Hollenskir túristar gapandi hissa á snjókomu í júlí Máni Snær Þorláksson skrifar 4. júlí 2023 16:55 Erla Sigurlaug notaði hveragufuna til að hlýja sér á puttunum. Hún segir túristana í hópnum hafa verið hissa á veðrinu. Eric de Poiter Túristar á Norðurlandi voru heldur betur hissa þegar það byrjaði að snjóa á þau í dag. Leiðsögumaður sem er í hringferð með túristana segir að þeir hafi verið kátir þrátt fyrir að þeir hafi þurft að klæða sig í öll fötin sín. „Það var brjálað, það var bara snjór og hvítt,“ segir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, leiðsögumaður sem starfar fyrir hollenska ferðaþjónustufyrirtækið Sawadee, í samtali við fréttastofu. Erla er í tólf daga hringferð með Hollendingum og eru þau þessa stundina stödd á Norðurlandi. Þar voru þau að skoða jarðhitasvæðin við Víti þegar þau lentu í snjókomu. „Aumingja túristarnir okkar voru bara gapandi hissa,“ segir Erla. Klippa: Snjókoma í júlí „Enginn bjóst við þessu, þau eru bara í öllum fötunum sínum og samt að krókna. Fjöllin voru bara hvít en þetta var áhugavert, að vera á jarðhitasvæði í jólasnjó í júlí.“ Erla segir að fólkið hafi auðvitað verið rosalega hissa. Hún hafi þó verið búin að sýna þeim veðurspána. „Ég var ekki alveg að trúa því að þetta myndi ganga eftir,“ segir hún. „Ég sem Íslendingur er gapandi hissa.“ Enginn pirringur í hópnum Þegar komið var að Víti var allt hvítt í fjöllunum þar í kring. Erla segir að túristarnir hafi ekki viljað eyða miklum tíma þar. „Þau rétt stukku út úr rútunni, kíktu og fóru aftur inn og sögðu: „Nei þetta er ekki hægt.“ Það var líka snjór og hávaðarok, ískalt. Það voru bara núll gráður.“ Erla segir að túristarnir viti af góða veðrinu fyrir sunnan og að þau skilji ekki hvað sé í gangi. Það sé þó enginn pirringur í því. „Það eru allir kátir, það er enginn sem hefði búist við þessu og ekki ég heldur,“ segir hún. Hér má sjá snjókomuna og snævi þakin fjöllin í bakgrunni.Erla Sigurlaug „Þau eru svo glöð með allt. En auðvitað allir í sjokki yfir deginum í dag og það var ekki mikið skoðað.“ Erla segist ekki hafa upplifað svona lagað á þessum tíma árs áður. „Í fyrra var ég sjálf hérna í júlí í stuttbuxum á fjallahjólinu að leika mér á sama svæði.“ Túristarnir voru kátir þrátt fyrir veðrið.Erla Sigurlaug Veður Þingeyjarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Sjá meira
„Það var brjálað, það var bara snjór og hvítt,“ segir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, leiðsögumaður sem starfar fyrir hollenska ferðaþjónustufyrirtækið Sawadee, í samtali við fréttastofu. Erla er í tólf daga hringferð með Hollendingum og eru þau þessa stundina stödd á Norðurlandi. Þar voru þau að skoða jarðhitasvæðin við Víti þegar þau lentu í snjókomu. „Aumingja túristarnir okkar voru bara gapandi hissa,“ segir Erla. Klippa: Snjókoma í júlí „Enginn bjóst við þessu, þau eru bara í öllum fötunum sínum og samt að krókna. Fjöllin voru bara hvít en þetta var áhugavert, að vera á jarðhitasvæði í jólasnjó í júlí.“ Erla segir að fólkið hafi auðvitað verið rosalega hissa. Hún hafi þó verið búin að sýna þeim veðurspána. „Ég var ekki alveg að trúa því að þetta myndi ganga eftir,“ segir hún. „Ég sem Íslendingur er gapandi hissa.“ Enginn pirringur í hópnum Þegar komið var að Víti var allt hvítt í fjöllunum þar í kring. Erla segir að túristarnir hafi ekki viljað eyða miklum tíma þar. „Þau rétt stukku út úr rútunni, kíktu og fóru aftur inn og sögðu: „Nei þetta er ekki hægt.“ Það var líka snjór og hávaðarok, ískalt. Það voru bara núll gráður.“ Erla segir að túristarnir viti af góða veðrinu fyrir sunnan og að þau skilji ekki hvað sé í gangi. Það sé þó enginn pirringur í því. „Það eru allir kátir, það er enginn sem hefði búist við þessu og ekki ég heldur,“ segir hún. Hér má sjá snjókomuna og snævi þakin fjöllin í bakgrunni.Erla Sigurlaug „Þau eru svo glöð með allt. En auðvitað allir í sjokki yfir deginum í dag og það var ekki mikið skoðað.“ Erla segist ekki hafa upplifað svona lagað á þessum tíma árs áður. „Í fyrra var ég sjálf hérna í júlí í stuttbuxum á fjallahjólinu að leika mér á sama svæði.“ Túristarnir voru kátir þrátt fyrir veðrið.Erla Sigurlaug
Veður Þingeyjarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Sjá meira