Hvalveiðar við Íslandsstrendur Sigurður Þórðarson skrifar 3. júlí 2023 14:53 Eitt lítið dæmi, eða kannski ekki, um afleiðingu ákvörðunar matvælaráðherra um frestun hvalveiða. Er nú svo komið, að ríkjandi stjórnvöld geti ekki unað því, að enn búi hér í landi Íslendingar sem hafi alist upp við það, að einn megintilgangur hins daglega lífs sé að sjá sjálfum sér og sínu fólki fyrir lífsviðurværi með því að ganga til vinnu og afla fjárɁ Það hefur fólk gert um aldir, m.a. með því að sækja sjóinn og starfa til sveita. Þótt tæknin, hugvitið og almenn þjónusta á sviði heilbrigðis-, félags= og menntamála taki stærri hluta af vinnandi fólki til sín frá því sem áður var, má ekki gleyma því hvað skiptir meginmáli við að viðhalda því samfélagi sem við höfum búið til og er grundvöllur þeirra lífsgæða sem til staðar eru hér á eylandinu norður í höfum. Svo háttar til, að afabarn mitt hefur stundað nám erlendis síðustu þrjú árin. Komið heim hvert sumar til að vinna og afla fjár til að geta haldið áfram námi án þess að steypa sér í skuldir. Í sjálfu sér ekkert merkilegt við það, það hafa margir gert alla tíð. Á síðasta ári var unnið hjá Hvali hf. í Hvalfirði og var gert ráð fyrir að vinna þetta sumar líka í Hvalfirðinum. Flogið heim, tveimur dögum áður enn vertíðin átti að hefjast og gert ráð fyrir að starfa fram í septembermánuð. Á þessum tíma var að öllu óbreyttu séð fram á, að búið væri að afla fjár að mestu leyti fyrir uppihaldi og námskostnaði erlendis næsta skólaár og horfur nokkuð bjartar. Þegar lent var á Keflavíkurflugvelli, í sólarleysi en hressandi hreinu lofti, voru afabarninu sagðar þær fréttir, að vonir, sem bundnar hefðu verið við vinnu hér heima, væru að engu orðnar og ekki séð á þeirri stund hvað yrði um lokaár námsins erlendis. Svo væri talsmanni dýranna, matvælaráðherranum, fyrir að þakka. Nú væru það dýrin en ekki maðurinn sem réðu ferðinni. Nú er afabarnið að leita sér að vinnu út sumarið en ljóst er, að afrakstur sumarvinnunnar verður helmingi minni en búist var við með því að vinna í hvalstöðinni. Síðan matvælaráðherra tók ákvörðun um að stöðva hvalveiðar til septembermánaðar í ár, hafa formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins lýst sig mótfallna þeirri ákvörðun. Þeir lögðu áherslu á, að ákvörðun um stöðvun hvalveiða yrði endurskoðuð. Það þarf sennilega ekki að gera sér vonir um, að nokkur breyting verði á afstöðu matvælaráðherra í þessu máli en hvað svo? Ég skora á þá Vílhjálm Birgisson verkalýðsforingja og Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, að snúa bökum saman og láta stjórnmálin og æðstu stjórnsýslu landsins standa frammi fyrir dómsvaldinu og réttlæta gerðir sínar í þessu máli. Einnig að sækja fébætur til ríkisins fyrir þá einstaklinga og fyrirtækið Hval sem urðu af miklum fjármunum vegna ákvörðunar matvælaráðherrans, sem skattgreiðendur landsins þurfa að endingu að inna af hendi þ.m.t. ég. Höfundur er afi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Eitt lítið dæmi, eða kannski ekki, um afleiðingu ákvörðunar matvælaráðherra um frestun hvalveiða. Er nú svo komið, að ríkjandi stjórnvöld geti ekki unað því, að enn búi hér í landi Íslendingar sem hafi alist upp við það, að einn megintilgangur hins daglega lífs sé að sjá sjálfum sér og sínu fólki fyrir lífsviðurværi með því að ganga til vinnu og afla fjárɁ Það hefur fólk gert um aldir, m.a. með því að sækja sjóinn og starfa til sveita. Þótt tæknin, hugvitið og almenn þjónusta á sviði heilbrigðis-, félags= og menntamála taki stærri hluta af vinnandi fólki til sín frá því sem áður var, má ekki gleyma því hvað skiptir meginmáli við að viðhalda því samfélagi sem við höfum búið til og er grundvöllur þeirra lífsgæða sem til staðar eru hér á eylandinu norður í höfum. Svo háttar til, að afabarn mitt hefur stundað nám erlendis síðustu þrjú árin. Komið heim hvert sumar til að vinna og afla fjár til að geta haldið áfram námi án þess að steypa sér í skuldir. Í sjálfu sér ekkert merkilegt við það, það hafa margir gert alla tíð. Á síðasta ári var unnið hjá Hvali hf. í Hvalfirði og var gert ráð fyrir að vinna þetta sumar líka í Hvalfirðinum. Flogið heim, tveimur dögum áður enn vertíðin átti að hefjast og gert ráð fyrir að starfa fram í septembermánuð. Á þessum tíma var að öllu óbreyttu séð fram á, að búið væri að afla fjár að mestu leyti fyrir uppihaldi og námskostnaði erlendis næsta skólaár og horfur nokkuð bjartar. Þegar lent var á Keflavíkurflugvelli, í sólarleysi en hressandi hreinu lofti, voru afabarninu sagðar þær fréttir, að vonir, sem bundnar hefðu verið við vinnu hér heima, væru að engu orðnar og ekki séð á þeirri stund hvað yrði um lokaár námsins erlendis. Svo væri talsmanni dýranna, matvælaráðherranum, fyrir að þakka. Nú væru það dýrin en ekki maðurinn sem réðu ferðinni. Nú er afabarnið að leita sér að vinnu út sumarið en ljóst er, að afrakstur sumarvinnunnar verður helmingi minni en búist var við með því að vinna í hvalstöðinni. Síðan matvælaráðherra tók ákvörðun um að stöðva hvalveiðar til septembermánaðar í ár, hafa formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins lýst sig mótfallna þeirri ákvörðun. Þeir lögðu áherslu á, að ákvörðun um stöðvun hvalveiða yrði endurskoðuð. Það þarf sennilega ekki að gera sér vonir um, að nokkur breyting verði á afstöðu matvælaráðherra í þessu máli en hvað svo? Ég skora á þá Vílhjálm Birgisson verkalýðsforingja og Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, að snúa bökum saman og láta stjórnmálin og æðstu stjórnsýslu landsins standa frammi fyrir dómsvaldinu og réttlæta gerðir sínar í þessu máli. Einnig að sækja fébætur til ríkisins fyrir þá einstaklinga og fyrirtækið Hval sem urðu af miklum fjármunum vegna ákvörðunar matvælaráðherrans, sem skattgreiðendur landsins þurfa að endingu að inna af hendi þ.m.t. ég. Höfundur er afi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun