Um orðskrípagerð aktívista Eldur Ísidór skrifar 7. júlí 2023 07:30 Svokölluð hýryrðakeppni Samtakanna ´78 hefur borist í umræðuna undanfarna daga. Samtökin auglýsa eftir kynhlutlausum orðum enn eina ferðina sem eiga að ,,auðga tungumálið”. Í þetta sinn óska þau eftir orði sem á að vera kynhlutlaus amma/afi. Kynjafræðingarnir á Suðurgötunni hafa efnt til svona samkeppni áður og þá urðu til orðskrípin hán, kvár og stálp. Þessi orð eiga að lýsa manneskju sem er hvorki kona né karl og hvorki strákur né stelpa. En af hverju vantar þeim þessi nýju orð? Síðustu 10 ár eða svo hafa Samtökin ´78 þróast úr því að vera mannréttindasamtök yfir í að verða lífskoðunarfélag. Það er auðrannsakanlegt viðfangsefni og við þurfum aðeins og skoða þróunina hjá Samtökunum ´78 og öðrum sambærilegum félögum á Vesturlöndum. Félögin eru ekki lengur grasrótarsamtök, heldur orðin að ríkisstyrktum lífskoðunarfélögum sem er stjórnað af kynjafræðingum. Eftir að ein hjúskaparlög tóku gildi var orðið ansi lítið eftir í lagalegri réttindabaráttu samkynhneigðra. Lagalegu jafnrétti hefur verið náð og það er mikið gleðiefni. Það er ekki sjálfsagt að búa í landi sem býr svona vel að minnihlutahóp eins og okkar. En því miður, þá er aktívismi ekki alltaf einungis drifinn af hugsjónum. Aktívismi er einnig stökkbretti á völd, frama og peninga. Alveg sérstaklega þegar bæði ríkisvaldið og stórfyrirtækin eru til í tuskið. Samkvæmt ársskýrslu Samtakanna ´78 eru þau farin að velta vel á annan hundrað milljón króna á ári; svona álíka og meðal ríkisstofnun. Þetta á kostnað skattgreiðanda. En aftur að orðunum sem þeim vantar? Af hverju vantar þeim þessi orð? Félag sem er ekki lengur í beinni mannréttindabaráttu til þess að sækja rétt einhvers til jafns við aðra þarf að þróa eitthvað nýtt til þess að berjast fyrir. Núna er okkur sagt það að við eigum að viðurkenna ótalmörg kyn og að kyn mannfólksins séu fleiri en tvö. Lög um kynrænt sjálfræði sem voru samþykkt árið 2019 án nokkurrar þjóðfélagslegrar umræðu eru notuð sem rök í þessu efni. Kynin eru fleiri vegna þess að lögin segja það. Það er nú ekki eins og lög hafa ekki staðist tímans tönn áður, þannig að ég tek þessum rökum með töluverðum fyrirvara þangað til betri og lógískri rök koma í ljós. Til þess að berjast fyrir réttindum einhvers til jafnræðis við aðra, þarf því að búa til nýjan hóp sem þarf að berjast fyrir. Í þetta sinn er það fólkið sem af einhverjum ástæðum telur sig kynhlutlaust- þrátt fyrir að vera jafnhallærislega konur eða karlar, eins og við hin. Þau vita að kraftur tungumálsins er máttugur. Þau halda að ef þau breyta málinu, þá breytist raunveruleikinn með. Um það snýst málið. Höfundur er formaður Samtakanna 22 - hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Svokölluð hýryrðakeppni Samtakanna ´78 hefur borist í umræðuna undanfarna daga. Samtökin auglýsa eftir kynhlutlausum orðum enn eina ferðina sem eiga að ,,auðga tungumálið”. Í þetta sinn óska þau eftir orði sem á að vera kynhlutlaus amma/afi. Kynjafræðingarnir á Suðurgötunni hafa efnt til svona samkeppni áður og þá urðu til orðskrípin hán, kvár og stálp. Þessi orð eiga að lýsa manneskju sem er hvorki kona né karl og hvorki strákur né stelpa. En af hverju vantar þeim þessi nýju orð? Síðustu 10 ár eða svo hafa Samtökin ´78 þróast úr því að vera mannréttindasamtök yfir í að verða lífskoðunarfélag. Það er auðrannsakanlegt viðfangsefni og við þurfum aðeins og skoða þróunina hjá Samtökunum ´78 og öðrum sambærilegum félögum á Vesturlöndum. Félögin eru ekki lengur grasrótarsamtök, heldur orðin að ríkisstyrktum lífskoðunarfélögum sem er stjórnað af kynjafræðingum. Eftir að ein hjúskaparlög tóku gildi var orðið ansi lítið eftir í lagalegri réttindabaráttu samkynhneigðra. Lagalegu jafnrétti hefur verið náð og það er mikið gleðiefni. Það er ekki sjálfsagt að búa í landi sem býr svona vel að minnihlutahóp eins og okkar. En því miður, þá er aktívismi ekki alltaf einungis drifinn af hugsjónum. Aktívismi er einnig stökkbretti á völd, frama og peninga. Alveg sérstaklega þegar bæði ríkisvaldið og stórfyrirtækin eru til í tuskið. Samkvæmt ársskýrslu Samtakanna ´78 eru þau farin að velta vel á annan hundrað milljón króna á ári; svona álíka og meðal ríkisstofnun. Þetta á kostnað skattgreiðanda. En aftur að orðunum sem þeim vantar? Af hverju vantar þeim þessi orð? Félag sem er ekki lengur í beinni mannréttindabaráttu til þess að sækja rétt einhvers til jafns við aðra þarf að þróa eitthvað nýtt til þess að berjast fyrir. Núna er okkur sagt það að við eigum að viðurkenna ótalmörg kyn og að kyn mannfólksins séu fleiri en tvö. Lög um kynrænt sjálfræði sem voru samþykkt árið 2019 án nokkurrar þjóðfélagslegrar umræðu eru notuð sem rök í þessu efni. Kynin eru fleiri vegna þess að lögin segja það. Það er nú ekki eins og lög hafa ekki staðist tímans tönn áður, þannig að ég tek þessum rökum með töluverðum fyrirvara þangað til betri og lógískri rök koma í ljós. Til þess að berjast fyrir réttindum einhvers til jafnræðis við aðra, þarf því að búa til nýjan hóp sem þarf að berjast fyrir. Í þetta sinn er það fólkið sem af einhverjum ástæðum telur sig kynhlutlaust- þrátt fyrir að vera jafnhallærislega konur eða karlar, eins og við hin. Þau vita að kraftur tungumálsins er máttugur. Þau halda að ef þau breyta málinu, þá breytist raunveruleikinn með. Um það snýst málið. Höfundur er formaður Samtakanna 22 - hagsmunasamtaka samkynhneigðra.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun