Handbolti

Twitter þegar bronsið var í höfn: Vonandi ein­hverjir sem hjálpa til með kostnaðinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Strákarnir okkar fögnuðu innilega eftir að bronsið var í höfn.
Strákarnir okkar fögnuðu innilega eftir að bronsið var í höfn. IHF

Hamingjuóskum rigndi yfir strákana okkar í U21-árs landsliðinu á Twitter eftir að liðið tryggði sér bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu. Þetta er jöfnun á besta árangrinum í þessum aldursflokki en einnig vannst bronsið árið 1993. 

Brynjar Vignir Sigurjónsson átti góðan leik í markinu í dag.

Íslenska liðið endaði fyrri hálfleikinn á góðum nótum.

Eftir að leiknum lauk voru margir sem óskuðu strákunum til hamingju með árangurinn.

Yngri landsliðin í körfubolta hafa einnig verið að gera góða hluti síðustu daga.

Svo er það þetta með fjármálin. Nokkuð hefur verið fjallað um þann kostnað sem leikmenn yngri landsliða þurfa að bera ef þeir eru valdir í verkefni erlendis. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×