Hægir á landrisi, dregur úr skjálftum og „stefnir allt í gos“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júlí 2023 11:43 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Enn hægist á landrisi og dregur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga, rétt eins og fyrir eldgosið í Fagradalsfjalli á síðasta ári. Eldfjallafræðingur segir allt stefna í eldgos, en kvika geti þó mallað í lengri tíma grunnt undir jarðskorpunni. Kvika er nú um kílómetra fyrir neðan yfirborð jarðar, að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings. „Landrisið, það hefur hægt á því. Skjálftarnir, það hefur dregið úr þeim. Þetta mynstur er alveg í stíl við það sem gerðist fyrir bæði '21 og '22 gosin,“ segir Þorvaldur. „Þetta stefnir allt saman í gos.“ Stutt sé í gos miðað við stöðuna eins og hún er nú. Þó sé mögulegt að tíma taki fyrir kvikuna að komast upp síðasta kílómetrann, líkt og hafi verið raunin í eldgosinu 2021. „Þetta gerðist mun hraðar í '22 gosinu og hugsanlega gæti það gerst enn hraðar núna. Maður veit það ekki. Ástæða þess sé að kvikan noti sömu aðfærsluæð og áður hefur gosið um, sem þýðir að auðveldara er fyrir kvikuna að brjótast fram til yfirborðs. Hins vegar gætu efstu hlutar gosrása fyrri eldgosa hafa kólnað, þannig að kvika hafi storknað efst í þeim. Býst við afllitlu gosi „Þá er bara eins og það sé tappi í þeim. Þá þarf kvikan á þessum síðasta kílómetra að finna þessa opnun sem er til staðar, til að komasta þennan síðasta kílómetra til yfirborðs.“ Þannig að kvikan gæti mallað þarna í einhvern tíma með tilheyrandi skjálftum, á meðan hún leitar að útgönguleið? „Já, það er langbest að lýsa því þannig. Og hversu lengi hún mallar er náttúrulega stóra spurningin“ Upplýsingar frá því fyrr í vikunni bendi til þess að landris nái yfir stórt svæði, sem segi til um að mikil kvika hafi safnast saman í geymsluhólfum neðanjarðar, yfir langan tíma. Þó sé ómögulegt að segja til um hversu stór hluti þeirrar kviku nái á endanum upp á yfirborð í eldgosi. „Það er mjög erfitt að spá fyrir um stærðina á væntanlegu gosi. Ég á von á því að þetta verði frekar afllítið gos.“ Fyrr í dag var rætt við náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofunni sem sagðist eiga von á mun kröftugra gosi en fyrri gos hefðu verið. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Hægur kvikugangur sem gýs líklega alveg við Keili Jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að spá fyrir um hvar eða hvenær kvikugangurinn nái yfirborðinu. Líklegast mun gjósa alveg við Keili þar sem skjálftavirknin er mest. Eftir tæplega 800 ára rólegheit er líklega hafið eldgosatímabil á Reykjanesskaga. 7. júlí 2023 00:30 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Kvika er nú um kílómetra fyrir neðan yfirborð jarðar, að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings. „Landrisið, það hefur hægt á því. Skjálftarnir, það hefur dregið úr þeim. Þetta mynstur er alveg í stíl við það sem gerðist fyrir bæði '21 og '22 gosin,“ segir Þorvaldur. „Þetta stefnir allt saman í gos.“ Stutt sé í gos miðað við stöðuna eins og hún er nú. Þó sé mögulegt að tíma taki fyrir kvikuna að komast upp síðasta kílómetrann, líkt og hafi verið raunin í eldgosinu 2021. „Þetta gerðist mun hraðar í '22 gosinu og hugsanlega gæti það gerst enn hraðar núna. Maður veit það ekki. Ástæða þess sé að kvikan noti sömu aðfærsluæð og áður hefur gosið um, sem þýðir að auðveldara er fyrir kvikuna að brjótast fram til yfirborðs. Hins vegar gætu efstu hlutar gosrása fyrri eldgosa hafa kólnað, þannig að kvika hafi storknað efst í þeim. Býst við afllitlu gosi „Þá er bara eins og það sé tappi í þeim. Þá þarf kvikan á þessum síðasta kílómetra að finna þessa opnun sem er til staðar, til að komasta þennan síðasta kílómetra til yfirborðs.“ Þannig að kvikan gæti mallað þarna í einhvern tíma með tilheyrandi skjálftum, á meðan hún leitar að útgönguleið? „Já, það er langbest að lýsa því þannig. Og hversu lengi hún mallar er náttúrulega stóra spurningin“ Upplýsingar frá því fyrr í vikunni bendi til þess að landris nái yfir stórt svæði, sem segi til um að mikil kvika hafi safnast saman í geymsluhólfum neðanjarðar, yfir langan tíma. Þó sé ómögulegt að segja til um hversu stór hluti þeirrar kviku nái á endanum upp á yfirborð í eldgosi. „Það er mjög erfitt að spá fyrir um stærðina á væntanlegu gosi. Ég á von á því að þetta verði frekar afllítið gos.“ Fyrr í dag var rætt við náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofunni sem sagðist eiga von á mun kröftugra gosi en fyrri gos hefðu verið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Hægur kvikugangur sem gýs líklega alveg við Keili Jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að spá fyrir um hvar eða hvenær kvikugangurinn nái yfirborðinu. Líklegast mun gjósa alveg við Keili þar sem skjálftavirknin er mest. Eftir tæplega 800 ára rólegheit er líklega hafið eldgosatímabil á Reykjanesskaga. 7. júlí 2023 00:30 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10
Hægur kvikugangur sem gýs líklega alveg við Keili Jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að spá fyrir um hvar eða hvenær kvikugangurinn nái yfirborðinu. Líklegast mun gjósa alveg við Keili þar sem skjálftavirknin er mest. Eftir tæplega 800 ára rólegheit er líklega hafið eldgosatímabil á Reykjanesskaga. 7. júlí 2023 00:30