Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júlí 2023 11:55 Guðmundur Birkir Agnarsson, aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, stýrði aðgerðum í gær. Vísir/Sigurjón Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar, fjögurra sæta Cessna 172 vél, barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Birki Agnarssyni, aðgerðarstjóra hjá Landhelgisgæslunni, hafði stjórnstöð strax samband við flugstjórnarmiðstöð og í ljós kom að umrædd vél var á flugi yfir Austurlandi. Í framhaldi var reynt að ná sambandi við vélina eftir öllum leiðum sem ekki gekk og í kjölfarið var farið í umfangsmikla leit. „Við höfðum nokkrar upplýsingar um staðsetninguna, þar sem þessir neyðarsendir hann gefur svona ekki alveg nákvæma staðsetningu en nokkuð nærri lagi. Við höfðum vísbendingu um einhvern stað til að miða við. Það þurfti auðvitað að komast að þeim stað og það var ekki greiðfært landleiðina að þessum stað,“ segir Guðmundur Birkir. Farþegaflugvél Icelandair sem var á leið til Egilsstaða hafi verið nýtt til að svipast um eftir vélinni. „Töldu þeir sig sjá eitthvað á jörðu niðri sem gæti verið flugvélarflak. Svo voru ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél sem buðu sig fram til leitar og við þáðum það og þeir gátu staðsett þessi tæki þegar þeir komu á vettvang að vélin væri fundin,“ segir Guðmundur Birkir. „Þegar að þyrlan kemur á vettvang þá er ljóst að allir viðkomandi eru látnir, læknir þyrlunnar gat skorið úr um það.“ Vettvangur hafi þá verið afhentur lögreglu til frekari rannsóknar. Auk þess sem Landhelgisgæslan hafi sent þyrlu að sunnan austur með aðila frá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Það var unnið að því í gærkvöldi og nótt að rannsaka vettvang og koma hinum látnu til byggða,“ segir Guðmundur Birkir og að störfum gæslunnar hafi þá verið lokið á vettvangi. Flugslys við Sauðahnjúka Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Múlaþing Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar, fjögurra sæta Cessna 172 vél, barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Birki Agnarssyni, aðgerðarstjóra hjá Landhelgisgæslunni, hafði stjórnstöð strax samband við flugstjórnarmiðstöð og í ljós kom að umrædd vél var á flugi yfir Austurlandi. Í framhaldi var reynt að ná sambandi við vélina eftir öllum leiðum sem ekki gekk og í kjölfarið var farið í umfangsmikla leit. „Við höfðum nokkrar upplýsingar um staðsetninguna, þar sem þessir neyðarsendir hann gefur svona ekki alveg nákvæma staðsetningu en nokkuð nærri lagi. Við höfðum vísbendingu um einhvern stað til að miða við. Það þurfti auðvitað að komast að þeim stað og það var ekki greiðfært landleiðina að þessum stað,“ segir Guðmundur Birkir. Farþegaflugvél Icelandair sem var á leið til Egilsstaða hafi verið nýtt til að svipast um eftir vélinni. „Töldu þeir sig sjá eitthvað á jörðu niðri sem gæti verið flugvélarflak. Svo voru ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél sem buðu sig fram til leitar og við þáðum það og þeir gátu staðsett þessi tæki þegar þeir komu á vettvang að vélin væri fundin,“ segir Guðmundur Birkir. „Þegar að þyrlan kemur á vettvang þá er ljóst að allir viðkomandi eru látnir, læknir þyrlunnar gat skorið úr um það.“ Vettvangur hafi þá verið afhentur lögreglu til frekari rannsóknar. Auk þess sem Landhelgisgæslan hafi sent þyrlu að sunnan austur með aðila frá rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Það var unnið að því í gærkvöldi og nótt að rannsaka vettvang og koma hinum látnu til byggða,“ segir Guðmundur Birkir og að störfum gæslunnar hafi þá verið lokið á vettvangi.
Flugslys við Sauðahnjúka Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Múlaþing Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði