Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Eiður Þór Árnason skrifar 9. júlí 2023 21:33 Jarðeðlisfræðingar bíða enn eftir að kvikan brjóti sér leið í gegnum efsta lag jarðskorpunnar. Vísir/RAX Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesi en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. Tiltölulega rólegt er á svæðinu að sögn vakthafandi náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Áður hefur verið greint frá því að nýjustu gervihnattarmyndir af svæðinu bendi til þess að kvikugangurinn haldi áfram að færast nær yfirborðinu. Um 1.700 skjálftar hafa nú mælst á svæðinu frá miðnætti og var sá stærsti um klukkan 8.30 í morgun, sem var 4,3 að stærð. Heilt yfir var virknin öflugri í dag en í gær. Þrír skjálftar mældust yfir 4,0 að stærð og fjórir yfir 3,0 en svo dró úr virkninni seinni partinn í dag þar sem mest mengis hefur orðið vart við tiltölulega litla skjálfta. Vísbending um hreyfingu á siggengjum Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enn hægist á skjálftavirkni og aflögun á Reykjanesi vegna kvikuinnskotsins. Nýjar gervihnattamyndir frá ICEYE SAR dagana 7. til 8. júlí sýni þó nýja aflögun á svæðinu ofan kvikuinnskotsins. Sér í lagi sýni þær aflögun á yfirborði sem liggi í norðaustur-suðvestur stefnu rétt suðvestan Keilis. Þetta geti gæti verið vísbending um hreyfingu á siggengjum vegna gliðnunar sem kvikuinnskotið veldur. Uppfærðir líkanreikningar sýna að kvikan liggur enn grynnra en áður, u.þ.b. hálfan kílómetra undir yfirborði og að þann 8. júlí var gangurinn ekki að brjóta sér leið til norðaustur eða suðvesturs heldur er u.þ.b. 3 km langur og liggur á svæðinu á milli Litla Hrúts og Litla Keilis í NA stefnu. Útreikningarnir gefa til kynna að enn streymi kvika í ganginn að neðan. Þessar mælingar og niðurstöður benda til þess að gangurinn færist nær yfirborði og líklegasta sviðsmyndin sé eldgos á næstu tímum eða dögum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu. 9. júlí 2023 16:58 Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Tiltölulega rólegt er á svæðinu að sögn vakthafandi náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Áður hefur verið greint frá því að nýjustu gervihnattarmyndir af svæðinu bendi til þess að kvikugangurinn haldi áfram að færast nær yfirborðinu. Um 1.700 skjálftar hafa nú mælst á svæðinu frá miðnætti og var sá stærsti um klukkan 8.30 í morgun, sem var 4,3 að stærð. Heilt yfir var virknin öflugri í dag en í gær. Þrír skjálftar mældust yfir 4,0 að stærð og fjórir yfir 3,0 en svo dró úr virkninni seinni partinn í dag þar sem mest mengis hefur orðið vart við tiltölulega litla skjálfta. Vísbending um hreyfingu á siggengjum Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að enn hægist á skjálftavirkni og aflögun á Reykjanesi vegna kvikuinnskotsins. Nýjar gervihnattamyndir frá ICEYE SAR dagana 7. til 8. júlí sýni þó nýja aflögun á svæðinu ofan kvikuinnskotsins. Sér í lagi sýni þær aflögun á yfirborði sem liggi í norðaustur-suðvestur stefnu rétt suðvestan Keilis. Þetta geti gæti verið vísbending um hreyfingu á siggengjum vegna gliðnunar sem kvikuinnskotið veldur. Uppfærðir líkanreikningar sýna að kvikan liggur enn grynnra en áður, u.þ.b. hálfan kílómetra undir yfirborði og að þann 8. júlí var gangurinn ekki að brjóta sér leið til norðaustur eða suðvesturs heldur er u.þ.b. 3 km langur og liggur á svæðinu á milli Litla Hrúts og Litla Keilis í NA stefnu. Útreikningarnir gefa til kynna að enn streymi kvika í ganginn að neðan. Þessar mælingar og niðurstöður benda til þess að gangurinn færist nær yfirborði og líklegasta sviðsmyndin sé eldgos á næstu tímum eða dögum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu. 9. júlí 2023 16:58 Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu Um fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti. Skjálftavirknin hefur þó róast seinnipartinn. Nýjustu gögn benda til þess að kvikugangurinn sé að færast nær yfirborðinu. 9. júlí 2023 16:58
Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. 9. júlí 2023 12:14