Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Eiður Þór Árnason skrifar 9. júlí 2023 21:33 Jarðeðlisfræðingar bíða enn eftir að kvikan brjóti sér leið í gegnum efsta lag jarðskorpunnar. Vísir/RAX Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesi en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. Tiltölulega rólegt er á svæðinu að sögn vakthafandi náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Áður hefur verið greint frá því að nýjustu gervihnattarmyndir af svæðinu bendi til þess að kvikugangurinn haldi áfram að færast nær yfirborðinu. Um 1.700 skjálftar hafa nú mælst á svæðinu frá miðnætti og var sá stærsti um klukkan 8.30 í morgun, sem var 4,3 að stærð. Heilt yfir var virknin öflugri í dag en í gær. Þrír skjálftar mældust yfir 4,0 að stærð og fjórir yfir 3,0 en svo dró úr virkninni seinni partinn í dag þar sem mest mengis hefur orðið vart við tiltölulega litla skjálfta. Vísbending um hreyfingu á siggengjum Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enn hægist á skjálftavirkni og aflögun á Reykjanesi vegna kvikuinnskotsins. Nýjar gervihnattamyndir frá ICEYE SAR dagana 7. til 8. júlí sýni þó nýja aflögun á svæðinu ofan kvikuinnskotsins. Sér í lagi sýni þær aflögun á yfirborði sem liggi í norðaustur-suðvestur stefnu rétt suðvestan Keilis. Þetta geti gæti verið vísbending um hreyfingu á siggengjum vegna gliðnunar sem kvikuinnskotið veldur. Uppfærðir líkanreikningar sýna að kvikan liggur enn grynnra en áður, u.þ.b. hálfan kílómetra undir yfirborði og að þann 8. júlí var gangurinn ekki að brjóta sér leið til norðaustur eða suðvesturs heldur er u.þ.b. 3 km langur og liggur á svæðinu á milli Litla Hrúts og Litla Keilis í NA stefnu. Útreikningarnir gefa til kynna að enn streymi kvika í ganginn að neðan. Þessar mælingar og niðurstöður benda til þess að gangurinn færist nær yfirborði og líklegasta sviðsmyndin sé eldgos á næstu tímum eða dögum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu. 9. júlí 2023 16:58 Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Tiltölulega rólegt er á svæðinu að sögn vakthafandi náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Áður hefur verið greint frá því að nýjustu gervihnattarmyndir af svæðinu bendi til þess að kvikugangurinn haldi áfram að færast nær yfirborðinu. Um 1.700 skjálftar hafa nú mælst á svæðinu frá miðnætti og var sá stærsti um klukkan 8.30 í morgun, sem var 4,3 að stærð. Heilt yfir var virknin öflugri í dag en í gær. Þrír skjálftar mældust yfir 4,0 að stærð og fjórir yfir 3,0 en svo dró úr virkninni seinni partinn í dag þar sem mest mengis hefur orðið vart við tiltölulega litla skjálfta. Vísbending um hreyfingu á siggengjum Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enn hægist á skjálftavirkni og aflögun á Reykjanesi vegna kvikuinnskotsins. Nýjar gervihnattamyndir frá ICEYE SAR dagana 7. til 8. júlí sýni þó nýja aflögun á svæðinu ofan kvikuinnskotsins. Sér í lagi sýni þær aflögun á yfirborði sem liggi í norðaustur-suðvestur stefnu rétt suðvestan Keilis. Þetta geti gæti verið vísbending um hreyfingu á siggengjum vegna gliðnunar sem kvikuinnskotið veldur. Uppfærðir líkanreikningar sýna að kvikan liggur enn grynnra en áður, u.þ.b. hálfan kílómetra undir yfirborði og að þann 8. júlí var gangurinn ekki að brjóta sér leið til norðaustur eða suðvesturs heldur er u.þ.b. 3 km langur og liggur á svæðinu á milli Litla Hrúts og Litla Keilis í NA stefnu. Útreikningarnir gefa til kynna að enn streymi kvika í ganginn að neðan. Þessar mælingar og niðurstöður benda til þess að gangurinn færist nær yfirborði og líklegasta sviðsmyndin sé eldgos á næstu tímum eða dögum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu. 9. júlí 2023 16:58 Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu. 9. júlí 2023 16:58
Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14