Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar 12. desember 2025 14:02 Fjarðarheiðargöng eru vissulega dýr framkvæmd en það er dýrt að halda stóru vogskornu og fjöllóttu landi við ysta sæ í byggð. Staðreyndin er sú að við búum í borgríki þar sem tæp 80% landsmanna búa í innan við 100 km fjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur og skilningurinn á lífi þeirra sem búa í yfir 600 kílómetra fjarlægð fer minnkandi ár frá ári. Austurland er hins vegar gríðarlega mikilvægt í efnahagslegu tilliti fyrir Ísland allt. Hér verða til tæplega 25% vöruútflutningstekna þjóðarbúsins og hér er vara millilandaflugvöllur landsins og eina millilanda ferjuhöfnin. Satt er það að við erum fá eða aðeins 2,9% landsmanna en vilja Íslendingar að Austfirðingar verði enn lægra hlutfall landsmanna? Ég held ekki. En þá þurfum við að fjárfesta svolítið í innviðum hér og það er vel gerlegt. Ég studdi ákvörðun ríkisstjórnar þinnar að hækka veiðigjöld og taldi það sanngjarnt enda lofuðuð þið því að hækkunin myndi skila sér til innviðauppbyggingar út um landið. Áætluð árleg hækkun veiðigjalda á fyrirtæki á Austurlandi var um 3 milljarðar. U.þ.b. 34-35% rafmagns sem Landsvirkjun framleiðir kemur frá Kárahnjúkavirkjun sem er einmitt á hinu fámenna, vogskorna og fjöllótta Austurlandi. Arðgreiðslur Landsvirkjunar voru 25 milljarðar fyrir síðasta ár. Þó við vitum ekki verð til einstakra stórnotenda þá skulum við vona að verðið sé sæmilegt og reikna með að þriðjungur arðsins skapist hér fyrir austan eða 8,3 milljarðar. Svo þetta tvennt, hækkun veiðigjalds um 3 milljarða og þriðjungur arðgreiðslna Landsvirkjunar gera u.þ.b. 11,3 milljarðar á ári. Þetta er utan allra venjulegra skatta og gjalda sem fólk og fyrirtæki hér greiða glöð til samneyslunnar. Þessir tveir tekjustofnar geta hæglega greitt fyrir Fjarðarheiðagöng, Mjóafjarðargöng og Seyðisfjarðargöng auk vegarins um Öxi og Suðurfjarðarveg á næstu árum. Það þykir góður gangur í gangagerð ef tekst að framkvæma fyrir 7 milljarða á ári svo við höfum þá 4,3 milljarða árlega í vegabæturnar. Vegagerðin hefur gefið út að Fjarðarheiðagöng kosti u.þ.b. 47 milljarða án vasks svo það tæki tæp 7 ár að gera þau miðað við gefnar forsendur og samanlagður kostnaður við hin tvö göngin er áætlaður 5 milljörðum minni, 42 milljarðar og tæki, með forsendunum sem við gáfum okkur 6 ár. Þú hefur gefið út að þið hyggist hefja gangnagerð á kjörtímabilinu svo við skulum gera ráð fyrir að þið getið hafið útboðsferlið snemma á næsta ári og framkvæmdir geta þá vonandi hafist snemma árs 2027. 2040 getum við svo klippt á borðann og hringtenging Austurlands er orðin að veruleika. Þessir 4.3 milljarðar árlega sem við eigum eftir duga til að gera veginn um Öxi og endurnýja Suðurfjarðarveg á nokkrum árum svo við gætum sennilega keypt okkur talsvert nammi fyrir afganginn eða farið í aðrar nauðsynlegar vegabætur eins og Hellisheiðargöng. Svo kæra Kristrún ekki segja að Fjarðarheiðagöng séu ekki fjárhagslega forsvaranleg heldur skaltu standa við stóru orðin og rjúfa þetta allt of langa jarðganga stopp strax. Ég sleppti viljandi öllum tilfinningarökum í þessum skrifum en þau eru þó sterkustu rökin í þessu máli. Með fyrirfram þökk Höfundur er sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðgöng á Íslandi Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fjarðarheiðargöng eru vissulega dýr framkvæmd en það er dýrt að halda stóru vogskornu og fjöllóttu landi við ysta sæ í byggð. Staðreyndin er sú að við búum í borgríki þar sem tæp 80% landsmanna búa í innan við 100 km fjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur og skilningurinn á lífi þeirra sem búa í yfir 600 kílómetra fjarlægð fer minnkandi ár frá ári. Austurland er hins vegar gríðarlega mikilvægt í efnahagslegu tilliti fyrir Ísland allt. Hér verða til tæplega 25% vöruútflutningstekna þjóðarbúsins og hér er vara millilandaflugvöllur landsins og eina millilanda ferjuhöfnin. Satt er það að við erum fá eða aðeins 2,9% landsmanna en vilja Íslendingar að Austfirðingar verði enn lægra hlutfall landsmanna? Ég held ekki. En þá þurfum við að fjárfesta svolítið í innviðum hér og það er vel gerlegt. Ég studdi ákvörðun ríkisstjórnar þinnar að hækka veiðigjöld og taldi það sanngjarnt enda lofuðuð þið því að hækkunin myndi skila sér til innviðauppbyggingar út um landið. Áætluð árleg hækkun veiðigjalda á fyrirtæki á Austurlandi var um 3 milljarðar. U.þ.b. 34-35% rafmagns sem Landsvirkjun framleiðir kemur frá Kárahnjúkavirkjun sem er einmitt á hinu fámenna, vogskorna og fjöllótta Austurlandi. Arðgreiðslur Landsvirkjunar voru 25 milljarðar fyrir síðasta ár. Þó við vitum ekki verð til einstakra stórnotenda þá skulum við vona að verðið sé sæmilegt og reikna með að þriðjungur arðsins skapist hér fyrir austan eða 8,3 milljarðar. Svo þetta tvennt, hækkun veiðigjalds um 3 milljarða og þriðjungur arðgreiðslna Landsvirkjunar gera u.þ.b. 11,3 milljarðar á ári. Þetta er utan allra venjulegra skatta og gjalda sem fólk og fyrirtæki hér greiða glöð til samneyslunnar. Þessir tveir tekjustofnar geta hæglega greitt fyrir Fjarðarheiðagöng, Mjóafjarðargöng og Seyðisfjarðargöng auk vegarins um Öxi og Suðurfjarðarveg á næstu árum. Það þykir góður gangur í gangagerð ef tekst að framkvæma fyrir 7 milljarða á ári svo við höfum þá 4,3 milljarða árlega í vegabæturnar. Vegagerðin hefur gefið út að Fjarðarheiðagöng kosti u.þ.b. 47 milljarða án vasks svo það tæki tæp 7 ár að gera þau miðað við gefnar forsendur og samanlagður kostnaður við hin tvö göngin er áætlaður 5 milljörðum minni, 42 milljarðar og tæki, með forsendunum sem við gáfum okkur 6 ár. Þú hefur gefið út að þið hyggist hefja gangnagerð á kjörtímabilinu svo við skulum gera ráð fyrir að þið getið hafið útboðsferlið snemma á næsta ári og framkvæmdir geta þá vonandi hafist snemma árs 2027. 2040 getum við svo klippt á borðann og hringtenging Austurlands er orðin að veruleika. Þessir 4.3 milljarðar árlega sem við eigum eftir duga til að gera veginn um Öxi og endurnýja Suðurfjarðarveg á nokkrum árum svo við gætum sennilega keypt okkur talsvert nammi fyrir afganginn eða farið í aðrar nauðsynlegar vegabætur eins og Hellisheiðargöng. Svo kæra Kristrún ekki segja að Fjarðarheiðagöng séu ekki fjárhagslega forsvaranleg heldur skaltu standa við stóru orðin og rjúfa þetta allt of langa jarðganga stopp strax. Ég sleppti viljandi öllum tilfinningarökum í þessum skrifum en þau eru þó sterkustu rökin í þessu máli. Með fyrirfram þökk Höfundur er sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun