Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Reykjanesið í dag og myndaði svæðið við Fagradalsfjall úr lofti.
Á reiki hvar gæti gosið
Áður hefur Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagt að hið gríðarlega breiða landris á Reykjanesi, þar sem Fagradalsfjall er í því miðju, bendi til þess að gosið geti orðið kraftmeiri en gosin í Geldinga-og Meradölum árin 2021 og 2022.
Þá sé ekki hægt að útiloka þann möguleika að hraun gæti runnið yfir Reykjanesbraut opnist sprungan norðar en hún gerði í fyrra. Gosið yrði þó að ná ákveðinni stærð til þess og opnast við Þráinsskjöld.
Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, telur langlíklegast að gos verði á milli Fagradalsfjalls og Keilis þar sem þyngdarpunktur skjálftavirkninnar nú hafi verið nær Keili. Atburðarásin nú sé öll á tiltölulega flötu svæði og því þurfi að myndast talsvert stór hraunsletta áður en það fer að leka mikið til hliðanna og þá sé ómögulegt að segja í hvaða átt muni leka, komi til þess.
Hér að neðan má svo sjá beina útsendingu Vísis frá svæðinu.