Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2023 11:50 Hrinan er vegna nýs kvikuinnskots á svæðinu, nánar tiltekið á milli Fagradalsfjalls og Keilis og er miðja gangsins talin vera á milli Litla Hrúts og Litla Keilis Vísir/Vilhelm Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. Verulega hefur hægt hefur á jarðhræringum en stærsti skjálftinn síðasta sólarhringinn var rétt eftir klukkan 11 í gærkvöldi og var 4 að stærð. Starfsfólk Veðurstofunnar fundar með almannavörnum klukkan 14 nema eitthvað breytist. „Í raun og veru erum við ekki að sjá breytingar á nýjustu gögnunum. Það er að hægja á breytingunum sem við sáum dálítið dramatískar og túlkunin er sú að þetta sé komið verulega nærri yfirborði,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, og bætir því við að áhrifasvæðið sem um ræðir nái ekki að GPS-stöðinni sem er í eins eða tveggja kílómetra fjarlægð. Hún segir breytingarnar ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun sé að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Frá því að hrinan hófst þann 4. júlí hafa alls mælst um 8.500 skjálftar á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis, sautján hafa verið stærri en fjórir og um 50 yfir þremur.. Einnig hafa kröftugir skjálftar mælst á Reykjaneshrygg við Eldey. Sá stærsti var þar um fimm í morgun og var 4,5 að stærð. En hvernig tengjast skjálftarnir á þessum tveimur stöðum? „Þetta eru ekki gikkskálftar við Eldey. Svæðið þarna er líka virkt en þetta getur tengst spennubreytingum á öllum Reykjanesskaganum. Það hefur mikil áhrif þegar svona mikið er í gangi í jörðinni,“ segir Elísabet og að það hafi róast við Eldey. Hún segir að til skoðunar sé að fara með dróna að svæðinu en að það hafi ekki enn verið tekin ákvörðun um það. „Við erum í viðbragðsstöðu hér.“ Fréttin og fyrirsögn hafa verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Jarðskjálfti og rauður blettur en ekkert eldgos hafið Nokkuð snarpur jarðskjálfti átti sér stað á tólfta tímanum í kvöld. Þá hafa borist ábendingar um að eldgos gæti verið hafið miðað við reyk og annað sem sjá má á vefmyndavélum. Svo er hins vegar ekki. 7. júlí 2023 23:45 Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. 7. júlí 2023 22:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Verulega hefur hægt hefur á jarðhræringum en stærsti skjálftinn síðasta sólarhringinn var rétt eftir klukkan 11 í gærkvöldi og var 4 að stærð. Starfsfólk Veðurstofunnar fundar með almannavörnum klukkan 14 nema eitthvað breytist. „Í raun og veru erum við ekki að sjá breytingar á nýjustu gögnunum. Það er að hægja á breytingunum sem við sáum dálítið dramatískar og túlkunin er sú að þetta sé komið verulega nærri yfirborði,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, og bætir því við að áhrifasvæðið sem um ræðir nái ekki að GPS-stöðinni sem er í eins eða tveggja kílómetra fjarlægð. Hún segir breytingarnar ekki miklar á nýjustu gögnunum og að hugsanleg túlkun sé að kvikan sé komin verulega nærri yfirborði en að önnur túlkun sé að kvikan sé að hægja á sér. Frá því að hrinan hófst þann 4. júlí hafa alls mælst um 8.500 skjálftar á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis, sautján hafa verið stærri en fjórir og um 50 yfir þremur.. Einnig hafa kröftugir skjálftar mælst á Reykjaneshrygg við Eldey. Sá stærsti var þar um fimm í morgun og var 4,5 að stærð. En hvernig tengjast skjálftarnir á þessum tveimur stöðum? „Þetta eru ekki gikkskálftar við Eldey. Svæðið þarna er líka virkt en þetta getur tengst spennubreytingum á öllum Reykjanesskaganum. Það hefur mikil áhrif þegar svona mikið er í gangi í jörðinni,“ segir Elísabet og að það hafi róast við Eldey. Hún segir að til skoðunar sé að fara með dróna að svæðinu en að það hafi ekki enn verið tekin ákvörðun um það. „Við erum í viðbragðsstöðu hér.“ Fréttin og fyrirsögn hafa verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37 Jarðskjálfti og rauður blettur en ekkert eldgos hafið Nokkuð snarpur jarðskjálfti átti sér stað á tólfta tímanum í kvöld. Þá hafa borist ábendingar um að eldgos gæti verið hafið miðað við reyk og annað sem sjá má á vefmyndavélum. Svo er hins vegar ekki. 7. júlí 2023 23:45 Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. 7. júlí 2023 22:01 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Lítið að gerast í nótt Áfram dró úr skjálftavirkni milli Fagradalsfjalls og Keilis í nótt. Margir smærri skjálftar mældust en sá stærsti mældist 3,3 að styrk en hann var rétt rúmlega tólf í nótt. Skömmu áður mældist skjálfti fjögur stig. 8. júlí 2023 07:37
Jarðskjálfti og rauður blettur en ekkert eldgos hafið Nokkuð snarpur jarðskjálfti átti sér stað á tólfta tímanum í kvöld. Þá hafa borist ábendingar um að eldgos gæti verið hafið miðað við reyk og annað sem sjá má á vefmyndavélum. Svo er hins vegar ekki. 7. júlí 2023 23:45
Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. 7. júlí 2023 22:01