Deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar er mögulega lögbrot Matthías Arngrímsson skrifar 5. júlí 2023 12:00 Núverandi borgarstjórnarmeirihluti samþykkti nýtt deiliskipulag í Skerjafirði fyrir stuttu eins og nú ætti að vera alkunnugt. Eins og oft áður vinnur meirihlutinn bæði á rangan hátt og illa.Forsendur þess að deiliskipulagið var samþykkt eru að hluta til rangar. Þar koma nokkur atriði til. Í fyrsta lagi eru niðurstöður í skýrslu Innviðaráðuneytisins, "Nýi Skerjafjörður - Áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar", hrópandi á okkur að það séu alltof mörg atriði sem munu hafa neikvæð áhrif á notkun vallarins, flugrekstur og flugöryggi. Í öðru lagi sagði fulltrúi Hollensku geimferðarstofnunarinnar (NLR) að í Hollandi fengjust hús aldrei byggð svona nálægt flugbrautum vegna hávaða. Í þriðja lagi er tekið fram að nauðsynlegt sé að rannsaka mörg atriði í skýrslunni betur svo hægt sé að tryggja að ný byggð hafi ekki neikvæð áhrif á nýtingu vallarins.Þannig hefði aldrei átt að samþykkja deiliskipulagið því "mótvægisaðgerðir" sem rætt er um í skýrslunni þýða skerðingu á nýtingu vallarins og er þannig skýrt brot á samkomulaginu frá 2019. Í 5. grein samkomulagsins segir: "Aðilar eru sammála um að tryggt verði rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja í samræmi við ákvæði gildandi samgönguáætlunar Alþingis. Miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til að nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar." "Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur í samræmi við 2. mgr. 5. gr. samkomulags þessa." Í fjórða lagi má leiða líkur að því að deiliskipulagið brjóti í bága við Lög um loftferðir nr. 80 frá 2022. Þar stendur í 4. kafla "Almenn ákvæði", 38 gr. "Ráðstafanir til að tryggja greiðar flugsamgöngur: Í því skyni að tryggja greiðar flugsamgöngur, auðvelt aðgengi, miðlun upplýsinga og lágmörkun hvers konar tafa og hindrana skulu stjórnvöld hafa samráð og samstarf sín á milli og við eftirlitsskylda aðila og hagaðila." Yfirvöld EIGA þannig að tryggja greiðar flugsamgöngur, en ekki búa til aðstæður sem hindra þær, skerða og trufla eins og deiliskipulagið gerir klárlega skv. skýrslunni. Í 12. kafla, greinum 144 til 151 er rætt um skipulagsreglur flugvalla, meðal annars þeim til varnar frá utanaðkomandi byggingarframkvæmdum. Það er rétt að benda Innviðaráðherra sérstaklega á grein 151 þar sem rætt er um skaðabætur og eignarnám. Mögulega er það síðasta úrræðið til að stöðva endalausa ágengni borgarinnar og augljóst markmið borgarstjóra að eyðileggja völlinn. Í 251. grein, "Kæra til lögreglu" er Samgöngustofu heimilt að kæra brot á lögum þessum og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim til lögreglu. Í 253. grein stendur um refsingar: "Brot gegn lögum þessum og reglugerðum og fyrirmælum settum eða gefnum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að fimm árum, liggi ekki fyrir þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum eða annað sérstaklega tiltekið." Er það í lagi að skerða flugöryggi og flugrekstraröryggi með einbeittum brotavilja, með því að bregðast ekki við og stöðva deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar? Það er bæði mikilvægt og metnaðarfullt að tryggja flugöryggi og flugrekstur á Reykjavíkurflugvelli, þjóðarflugvellinum, með því að fara eftir niðurstöðum skýrslunnar og lögum um loftferðir. Að gera það ekki er mögulega lögbrot. Höfundur er flugstjóri og flugkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Skipulag Matthías Arngrímsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Núverandi borgarstjórnarmeirihluti samþykkti nýtt deiliskipulag í Skerjafirði fyrir stuttu eins og nú ætti að vera alkunnugt. Eins og oft áður vinnur meirihlutinn bæði á rangan hátt og illa.Forsendur þess að deiliskipulagið var samþykkt eru að hluta til rangar. Þar koma nokkur atriði til. Í fyrsta lagi eru niðurstöður í skýrslu Innviðaráðuneytisins, "Nýi Skerjafjörður - Áhrif byggðar og framkvæmda á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar", hrópandi á okkur að það séu alltof mörg atriði sem munu hafa neikvæð áhrif á notkun vallarins, flugrekstur og flugöryggi. Í öðru lagi sagði fulltrúi Hollensku geimferðarstofnunarinnar (NLR) að í Hollandi fengjust hús aldrei byggð svona nálægt flugbrautum vegna hávaða. Í þriðja lagi er tekið fram að nauðsynlegt sé að rannsaka mörg atriði í skýrslunni betur svo hægt sé að tryggja að ný byggð hafi ekki neikvæð áhrif á nýtingu vallarins.Þannig hefði aldrei átt að samþykkja deiliskipulagið því "mótvægisaðgerðir" sem rætt er um í skýrslunni þýða skerðingu á nýtingu vallarins og er þannig skýrt brot á samkomulaginu frá 2019. Í 5. grein samkomulagsins segir: "Aðilar eru sammála um að tryggt verði rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja í samræmi við ákvæði gildandi samgönguáætlunar Alþingis. Miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til að nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar." "Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur í samræmi við 2. mgr. 5. gr. samkomulags þessa." Í fjórða lagi má leiða líkur að því að deiliskipulagið brjóti í bága við Lög um loftferðir nr. 80 frá 2022. Þar stendur í 4. kafla "Almenn ákvæði", 38 gr. "Ráðstafanir til að tryggja greiðar flugsamgöngur: Í því skyni að tryggja greiðar flugsamgöngur, auðvelt aðgengi, miðlun upplýsinga og lágmörkun hvers konar tafa og hindrana skulu stjórnvöld hafa samráð og samstarf sín á milli og við eftirlitsskylda aðila og hagaðila." Yfirvöld EIGA þannig að tryggja greiðar flugsamgöngur, en ekki búa til aðstæður sem hindra þær, skerða og trufla eins og deiliskipulagið gerir klárlega skv. skýrslunni. Í 12. kafla, greinum 144 til 151 er rætt um skipulagsreglur flugvalla, meðal annars þeim til varnar frá utanaðkomandi byggingarframkvæmdum. Það er rétt að benda Innviðaráðherra sérstaklega á grein 151 þar sem rætt er um skaðabætur og eignarnám. Mögulega er það síðasta úrræðið til að stöðva endalausa ágengni borgarinnar og augljóst markmið borgarstjóra að eyðileggja völlinn. Í 251. grein, "Kæra til lögreglu" er Samgöngustofu heimilt að kæra brot á lögum þessum og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim til lögreglu. Í 253. grein stendur um refsingar: "Brot gegn lögum þessum og reglugerðum og fyrirmælum settum eða gefnum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að fimm árum, liggi ekki fyrir þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum eða annað sérstaklega tiltekið." Er það í lagi að skerða flugöryggi og flugrekstraröryggi með einbeittum brotavilja, með því að bregðast ekki við og stöðva deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar? Það er bæði mikilvægt og metnaðarfullt að tryggja flugöryggi og flugrekstur á Reykjavíkurflugvelli, þjóðarflugvellinum, með því að fara eftir niðurstöðum skýrslunnar og lögum um loftferðir. Að gera það ekki er mögulega lögbrot. Höfundur er flugstjóri og flugkennari.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun