúkum, hvort heldur sem er á geðdeild Landspítalans árið 2023 eða á Litla-Kleppi árið 1923, er eftir sem áður refsilaus verknaður. Jafnvel þegar ofbeldið veldur dauða. Höfundur er rithöfundur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun