Á fundinum komu fram Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, Kristín Jónsdóttir, náttúruvásérfræðingur og deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta hjá Veðurstofunni, Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar, og Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.
Eldgos hófst um klukkan 16:40 í dag við fjallið Litla-Hrút á Reykjanesi, skammt frá Meradölum þar sem hraun kom upp á síðasta ári. Mikinn reyk og gas leggur nú upp af Reykjanesi og er talið að sprungan sé um 1.500 metrar að lengd.
Eldsumbrotin koma í kjölfar sex daga jarðskjálftahrinu sem hófst 4. júlí síðastliðinn og er staðsetning hraunsins í samræmi við fyrri spár jarðvísindamanna.
Ef vaktin birtist ekki fyrir neðan fréttina er ráðlagt að endurhlaða síðuna.