Fólk hætti sér með ung börn í gegnum reykjarmökkinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júlí 2023 20:34 Lítið sást í gosið í dag fyrir reyk. vísir/ívar fannar Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu á Reykjanesi í dag í ágætu veðri en mjög erfiðum aðstæðum vegna mikils reyks frá gróðureldum. Dæmi eru um að foreldrar gangi með ung börn á bakinu í gegnum reykmökkinn til að komast að gosinu. Ýmislegt hefur gengið á, á eldstöðvunum við Litla-Hrút á Reykjanesi í dag. Mikill reykur frá gróðureldum hefur bæst við gasmengun á svæðinu og lélegt skyggni er á svæðinu. Í kvöld dreifði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslu vatni yfir eldana til að halda aftur af dreifingu þeirra. Elísabet Inga fréttamaður og Ívar Fannar tökumaður voru á svæðinu í allan dag og var farið yfir helstu atriði í í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Fúlir ferðamenn sem sjá lítið Að sögn Elísabetar er fólk almennt vel búið á svæðinu en komið hafi á óvart hve ung börn séu með í för að eldstöðvunum. Dæmi séu um að börn séu úrvinda eftir ferðalagið og að fólk haldi á börnum sínum í gegnum reykinn sem leggur frá gróðureldum, til að komast nær gosinu sjálfu. Gönguleiðin er rúmlega 20 kílómetra löng fram og til baka, en eins og áður segir hefur lítið sést í eldgosið fyrir reyk. Frá svæðinu.vísir/vilhelm „Við fundum fyrir því að fólk var frústrerað á svæðinu,“ sagði Elísabet um viðbrögð ferðamanna við því að lítið hafi sést í gosið. Fólki stafar einnig töluverð hætta á reykeitrun á svæðinu og hafa lögreglumenn varað fólk við því að ganga þvert yfir sinubrunann. Björgunarsveitarmenn vöruðu jafnframt fólk við vatni sem þyrla Landhelgisgæslunnar var í þann mund að dreifa yfir svæðið og beindi því til fólks að færa sig, en án árangurs. Ferðamenn eru flestir vel búnir.vísir/vilhelm Hvetur stjórnvöld til að stíga strax inn í Kristján Már Unnarsson ræddi við björgunarsveitarmann sem sagði mjög erfitt að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina vegna sumarleyfa. „Þetta er besti tíminn og versti tíminn. Veðurfarið er fínt og þá er gott að koma og heimsækja gosstöðvarnar en okkar fólk er útivistarfólk upp til hópa og er bara í sumarfríi og annars staðar en hér,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar, spurður út í það hvernig hafi gengið að manna vaktir á gosstöðvum og nágrenni. Hann hvetur stjórnvöld til að leggja sitt fram strax: „Við enduðum síðasta eldgos á því að hingað voru komnir landverðir og lögregluþjónar og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk bara hér frá fyrsta degi. En við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim.“ Otti Rafn Sigmarsson, forstjóri Landsbjargar, ræddi við fréttamann við gosstöðvarnar í kvöld. Kom strax aftur til Íslands þegar gos hófst Aðgengilegasta leiðin að gosinu er utan við Hraunselsvatnsfell, að sögn Jóns Hauks Steingrímssonar, jarðverkfræðingi hjá Eflu. „Þetta er staður sem er tiltölulega öruggur og býður upp á gott útsýni. Eins gott og það verður,“ segir hann. Þá var rætt við ferðamenn á svæðinu en einhverjir hafa komið langa leið til að sjá gosið. Þar á meðal Rimas frá Ísrael. „Ég ferðaðist um allt Ísland fyrir þremur vikum og var alltaf að vonast til þess að það færi að gjósa. Ég sagði að ef það myndi loks gerast þá kæmi ég aftur. Svo gaus og ég er komin aftur,“ sagði hún. Rimas, frá Ísrael.skjáskot Sjá má fleiri viðtöl við ferðamenn og viðbragðsaðila í spilaranum að ofan. Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Ýmislegt hefur gengið á, á eldstöðvunum við Litla-Hrút á Reykjanesi í dag. Mikill reykur frá gróðureldum hefur bæst við gasmengun á svæðinu og lélegt skyggni er á svæðinu. Í kvöld dreifði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslu vatni yfir eldana til að halda aftur af dreifingu þeirra. Elísabet Inga fréttamaður og Ívar Fannar tökumaður voru á svæðinu í allan dag og var farið yfir helstu atriði í í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Fúlir ferðamenn sem sjá lítið Að sögn Elísabetar er fólk almennt vel búið á svæðinu en komið hafi á óvart hve ung börn séu með í för að eldstöðvunum. Dæmi séu um að börn séu úrvinda eftir ferðalagið og að fólk haldi á börnum sínum í gegnum reykinn sem leggur frá gróðureldum, til að komast nær gosinu sjálfu. Gönguleiðin er rúmlega 20 kílómetra löng fram og til baka, en eins og áður segir hefur lítið sést í eldgosið fyrir reyk. Frá svæðinu.vísir/vilhelm „Við fundum fyrir því að fólk var frústrerað á svæðinu,“ sagði Elísabet um viðbrögð ferðamanna við því að lítið hafi sést í gosið. Fólki stafar einnig töluverð hætta á reykeitrun á svæðinu og hafa lögreglumenn varað fólk við því að ganga þvert yfir sinubrunann. Björgunarsveitarmenn vöruðu jafnframt fólk við vatni sem þyrla Landhelgisgæslunnar var í þann mund að dreifa yfir svæðið og beindi því til fólks að færa sig, en án árangurs. Ferðamenn eru flestir vel búnir.vísir/vilhelm Hvetur stjórnvöld til að stíga strax inn í Kristján Már Unnarsson ræddi við björgunarsveitarmann sem sagði mjög erfitt að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina vegna sumarleyfa. „Þetta er besti tíminn og versti tíminn. Veðurfarið er fínt og þá er gott að koma og heimsækja gosstöðvarnar en okkar fólk er útivistarfólk upp til hópa og er bara í sumarfríi og annars staðar en hér,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar, spurður út í það hvernig hafi gengið að manna vaktir á gosstöðvum og nágrenni. Hann hvetur stjórnvöld til að leggja sitt fram strax: „Við enduðum síðasta eldgos á því að hingað voru komnir landverðir og lögregluþjónar og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk bara hér frá fyrsta degi. En við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim.“ Otti Rafn Sigmarsson, forstjóri Landsbjargar, ræddi við fréttamann við gosstöðvarnar í kvöld. Kom strax aftur til Íslands þegar gos hófst Aðgengilegasta leiðin að gosinu er utan við Hraunselsvatnsfell, að sögn Jóns Hauks Steingrímssonar, jarðverkfræðingi hjá Eflu. „Þetta er staður sem er tiltölulega öruggur og býður upp á gott útsýni. Eins gott og það verður,“ segir hann. Þá var rætt við ferðamenn á svæðinu en einhverjir hafa komið langa leið til að sjá gosið. Þar á meðal Rimas frá Ísrael. „Ég ferðaðist um allt Ísland fyrir þremur vikum og var alltaf að vonast til þess að það færi að gjósa. Ég sagði að ef það myndi loks gerast þá kæmi ég aftur. Svo gaus og ég er komin aftur,“ sagði hún. Rimas, frá Ísrael.skjáskot Sjá má fleiri viðtöl við ferðamenn og viðbragðsaðila í spilaranum að ofan.
Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira