Raunhæf varaleið fyrir Ísland á næsta HM Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2023 15:00 Ísland hefur einu sinni komist á HM og gerði þar jafntefli við Argentínu í fyrsta leik. Getty Nú er ljóst hvaða leið íslenska karlalandsliðið í fótbolta þarf að fara til að komast inn á heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir þrjú ár. Ísland var með á HM í fyrsta og eina sinn sumarið 2018 í Rússlandi en var langt frá því að komast inn á HM í Katar sem fram fór í desember. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur nú staðfest hvernig fyrirkomulagið verður í undankeppninni fyrir næsta HM, og baráttan um farseðil til Ameríku hefst eftir lokakeppni EM næsta sumar. Tvær leiðir eru í boði fyrir Ísland inn á HM; í gegnum hina hefðbundnu undankeppni eða þá í gegnum Þjóðadeild auk umspils. Íslenska landsliðið er nú í miðri undankeppni fyrir EM. Leiðin á HM hefst ekki fyrr en að EM len það fer fram næsta sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Undankeppni HM í Evrópu verður öll spiluð á árinu 2025. Spilað verður í 12 riðlum og komast sigurvegarar riðlanna beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil, ásamt fjórum bestu liðunum sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni 2024-25 en enda ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppninni. Þyrftu að vinna sinn riðil í Þjóðadeild Þjóðadeildin gæti þannig verið raunhæf varaleið fyrir Ísland til að komast á HM, eða alla vega í umspilið, ef Ísland nær ekki öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli í undankeppninni. Ísland þyrfti vissulega að vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni, en það er að minnsta kosti mun auðveldara í B-deild en A-deild. Væntanlega verður dregið í riðla fyrir Þjóðadeildina í desember. Ísland leikur áfram í B-deild og er í 2. styrkleikaflokki, en í efsta flokki eru England, Tékkland, Austurríki og Wales. Það eru því sterkustu andstæðingarnir sem gætu staðið í vegi fyrir Íslandi. UEFA Nations League 2024 draw pots (one from each in group)League BPOT 1 Austria Czech R England WalesPOT 2 Finland Ukraine Iceland NorwayPOT 3 Slovenia R Ireland Albania MontenegroPOT 4 Georgia Greece Turkey Kazakhstan— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) January 25, 2023 Ef Ísland verður heppið með riðil og nær að vinna hann, haustið 2024, er nánast öruggt að það dugi liðinu til að komast í HM-umspilið, þar sem að sigurvegarar riðlanna í A-deild Þjóðadeildarinnar verða væntanlega í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppninni, og því þegar öruggir um sæti á HM eða í umspili. Þjóðadeild UEFA HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Ísland var með á HM í fyrsta og eina sinn sumarið 2018 í Rússlandi en var langt frá því að komast inn á HM í Katar sem fram fór í desember. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur nú staðfest hvernig fyrirkomulagið verður í undankeppninni fyrir næsta HM, og baráttan um farseðil til Ameríku hefst eftir lokakeppni EM næsta sumar. Tvær leiðir eru í boði fyrir Ísland inn á HM; í gegnum hina hefðbundnu undankeppni eða þá í gegnum Þjóðadeild auk umspils. Íslenska landsliðið er nú í miðri undankeppni fyrir EM. Leiðin á HM hefst ekki fyrr en að EM len það fer fram næsta sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Undankeppni HM í Evrópu verður öll spiluð á árinu 2025. Spilað verður í 12 riðlum og komast sigurvegarar riðlanna beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil, ásamt fjórum bestu liðunum sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni 2024-25 en enda ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppninni. Þyrftu að vinna sinn riðil í Þjóðadeild Þjóðadeildin gæti þannig verið raunhæf varaleið fyrir Ísland til að komast á HM, eða alla vega í umspilið, ef Ísland nær ekki öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli í undankeppninni. Ísland þyrfti vissulega að vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni, en það er að minnsta kosti mun auðveldara í B-deild en A-deild. Væntanlega verður dregið í riðla fyrir Þjóðadeildina í desember. Ísland leikur áfram í B-deild og er í 2. styrkleikaflokki, en í efsta flokki eru England, Tékkland, Austurríki og Wales. Það eru því sterkustu andstæðingarnir sem gætu staðið í vegi fyrir Íslandi. UEFA Nations League 2024 draw pots (one from each in group)League BPOT 1 Austria Czech R England WalesPOT 2 Finland Ukraine Iceland NorwayPOT 3 Slovenia R Ireland Albania MontenegroPOT 4 Georgia Greece Turkey Kazakhstan— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) January 25, 2023 Ef Ísland verður heppið með riðil og nær að vinna hann, haustið 2024, er nánast öruggt að það dugi liðinu til að komast í HM-umspilið, þar sem að sigurvegarar riðlanna í A-deild Þjóðadeildarinnar verða væntanlega í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppninni, og því þegar öruggir um sæti á HM eða í umspili.
Þjóðadeild UEFA HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira