Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 5. júlí 2023 14:01 Yfirvofandi útburður pólskrar fjölskyldu og sala á húsi í eigu þeirra og skyndigróði fyrirtækis af harmleiknum hefur vakið viðbrögð almennings sem kemst við vegna harðneskjulegrar valdbeitingar yfirvalda gagnvart lítilmagna. Í umræðuna virðist vanta að undirliggjandi ástæða er lagasetning Alþingis. Það er sú tilhneiging þess að setja helst ekki lög nema fyrst og fremst séu tryggðir hagsmunir hinna best settu í þjóðfélaginu, þeirra ríkustu og þeirra valdamestu, á kostnað alls almennings. Þegar um er að ræða að kreista skuldir út úr fólki og jafnvel bera það út er þessi tilhneiging mjög svo skýr að annaðhvort greiði skuldarinn upp skuldir sínar með vöxtum og vaxtavöxtum eða hann hafi verra af. Ekki er í lögunum neinn fyrirvari varðandi aðstæður eða neitt það sem almenningi gæti þótt vera málsbætur fyrir skuldarann sem ætti þá að verða til þess að leita mildandi úrræða fyrir hann eða skoða einhverjar leiðir út úr vandanum. Algengt er að talað er um að verið sé að berjast við „kerfið“ en þegar nánar er að gáð er algengast að það er Alþingi með sínum lagasetningum eða ákvörðunum sem verið er að fást við en „kerfið“ aðeins að reyna að framfylgja þeim. Árið 2018 var gefin út bók um svipaðan atburð árið 1953. Hún ber heitið Kambsmálið og er eftir Jón Hjartarson. Eftir því sem ég best veit hefur sú bók ekki vakið neinn þingmann til umhugsunar um að breyta þurfi ofangreindri löggjöf. Vonandi verður ekki það sama uppi á teningnum varðandi það mál sem nú er í gangi eða eru þingmenn kannski yfir það hafnir að taka eftir því sem er að gerast í þjóðfélaginu og breyta lögum í samræmi við það. Ástæður fyrir tilhneigingu Alþingis að standa vörð um hinn sterka í þjóðfélaginu eru eflaust margar. Meðal þeirra er örugglega sú aðferð þess að leita til hagsmunaaðila annarra en almennings, til umsagnar um lagasetningar auk þess sem laun alþingismanna og sporslur eru orðnar svo háar að í heild eru þeir í hópi þeirra sem hæst hafa launin í landinu og eiga því erfiðara um vik að setja sig í spor almennings. Varðandi aðra þætti þjóðfélagsins virðist mega nefna skiptastjóra yfir þrotabúum og jafnvel erfðabúum þar sem þeir sitja sem alls ráðandi þar sem lögin eru á þann veg að þegar búið er að skipa þá virðist ekkert úrræði vera til þess að koma þeim frá sama hvað. Athuga þarf að skiptastjórar eru lögmenn sem yfirleitt vinna á almennum lögmannamarkaði. Ef eitthvert fé er fyrir hendi í þrotabúinu virðast þeir geta, hafi þeir samvisku til þess, bæði hagað málum þannig að þeir hafi sem mest út úr því og ráðstafað verkefnum eftirlitslaust samkvæmt eigin hagsmunum. Mér finnst ég vera alltaf öðru hverju að heyra af svona málum. Eitt af dæmum um þetta mun vera skipting bús Sæplasts ehf. fyrir allnokkrum árum. Frásögnin af því gengur út á að gjaldfært fyrirtæki hafi verið knúið í þrot til mikils hagsbóta fyrir skiptastjórann sjálfan og ýmsa aðila í kringum hann. Er það kannski hlutverk Alþingis að sjá til þess að lögmenn auðgist á kostnað almennings? Í nýrri bók eftir undirritaðan sem ber heitið Réttlæti hins sterka er bent á að almenningur eigi mjög undir högg að sækja í dómskerfinu vegna þess hve dýrt það er og þegar út í það er komið er ekkert sem kemur í veg fyrir að hinn fjárhagslega sterki geti blásið málið út og gert það þannig sem allra dýrast. Lögin um dómskerfið eru löngu úrelt sem leiðir af sér ýmis skrýtilegheit meðal annars undarlega dóma sem ekkert eiga skylt við raunveruleikann í nútímanum og hefur tilhneigingu til þess að vera mótdrægt almenningi. Algengt er að dómarar tilgreini aðeins í dómsforsendum sannanir og röksemdir dómnum í hag en geti jafnvel alls ekki sannana og röksemda þess sem hann dæmir í mót. Það þýðir að hann getur valið sér sannanir til þess að dæma eftir sem auðveldar það mjög að hann geti dæmt hverjum sem er í vil óháð lögum og réttlæti sem er almenningi mjög mótdrægt. Í því sambandi þarf sérstaklega að hafa í huga að dómskerfið er búið til af Alþingi þar sem flest atriði ganga út á það að tryggja hag hinna best settu. Ekki er einu sinni ýjað að því í lögunum að dómar eigi að vera réttlátir, sanngjarnir eða að heilbrigð skynsemi eigi að ráða för. Það eitt gæti rétt hlut hinna efnaminni í dómskerfinu svo um munar. Svona má halda áfram varðandi löggjöfina. Sem eitt dæmi í viðbót má nefna að skattaákvarðanir Alþingis á síðustu 25 árum hafa leitt það af sér að skattar hafa lækkað um 30% á hina efnamestu en hækkað um 30% á allan almenning. Er þá tekið tillit til þess að nú greiðir almenningur hluta af kostnaði við heilbrigðiskerfið en gerði það ekki áður. Það sem áður var kallað skattar er nú kallað heimiliskostnaður. Í þessum útreikningum hefur verið stuðst við niðurstöður Indriða H. Þorlákssonar fyrrverandi ríkisskattstjóra. Samkvæmt útreikningum Stefáns Ólafssonar prófessors og samstarfsmanna við Háskóla Íslands sem var unnin í fjölþjóðlegri samvinnu mun skattlagning þeirra allra ríkustu í landinu vera með þeim lægstu í OECD ríkjunum en skattlagning almennings vera með þeim hæstu sem þar þekkist og þá sérstaklega þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Eftir því sem ég best veit hefur Alþingi hingað til látið allt sem vikið er að í þessari grein eins og vind um eyrum þjóta. Vonandi á Eyjólfur eftir að hressast. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Yfirvofandi útburður pólskrar fjölskyldu og sala á húsi í eigu þeirra og skyndigróði fyrirtækis af harmleiknum hefur vakið viðbrögð almennings sem kemst við vegna harðneskjulegrar valdbeitingar yfirvalda gagnvart lítilmagna. Í umræðuna virðist vanta að undirliggjandi ástæða er lagasetning Alþingis. Það er sú tilhneiging þess að setja helst ekki lög nema fyrst og fremst séu tryggðir hagsmunir hinna best settu í þjóðfélaginu, þeirra ríkustu og þeirra valdamestu, á kostnað alls almennings. Þegar um er að ræða að kreista skuldir út úr fólki og jafnvel bera það út er þessi tilhneiging mjög svo skýr að annaðhvort greiði skuldarinn upp skuldir sínar með vöxtum og vaxtavöxtum eða hann hafi verra af. Ekki er í lögunum neinn fyrirvari varðandi aðstæður eða neitt það sem almenningi gæti þótt vera málsbætur fyrir skuldarann sem ætti þá að verða til þess að leita mildandi úrræða fyrir hann eða skoða einhverjar leiðir út úr vandanum. Algengt er að talað er um að verið sé að berjast við „kerfið“ en þegar nánar er að gáð er algengast að það er Alþingi með sínum lagasetningum eða ákvörðunum sem verið er að fást við en „kerfið“ aðeins að reyna að framfylgja þeim. Árið 2018 var gefin út bók um svipaðan atburð árið 1953. Hún ber heitið Kambsmálið og er eftir Jón Hjartarson. Eftir því sem ég best veit hefur sú bók ekki vakið neinn þingmann til umhugsunar um að breyta þurfi ofangreindri löggjöf. Vonandi verður ekki það sama uppi á teningnum varðandi það mál sem nú er í gangi eða eru þingmenn kannski yfir það hafnir að taka eftir því sem er að gerast í þjóðfélaginu og breyta lögum í samræmi við það. Ástæður fyrir tilhneigingu Alþingis að standa vörð um hinn sterka í þjóðfélaginu eru eflaust margar. Meðal þeirra er örugglega sú aðferð þess að leita til hagsmunaaðila annarra en almennings, til umsagnar um lagasetningar auk þess sem laun alþingismanna og sporslur eru orðnar svo háar að í heild eru þeir í hópi þeirra sem hæst hafa launin í landinu og eiga því erfiðara um vik að setja sig í spor almennings. Varðandi aðra þætti þjóðfélagsins virðist mega nefna skiptastjóra yfir þrotabúum og jafnvel erfðabúum þar sem þeir sitja sem alls ráðandi þar sem lögin eru á þann veg að þegar búið er að skipa þá virðist ekkert úrræði vera til þess að koma þeim frá sama hvað. Athuga þarf að skiptastjórar eru lögmenn sem yfirleitt vinna á almennum lögmannamarkaði. Ef eitthvert fé er fyrir hendi í þrotabúinu virðast þeir geta, hafi þeir samvisku til þess, bæði hagað málum þannig að þeir hafi sem mest út úr því og ráðstafað verkefnum eftirlitslaust samkvæmt eigin hagsmunum. Mér finnst ég vera alltaf öðru hverju að heyra af svona málum. Eitt af dæmum um þetta mun vera skipting bús Sæplasts ehf. fyrir allnokkrum árum. Frásögnin af því gengur út á að gjaldfært fyrirtæki hafi verið knúið í þrot til mikils hagsbóta fyrir skiptastjórann sjálfan og ýmsa aðila í kringum hann. Er það kannski hlutverk Alþingis að sjá til þess að lögmenn auðgist á kostnað almennings? Í nýrri bók eftir undirritaðan sem ber heitið Réttlæti hins sterka er bent á að almenningur eigi mjög undir högg að sækja í dómskerfinu vegna þess hve dýrt það er og þegar út í það er komið er ekkert sem kemur í veg fyrir að hinn fjárhagslega sterki geti blásið málið út og gert það þannig sem allra dýrast. Lögin um dómskerfið eru löngu úrelt sem leiðir af sér ýmis skrýtilegheit meðal annars undarlega dóma sem ekkert eiga skylt við raunveruleikann í nútímanum og hefur tilhneigingu til þess að vera mótdrægt almenningi. Algengt er að dómarar tilgreini aðeins í dómsforsendum sannanir og röksemdir dómnum í hag en geti jafnvel alls ekki sannana og röksemda þess sem hann dæmir í mót. Það þýðir að hann getur valið sér sannanir til þess að dæma eftir sem auðveldar það mjög að hann geti dæmt hverjum sem er í vil óháð lögum og réttlæti sem er almenningi mjög mótdrægt. Í því sambandi þarf sérstaklega að hafa í huga að dómskerfið er búið til af Alþingi þar sem flest atriði ganga út á það að tryggja hag hinna best settu. Ekki er einu sinni ýjað að því í lögunum að dómar eigi að vera réttlátir, sanngjarnir eða að heilbrigð skynsemi eigi að ráða för. Það eitt gæti rétt hlut hinna efnaminni í dómskerfinu svo um munar. Svona má halda áfram varðandi löggjöfina. Sem eitt dæmi í viðbót má nefna að skattaákvarðanir Alþingis á síðustu 25 árum hafa leitt það af sér að skattar hafa lækkað um 30% á hina efnamestu en hækkað um 30% á allan almenning. Er þá tekið tillit til þess að nú greiðir almenningur hluta af kostnaði við heilbrigðiskerfið en gerði það ekki áður. Það sem áður var kallað skattar er nú kallað heimiliskostnaður. Í þessum útreikningum hefur verið stuðst við niðurstöður Indriða H. Þorlákssonar fyrrverandi ríkisskattstjóra. Samkvæmt útreikningum Stefáns Ólafssonar prófessors og samstarfsmanna við Háskóla Íslands sem var unnin í fjölþjóðlegri samvinnu mun skattlagning þeirra allra ríkustu í landinu vera með þeim lægstu í OECD ríkjunum en skattlagning almennings vera með þeim hæstu sem þar þekkist og þá sérstaklega þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Eftir því sem ég best veit hefur Alþingi hingað til látið allt sem vikið er að í þessari grein eins og vind um eyrum þjóta. Vonandi á Eyjólfur eftir að hressast. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar