Leikkonu sem tældi konur í sértrúarsöfnuð sleppt úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 10:56 Allison Mack við dómshús í Brooklyn í New York eftir að hún játaði sig seka um fjárkúgun árið 2019. AP/Mark Lennihan Allison Mack, fyrrverandi leikkonu, sem tældi konur í meintan sjálfshjálparhóp, var sleppt úr fangelsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum í vikunni. Hún hlaut dóm fyrir fjárkúgun en játaði að hafa hjálpað leiðtoga hópsins að finna konur sem hann misnotaði kynferðislega. Mack var dæmd í þriggja ára fangelsi en slapp við þyngri refsingu þar sem hún hjálpaði saksóknurum að sækja Keith Raniere, höfuðpaur Nxivm-hópsins til saka. Hann var dæmdur í 120 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri glæpi árið 2020. Raniere misnotaði sumar konur sem Mack tældi í hópinn kynferðislega. Aðrar voru brennimerktar með skammstöfun á nafni hans við leynilegar athafnir, að sögn New York Times. Dómarinn í málinu sagði að Mack hefði notað frægð sína sem leikkona til þess að tæla konur fyrir Raniere. Hún hefði verið einn helsti samverkamaður leiðtogans. Hún viðurkenndi fyrir dómi að hafa fengið konur í hópinn með því að segja þeim að hann væri einhvers konar stuðningshópur fyrir konur. Mack var helst þekkt fyrir leik sinn í þáttunum „Smallville“ sem fjölluðu um ofurhetjuna Ofurmennið. Hún lýsti iðrun gjörða sinna í bréfi sem hún skrifaði árið 2021. Hún hefði helgað sig algerlega kenningum Raniere sem áttu að leiða hana að betra lífi. „Þetta voru mestu mistök og eftirsjá lífs míns,“ sagði Mack í bréfinu sem hún stílaði á þá sem hefðu þjáðst fyrir gjörðir hennar. Kynferðisofbeldi Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Meðstofnandi Nxivm á leið í fangelsi Nancy Salzman, annar stofnandi kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi. 8. september 2021 21:12 Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins dæmdur í 120 ára fangelsi Keith Raniere, maðurinn sem sakaður var um að hafa verið leiðtogi sjálfshjálparhóps sem hneppti konur í kynlífsþrælkun hefur verið dæmdur í 120 ára fangelsi. 27. október 2020 23:45 Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Mack var dæmd í þriggja ára fangelsi en slapp við þyngri refsingu þar sem hún hjálpaði saksóknurum að sækja Keith Raniere, höfuðpaur Nxivm-hópsins til saka. Hann var dæmdur í 120 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri glæpi árið 2020. Raniere misnotaði sumar konur sem Mack tældi í hópinn kynferðislega. Aðrar voru brennimerktar með skammstöfun á nafni hans við leynilegar athafnir, að sögn New York Times. Dómarinn í málinu sagði að Mack hefði notað frægð sína sem leikkona til þess að tæla konur fyrir Raniere. Hún hefði verið einn helsti samverkamaður leiðtogans. Hún viðurkenndi fyrir dómi að hafa fengið konur í hópinn með því að segja þeim að hann væri einhvers konar stuðningshópur fyrir konur. Mack var helst þekkt fyrir leik sinn í þáttunum „Smallville“ sem fjölluðu um ofurhetjuna Ofurmennið. Hún lýsti iðrun gjörða sinna í bréfi sem hún skrifaði árið 2021. Hún hefði helgað sig algerlega kenningum Raniere sem áttu að leiða hana að betra lífi. „Þetta voru mestu mistök og eftirsjá lífs míns,“ sagði Mack í bréfinu sem hún stílaði á þá sem hefðu þjáðst fyrir gjörðir hennar.
Kynferðisofbeldi Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Meðstofnandi Nxivm á leið í fangelsi Nancy Salzman, annar stofnandi kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi. 8. september 2021 21:12 Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins dæmdur í 120 ára fangelsi Keith Raniere, maðurinn sem sakaður var um að hafa verið leiðtogi sjálfshjálparhóps sem hneppti konur í kynlífsþrælkun hefur verið dæmdur í 120 ára fangelsi. 27. október 2020 23:45 Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Meðstofnandi Nxivm á leið í fangelsi Nancy Salzman, annar stofnandi kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi. 8. september 2021 21:12
Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins dæmdur í 120 ára fangelsi Keith Raniere, maðurinn sem sakaður var um að hafa verið leiðtogi sjálfshjálparhóps sem hneppti konur í kynlífsþrælkun hefur verið dæmdur í 120 ára fangelsi. 27. október 2020 23:45
Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48