Handbolti

Einar Andri: Í basli varnar­lega allan leikinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Einar Andri Einarsson er annar af landsliðsþjálfurum íslenska liðsins.
Einar Andri Einarsson er annar af landsliðsþjálfurum íslenska liðsins. vísir/tom

Ísland tapaði með sjö marka mun fyrir Ungverjum í undanúrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs landsliða í handknattleik í dag. Einar Andri Einarsson, annar af þjálfurum liðsins, 

„Við vorum búnir að skoða Ungverjana vel og vissum að þeir væru með frábært lið og líklegir til að fara alla leið. Þeir voru betri en við í dag en auðvitað situr eftir svekkelsi að við höfum ekki náð fram betri leik, meira í takt við það sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum, sagði Einar Andri í samtali við Ingva Þór Sæmundsson eftir leikinn í Berlín í dag.

Ísland lenti undir strax í upphafi leiksins í dag og varnarlega náði liðið aldrei takti. 

„Allan leikinn erum við í basli varnarlega, frá byrjun. Við komumst ekki í snertingu við þá og náum ekki frímínútum. Við fáum tvær brottvísanir í byrjun leiks og það tekur okkur aðeins út af laginu og við erum að elta.“

„Í svona úrslitaleikjum skiptir frumkvæðið miklu máli og þeir ná því. Þetta var súrt.“

Ísland spilar um bronsið á morgun og mótherjarnir þar verða annað hvort Serbía eða Þýskaland sem leika síðar í dag. Einar Andri er viss um að hans menn láti svekkelsið eftir leikinn í dag hafa áhrif á frammistöðuna á morgun.

„Þeir eru miklir keppnismenn og sigurvegarar og miklir karakterar sem hafa verið frábærir í þessu móti. Það er alveg ljóst í mínum huga að þeir og við munum selja okkur dýrt á morgun og reyna að ná í bronsið.“


Tengdar fréttir

„Fundum okkur eiginlega aldrei í leiknum“

Andri Már Rúnarsson, leikmaður U-21 árs landsliðs Íslands í handbolta, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Ungverjalandi, 37-30, í undanúrslitum á HM í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×