Handbolti

Rífandi stemmning meðal Íslendinga í Berlín en Óskar Bjarni gleymdi hattinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Góður hópur Íslendinga kom saman í bjórgarði rétt hjá Max Schmeling höllinni í Berlín.
Góður hópur Íslendinga kom saman í bjórgarði rétt hjá Max Schmeling höllinni í Berlín. vísir/iþs

Nokkur fjöldi Íslendinga er mættur til Berlínar til að fylgjast með U-21 árs liði Íslands í handbolta spila á úrslitahelgi HM.

Ísland er komið í undanúrslit eftir að hafa unnið alla sex leiki sína á mótinu. Í undanúrslitunum bíða Ungverjar Íslendinga. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Stöðugt hefur fjölgað í hópi Íslendinga sem fylgja liðinu eftir. Þar á meðal eru A-landsliðsmennirnir Elliði Snær Viðarsson og Sigvaldi Guðjónsson. Þeir eiga báðir bræður í U-21 árs liðinu; Arnór og Símon Michael.

Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig, var einnig mættur ásamt konu sinni, Heiðu Erlingsdóttur. Sonur þeirra, Andri Már, er marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Íslands á HM.

Óskar Bjarni Óskarsson, nýráðinn þjálfari Vals, var einnig mættur en hvíti hatturinn góði sem hann hefur jafnan verið með á leikjum Íslands varð eftir. Vonandi kemur það ekki að sök gegn Ungverjunum á eftir.

Sem fyrr sagði hefst leikur Íslands og Ungverjalands klukkan 13:30. Klukkan 16:00 eigast Þýskaland og Serbía svo við í seinni undanúrslitaleiknum.

Blá- og hvítklæddir Íslendingar.vísir/iþs
Veðrið leikur við Berlínarbúa og gesti í dag.vísir/iþs
Vonandi hafa íslensku stuðningsmennirnir ástæðu til að gleðjast á eftir.vísir/iþs

Tengdar fréttir

Spilað á slóðum Dags

Úrslitahelgi heimsmeistaramóts U-21 árs handbolta karla fer fram í stærstu og einni flottustu íþróttahöll Berlínar.

Úrslitastund í Berlín

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri getur tryggt sér sæti í úrslitum HM í dag. Í veginum standa Ungverjar.

Íslensku strákarnir spila um verðlaun á HM

Ísland leikur um verðlaun á HM U21-landsliða karla í handbolta, eftir að hafa slegið út Portúgal í 8-liða úrslitum í Berlín í dag með 32-28 sigri. Í undanúrslitunum mæta strákarnir sigurliðinu úr leik Ungverjalands og Króatíu sem fram fer síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×