Sigvaldi stoltur af bróður sínum: „Algjör snilld að fylgjast með þessu liði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2023 12:41 Sigvaldi Guðjónsson ásamt kærustu sinni, Nótt Jónsdóttur, og öðrum hægri hornamanni, Halldóri Inga Jónassyni. Bróðir hans, Kristófer Máni, spilar í hægra horni U-21 árs landsliðsins. vísir/iþs Sigvaldi Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, kveðst stoltur af bróður sínum sem er í eldlínunni með U-21 árs landsliðinu á HM. Sigvaldi er mættur til Berlínar til að fylgjast með bróður sínum, Símoni Michael, og félögum hans í U-21 árs landsliði Íslands á úrslitahelgi HM. Ísland mætir Ungverjalandi í undanúrslitum klukkan 13:30 í dag. „Það er ótrúlega gaman að horfa á hann og algjör snilld að fylgjast með þessu liði. Það er þvílíkur karakter í því. Ég er búinn að horfa á alla leikina og stemmningin í hópnum hefur stigmagnast,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi á samkomu íslenskra stuðningsmanna fyrir leikinn í dag. Hann er nokkuð ánægður með frammistöðu síns manns á mótinu. „Ég er frekar sáttur með hann. Hann hefur spilað mikið og nýtingin hefur verið ágæt en mætti vera aðeins betri. En ég er stoltur að hann sé þarna og liðið komið í undanúrslit,“ sagði Sigvaldi. Hann metur möguleikana gegn Ungverjum fína. Líkt og Ísland hefur Ungverjaland unnið alla sex leiki sína á HM. „Þetta verður hörkuleikur. Þetta er svipað lið og þeir eru með í A-landsliðinu; stórir og miklir. Vonandi hlaupum við og fáum markvörslu. En þetta er bara 50-50 leikur og snýst um hver hittir á daginn sinn og fær betri markvörslu,“ sagði Sigvaldi að lokum. Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Spilað á slóðum Dags Úrslitahelgi heimsmeistaramóts U-21 árs handbolta karla fer fram í stærstu og einni flottustu íþróttahöll Berlínar. 1. júlí 2023 11:06 Bronslið Íslands í „lífshættu“ í Egyptalandi: „Var svolítill hiti í þessu“ Aron Kristjánsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta var hluti af undir 21 árs liði Íslands sem vann til bronsverðlauna á HM í Egyptalandi fyrir þrjátíu árum síðan. Liðið, varð um leið það fyrsta í Íslandssögunni til þess að vinna til verðlauna í liðakeppni á heimsmeistaramóti. 1. júlí 2023 09:02 Úrslitastund í Berlín Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri getur tryggt sér sæti í úrslitum HM í dag. Í veginum standa Ungverjar. 1. júlí 2023 06:41 Eru í undanúrslitum á HM en enginn íslenskur strákur meðal 35 markahæstu Það má segja að íslenska 21 árs landsliðið í handbolta sé komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins þökk sé breiddarinnar í liðinu og framlags úr mörgum áttum. 30. júní 2023 07:30 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira
Sigvaldi er mættur til Berlínar til að fylgjast með bróður sínum, Símoni Michael, og félögum hans í U-21 árs landsliði Íslands á úrslitahelgi HM. Ísland mætir Ungverjalandi í undanúrslitum klukkan 13:30 í dag. „Það er ótrúlega gaman að horfa á hann og algjör snilld að fylgjast með þessu liði. Það er þvílíkur karakter í því. Ég er búinn að horfa á alla leikina og stemmningin í hópnum hefur stigmagnast,“ sagði Sigvaldi í samtali við Vísi á samkomu íslenskra stuðningsmanna fyrir leikinn í dag. Hann er nokkuð ánægður með frammistöðu síns manns á mótinu. „Ég er frekar sáttur með hann. Hann hefur spilað mikið og nýtingin hefur verið ágæt en mætti vera aðeins betri. En ég er stoltur að hann sé þarna og liðið komið í undanúrslit,“ sagði Sigvaldi. Hann metur möguleikana gegn Ungverjum fína. Líkt og Ísland hefur Ungverjaland unnið alla sex leiki sína á HM. „Þetta verður hörkuleikur. Þetta er svipað lið og þeir eru með í A-landsliðinu; stórir og miklir. Vonandi hlaupum við og fáum markvörslu. En þetta er bara 50-50 leikur og snýst um hver hittir á daginn sinn og fær betri markvörslu,“ sagði Sigvaldi að lokum.
Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Spilað á slóðum Dags Úrslitahelgi heimsmeistaramóts U-21 árs handbolta karla fer fram í stærstu og einni flottustu íþróttahöll Berlínar. 1. júlí 2023 11:06 Bronslið Íslands í „lífshættu“ í Egyptalandi: „Var svolítill hiti í þessu“ Aron Kristjánsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta var hluti af undir 21 árs liði Íslands sem vann til bronsverðlauna á HM í Egyptalandi fyrir þrjátíu árum síðan. Liðið, varð um leið það fyrsta í Íslandssögunni til þess að vinna til verðlauna í liðakeppni á heimsmeistaramóti. 1. júlí 2023 09:02 Úrslitastund í Berlín Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri getur tryggt sér sæti í úrslitum HM í dag. Í veginum standa Ungverjar. 1. júlí 2023 06:41 Eru í undanúrslitum á HM en enginn íslenskur strákur meðal 35 markahæstu Það má segja að íslenska 21 árs landsliðið í handbolta sé komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins þökk sé breiddarinnar í liðinu og framlags úr mörgum áttum. 30. júní 2023 07:30 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira
Spilað á slóðum Dags Úrslitahelgi heimsmeistaramóts U-21 árs handbolta karla fer fram í stærstu og einni flottustu íþróttahöll Berlínar. 1. júlí 2023 11:06
Bronslið Íslands í „lífshættu“ í Egyptalandi: „Var svolítill hiti í þessu“ Aron Kristjánsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta var hluti af undir 21 árs liði Íslands sem vann til bronsverðlauna á HM í Egyptalandi fyrir þrjátíu árum síðan. Liðið, varð um leið það fyrsta í Íslandssögunni til þess að vinna til verðlauna í liðakeppni á heimsmeistaramóti. 1. júlí 2023 09:02
Úrslitastund í Berlín Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri getur tryggt sér sæti í úrslitum HM í dag. Í veginum standa Ungverjar. 1. júlí 2023 06:41
Eru í undanúrslitum á HM en enginn íslenskur strákur meðal 35 markahæstu Það má segja að íslenska 21 árs landsliðið í handbolta sé komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins þökk sé breiddarinnar í liðinu og framlags úr mörgum áttum. 30. júní 2023 07:30