Ekki hættulaust á gosstöðvunum Máni Snær Þorláksson og Eiður Þór Árnason skrifa 10. júlí 2023 20:03 Vísir/Sigurjón Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að líkt og gosin árin 2021 og 2022 sé um að ræða lítið og frekar máttlaust gos. Ljóst er þó að það sé alls ekki hættulaust að vera á gosstöðvunum, þrátt fyrir stærð eldgossins. „Það vekur athygli til dæmis hvað það virðist koma gríðarlega mikið gas núna upp með kvikunni. Það er eðlilegt í fyrsta skammtinum sem kemur upp. Gasið leitar efst í sprunguna þegar hún er breiðast út til yfirborðsins og það kemur gas mikið út fyrst til að byrja,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fólk þurfi því að vara sig á gasinu, ætli það að gera sér leið að eldgosinu. „Þetta er helsta hættan sem af þessu stafar eftir því sem ég sé í fljótu bragði.“ Elgos á Íslandi hópist saman Þetta er þriðja árið í röð sem það gýs á þessu svæði. Síðustu tvö gos hafa verið kölluð túristagos og segir Páll að þetta gos líti út fyrir að vera svoleiðis líka. „Fyrri gosin hafa náttúrulega verið mikil túristagos. Ég efast um að það séu mörg gos í heiminum sem hafa verið mynduð jafn mikið eins og þau. Þau hafa vissulega borið orðspor Íslands út um allan heim. Þetta virðist ætla að gera eitthvað svipað.“ Þá sé þetta líklega ekki síðasta gosið á Reykjanesinu í bili. „Eldgos á Íslandi hafa tilhneigingu til að hópast saman. Eldstöð tekur við sér, er mjög virk í einhvern tíma og getur framkallað nokkur gos, stundum svolítið mörg,“ segir Páll. Fleiri gos líkleg Páll segir að það sé frekar líklegt að nú sé byrjað skeið á öllum Reykjanesskaga þar sem gos verða tíð. „Þá erum við að tala um næstu kannski tvö, þrjúhundruð árin eða svo. Það er búin að vera þarna löng pása, síðan 1240, þá var síðasta gos fyrir 2021. Þetta virðist vera hegðun Reykjanesskagans, það koma þá mörg gos í tvö, þrjúhundruð ár og svo kemur löng pása með engum gosum. Sennilega erum við í byrjun á slíku.“ Það geti verið að það verði nokkuð mörg gos við Fagradalsfjall en að sögn Páls geta hin kerfin á svæðinu líka tekið við sér. „Þá erum við að tala um næstu tvö, þrjúhundruð árin - kannski tuttugu, þrjátíu gos á næstu þrjúhundruð árum“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
„Það vekur athygli til dæmis hvað það virðist koma gríðarlega mikið gas núna upp með kvikunni. Það er eðlilegt í fyrsta skammtinum sem kemur upp. Gasið leitar efst í sprunguna þegar hún er breiðast út til yfirborðsins og það kemur gas mikið út fyrst til að byrja,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fólk þurfi því að vara sig á gasinu, ætli það að gera sér leið að eldgosinu. „Þetta er helsta hættan sem af þessu stafar eftir því sem ég sé í fljótu bragði.“ Elgos á Íslandi hópist saman Þetta er þriðja árið í röð sem það gýs á þessu svæði. Síðustu tvö gos hafa verið kölluð túristagos og segir Páll að þetta gos líti út fyrir að vera svoleiðis líka. „Fyrri gosin hafa náttúrulega verið mikil túristagos. Ég efast um að það séu mörg gos í heiminum sem hafa verið mynduð jafn mikið eins og þau. Þau hafa vissulega borið orðspor Íslands út um allan heim. Þetta virðist ætla að gera eitthvað svipað.“ Þá sé þetta líklega ekki síðasta gosið á Reykjanesinu í bili. „Eldgos á Íslandi hafa tilhneigingu til að hópast saman. Eldstöð tekur við sér, er mjög virk í einhvern tíma og getur framkallað nokkur gos, stundum svolítið mörg,“ segir Páll. Fleiri gos líkleg Páll segir að það sé frekar líklegt að nú sé byrjað skeið á öllum Reykjanesskaga þar sem gos verða tíð. „Þá erum við að tala um næstu kannski tvö, þrjúhundruð árin eða svo. Það er búin að vera þarna löng pása, síðan 1240, þá var síðasta gos fyrir 2021. Þetta virðist vera hegðun Reykjanesskagans, það koma þá mörg gos í tvö, þrjúhundruð ár og svo kemur löng pása með engum gosum. Sennilega erum við í byrjun á slíku.“ Það geti verið að það verði nokkuð mörg gos við Fagradalsfjall en að sögn Páls geta hin kerfin á svæðinu líka tekið við sér. „Þá erum við að tala um næstu tvö, þrjúhundruð árin - kannski tuttugu, þrjátíu gos á næstu þrjúhundruð árum“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira