Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar 12. desember 2025 14:02 Fjarðarheiðargöng eru vissulega dýr framkvæmd en það er dýrt að halda stóru vogskornu og fjöllóttu landi við ysta sæ í byggð. Staðreyndin er sú að við búum í borgríki þar sem tæp 80% landsmanna búa í innan við 100 km fjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur og skilningurinn á lífi þeirra sem búa í yfir 600 kílómetra fjarlægð fer minnkandi ár frá ári. Austurland er hins vegar gríðarlega mikilvægt í efnahagslegu tilliti fyrir Ísland allt. Hér verða til tæplega 25% vöruútflutningstekna þjóðarbúsins og hér er vara millilandaflugvöllur landsins og eina millilanda ferjuhöfnin. Satt er það að við erum fá eða aðeins 2,9% landsmanna en vilja Íslendingar að Austfirðingar verði enn lægra hlutfall landsmanna? Ég held ekki. En þá þurfum við að fjárfesta svolítið í innviðum hér og það er vel gerlegt. Ég studdi ákvörðun ríkisstjórnar þinnar að hækka veiðigjöld og taldi það sanngjarnt enda lofuðuð þið því að hækkunin myndi skila sér til innviðauppbyggingar út um landið. Áætluð árleg hækkun veiðigjalda á fyrirtæki á Austurlandi var um 3 milljarðar. U.þ.b. 34-35% rafmagns sem Landsvirkjun framleiðir kemur frá Kárahnjúkavirkjun sem er einmitt á hinu fámenna, vogskorna og fjöllótta Austurlandi. Arðgreiðslur Landsvirkjunar voru 25 milljarðar fyrir síðasta ár. Þó við vitum ekki verð til einstakra stórnotenda þá skulum við vona að verðið sé sæmilegt og reikna með að þriðjungur arðsins skapist hér fyrir austan eða 8,3 milljarðar. Svo þetta tvennt, hækkun veiðigjalds um 3 milljarða og þriðjungur arðgreiðslna Landsvirkjunar gera u.þ.b. 11,3 milljarðar á ári. Þetta er utan allra venjulegra skatta og gjalda sem fólk og fyrirtæki hér greiða glöð til samneyslunnar. Þessir tveir tekjustofnar geta hæglega greitt fyrir Fjarðarheiðagöng, Mjóafjarðargöng og Seyðisfjarðargöng auk vegarins um Öxi og Suðurfjarðarveg á næstu árum. Það þykir góður gangur í gangagerð ef tekst að framkvæma fyrir 7 milljarða á ári svo við höfum þá 4,3 milljarða árlega í vegabæturnar. Vegagerðin hefur gefið út að Fjarðarheiðagöng kosti u.þ.b. 47 milljarða án vasks svo það tæki tæp 7 ár að gera þau miðað við gefnar forsendur og samanlagður kostnaður við hin tvö göngin er áætlaður 5 milljörðum minni, 42 milljarðar og tæki, með forsendunum sem við gáfum okkur 6 ár. Þú hefur gefið út að þið hyggist hefja gangnagerð á kjörtímabilinu svo við skulum gera ráð fyrir að þið getið hafið útboðsferlið snemma á næsta ári og framkvæmdir geta þá vonandi hafist snemma árs 2027. 2040 getum við svo klippt á borðann og hringtenging Austurlands er orðin að veruleika. Þessir 4.3 milljarðar árlega sem við eigum eftir duga til að gera veginn um Öxi og endurnýja Suðurfjarðarveg á nokkrum árum svo við gætum sennilega keypt okkur talsvert nammi fyrir afganginn eða farið í aðrar nauðsynlegar vegabætur eins og Hellisheiðargöng. Svo kæra Kristrún ekki segja að Fjarðarheiðagöng séu ekki fjárhagslega forsvaranleg heldur skaltu standa við stóru orðin og rjúfa þetta allt of langa jarðganga stopp strax. Ég sleppti viljandi öllum tilfinningarökum í þessum skrifum en þau eru þó sterkustu rökin í þessu máli. Með fyrirfram þökk Höfundur er sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fjarðarheiðargöng eru vissulega dýr framkvæmd en það er dýrt að halda stóru vogskornu og fjöllóttu landi við ysta sæ í byggð. Staðreyndin er sú að við búum í borgríki þar sem tæp 80% landsmanna búa í innan við 100 km fjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur og skilningurinn á lífi þeirra sem búa í yfir 600 kílómetra fjarlægð fer minnkandi ár frá ári. Austurland er hins vegar gríðarlega mikilvægt í efnahagslegu tilliti fyrir Ísland allt. Hér verða til tæplega 25% vöruútflutningstekna þjóðarbúsins og hér er vara millilandaflugvöllur landsins og eina millilanda ferjuhöfnin. Satt er það að við erum fá eða aðeins 2,9% landsmanna en vilja Íslendingar að Austfirðingar verði enn lægra hlutfall landsmanna? Ég held ekki. En þá þurfum við að fjárfesta svolítið í innviðum hér og það er vel gerlegt. Ég studdi ákvörðun ríkisstjórnar þinnar að hækka veiðigjöld og taldi það sanngjarnt enda lofuðuð þið því að hækkunin myndi skila sér til innviðauppbyggingar út um landið. Áætluð árleg hækkun veiðigjalda á fyrirtæki á Austurlandi var um 3 milljarðar. U.þ.b. 34-35% rafmagns sem Landsvirkjun framleiðir kemur frá Kárahnjúkavirkjun sem er einmitt á hinu fámenna, vogskorna og fjöllótta Austurlandi. Arðgreiðslur Landsvirkjunar voru 25 milljarðar fyrir síðasta ár. Þó við vitum ekki verð til einstakra stórnotenda þá skulum við vona að verðið sé sæmilegt og reikna með að þriðjungur arðsins skapist hér fyrir austan eða 8,3 milljarðar. Svo þetta tvennt, hækkun veiðigjalds um 3 milljarða og þriðjungur arðgreiðslna Landsvirkjunar gera u.þ.b. 11,3 milljarðar á ári. Þetta er utan allra venjulegra skatta og gjalda sem fólk og fyrirtæki hér greiða glöð til samneyslunnar. Þessir tveir tekjustofnar geta hæglega greitt fyrir Fjarðarheiðagöng, Mjóafjarðargöng og Seyðisfjarðargöng auk vegarins um Öxi og Suðurfjarðarveg á næstu árum. Það þykir góður gangur í gangagerð ef tekst að framkvæma fyrir 7 milljarða á ári svo við höfum þá 4,3 milljarða árlega í vegabæturnar. Vegagerðin hefur gefið út að Fjarðarheiðagöng kosti u.þ.b. 47 milljarða án vasks svo það tæki tæp 7 ár að gera þau miðað við gefnar forsendur og samanlagður kostnaður við hin tvö göngin er áætlaður 5 milljörðum minni, 42 milljarðar og tæki, með forsendunum sem við gáfum okkur 6 ár. Þú hefur gefið út að þið hyggist hefja gangnagerð á kjörtímabilinu svo við skulum gera ráð fyrir að þið getið hafið útboðsferlið snemma á næsta ári og framkvæmdir geta þá vonandi hafist snemma árs 2027. 2040 getum við svo klippt á borðann og hringtenging Austurlands er orðin að veruleika. Þessir 4.3 milljarðar árlega sem við eigum eftir duga til að gera veginn um Öxi og endurnýja Suðurfjarðarveg á nokkrum árum svo við gætum sennilega keypt okkur talsvert nammi fyrir afganginn eða farið í aðrar nauðsynlegar vegabætur eins og Hellisheiðargöng. Svo kæra Kristrún ekki segja að Fjarðarheiðagöng séu ekki fjárhagslega forsvaranleg heldur skaltu standa við stóru orðin og rjúfa þetta allt of langa jarðganga stopp strax. Ég sleppti viljandi öllum tilfinningarökum í þessum skrifum en þau eru þó sterkustu rökin í þessu máli. Með fyrirfram þökk Höfundur er sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun